Víkurfréttir - 30.01.1986, Page 9
VIKUR-fréttir
Fimmtudagur 30. janúar 1986 9
Atvinnubílstjórar mót-
mæltu þungaskattinum
Hálfgert umferðaröng-
þveiti varð í nágrenni skrif-
stofu Bæjarfógetans í
Keflavík og sýslumanns
Gullbringusýslu s.l. mánu-
dag er atvinnubílstjórar
höfðu frammi mótmæli við
þungaskattshækkun þá
sem ákveðin var með
bráðabirgðalögum s.l.
haust og er til umræðu á Al-
þingi, en hækkun þessi
nemur rúmum 57%.
Lögðu þeir ökutækjum
sínum, vörubílum, leigubíl-
um og ýmsum gerðum
flutningavagna á Hring-
brautinni, Vatnsnesvegin-
um og á bílastæði embættis-
ins upp úr kl. 14. Eftir að
bílarnir höfðu verið þarna
kyrrstæðir um hálfa
klukkustund afhentu for-
ráðamenn bílstjóra af
Vörubílastöðinni og Aðal-
stöðinni Guðmundi Kristj-
ánssyni fulltrúa mótmæli
sín. En hugmyndin hafði
verið að afhenda sýslu-
manni þau, en hann var
fjarverandi vegna fundar-
halda.
Eftir að mótmælin höfðu
verið afhent óku bílstjórar-
nir burtu, en sumir þeirra
kvöddu með hljóðmerkjum
ökutækja sinna. Voru að-
gerðir þessar mjög friðsam-
ar og hljóðlátar.
epj.
Bílstjórar af Suðurnesjum ganga út frá fógeta.
Lárus Guðbrandsson leigubílstjóri, ogGuðlaugur Guðjónsson vörubílstjóri, afhenda Guðmundi Kristj-
ánssyni mótmæli atvinnubílstjóra.
pr í m
rnmtam
Hluti bílanna sem lögðu fyrir framan fógetaembættið.
TEPPA-UTSALA
Mikið úrval af bútum og teppum í rúllum.
Nokkur dæmi um verð:
BÚTAR MEÐ ALLT AÐ 60% AFSLÆTTI.
Verð og greiðslukjör við allra hæfi.
Greiðslukortaþjónusta. - Þetta er útsala sem
ekki er hægt að sleppa.