Víkurfréttir - 30.01.1986, Page 11
VÍKUR-fréttir
Fimmtudagur 30. janúar 1986
11
I
-
t.d. nefna vinnu FR-fé-
laga, Félags farstöðvaeig-
enda, um verslunar-
mannahelgina, en sl. 3 ár
hefur FR verið með tal-
stöðvarþjónustu um allt
land um þá helgi, sömu
þjónustu og FIB er með. I
því sambandi má nefna að
FR er með 100 „radíó“
um allt land en það eru
heimastöðvar með góðu
loftneti og ná lengra en í
bílum“.
Þið stundið ýmsa félags-
starfsemi í deildunum víða
um land, ekki satt?
„Jú, misjafnlega mikið
að vísu. Hér á SV-horn-
inu var t.d. skákkeppni á
milli deilda sem fram fór í
gegnum talstöðvarnar".
Er dýrt að stunda þetta?
„Nei, það myndi ég
nú ekki segja. Verð á tal-
stöðvum mundi hins
vegar lækka ef yfirvöld
leyfðu innílutning á fleiri
gerðum. Nú er aðeins leyft
að flytja inn 3 gerðir.
Þetta er eitt af því sem FR
er að berjast fyrir og við
höfum átt fundi meðsam-
gönguráðherra um þetta.
A meðan þetta ástand
varir er miklu magni af tal-
stöðvum smyglað inn í
landið“.
Og þú rekur verslun með
talstöðvar í Njarðvík?
„Já, þetta hefur þróast
upp í það. Eg byrjaði að
selja þetta með kunningja
mínum úr Grindavík,
Stefáni Tómassyni, en þá
var þetta bara heima í
stofu hjá mér. Síðan hefur
það aukist jafnt og þétt að
fólk leiti til mín. Nú, svo
er þessi verslun mín,
Talco, einnig með fleira,
eins og hljómtæki, síma
og ýmislegt annað“.
Er Júlli póstur kannski
að hætta og snúa sér að
sjálfstæðum rekstri?
„Það hefur lengi blund-
að í mér að fara út í sjálf-
stæðan rekstur, en eins og
er þá er ég í búðinni eftir
kl. 5 á daginn, þegar ég er
búinn hjá Pósti og síma.
Annars getur verið að í
uppsiglingu sé stofnun
fyrirtækis sem yrði rekið
að mestu leyti í gegnum
talstöðvar. Eg get þó ekki
sagt meira um það að svo
stöddu“.
Ef við snúum okkur ör-
stutt frá hobby-inu út í
starfið, hvernig er að
starfa við bréfaútburð?
„Eg er búinn að vera í
þessu í 12 ár og það
ánægjulegasta í þessu er,
hvað maður er þúinn að
kynnast mörgu fólki í
gegnum starfið. En þetta
getur verið leiðigjarnt,
sérstaklega í vondu veðri,
og oft finnst mér þetta illa
þakkað starf“.
Segðu mér, Júlli, ertu
alltaf með talstöðina við
hendina?
„Alltaf, nema þegar ég
er að bera út. Hver veit þó
nema ég eigi eftir að fá tal-
stöð á bakið eða í vasann í
framtíðinni, það kæmi
ekki á óvart á tækniöld.
En eins og er læt ég mér
duga talstöð heimá, í
bílnum og í búðinni“.
Það má kannski segja að
maður sé öruggur um að ná
í þig í gegnum talstöðvar-
samband?
„Það má kannski segja
það, já. Það er óhemju
mikið kallað í mig“.
Hvað segirðu um notkun
á talstöðvum? Hefur hún
aukist mikið?
„Hún hefur gert það,
já, mikil ósköp. I dag er
stór hluti af fyrirtækjum
rekinn í gegnum talstöðv-
ar. Eg get nefnt t.d. fisk-
verkunarfyrirtæki sem
eru bæði með báta og bíla
á sínum snærum. Og ég
þekki eina góða sögu í
þessu sambandi. Þegarég
var að byrja í þessu var
loðnuveiði að hefjast í
miklum mæli og Gulli
Karls, útgerðarmaður í
Keflavík, notaði þá tal-
stöðina sem hann var með
í bátnum til hins ítrasta,
og hafði þannig alltaf
samband við konu sína í
landi þegar hann var
búinn að fylla bátinn og
sagði henni hvað hann var
með. Hún sá síðan um að
selja aflann í vinnslu á
meðan aðrir bátar seldu
alltaf í gegnum radíóið og
urðu síðan kannski að
sætta sig við sölu í gúanó.
Það undruðust margir hve
Gulli var fljótur að selja,
en hann var með þeim
fyrstu sem byrjuðu að
gera þetta svona“.
Áttu þér einhver önnur
áhugamál?
,,Eg læt mér þetta
nægja, enda miklu meira
en nóg. Eg var áður tals-
vert í félagsmálum í
Keflavík, var m.a. í stjórn
verkalýðsfélagsins. Nú,ég
var harður Alþýðuflokks-
maður og vann lengi
mikið fyrir flokkinn.
Síðan ég byrjaði í FR hef
ég lagt þetta allt á hill-
una“.
Svona að lokum, Júlli,
er eitthvað sérstaklega
minnisstætt frá því þú byrj-
aðir í Félagi farstöðvaeig-
enda?
„Það er ansi margt
minnisstætt og skemmti-
legt. Eg nefni t.d. sjó-
rallýið, en þá var FR með
net í kringum landið.
Síðasta sumar er mér
einnig minnisstætt. Þá
fórum við tveir saman í
hringferð, ég og Erling
Andersen, sem er með
FR-1. Við voru í 12 daga
og settum m.a. upp
endurvarpsloftnet á
Eskifirði og Seyðisfirði. 1
ferðinni dvöldum við hjá
FR-félögum, en við
fórum þessa ferð á okkar
eigin kostnað, bæði til að
kynnast starfinu úti á
landi og til að hafa gaman
af. FR eru stærstu félaga-
og þjónustusamtök á
landinu og telur um 8500
félaga“.
Þú hefur talað við ófáa í
þessari hringferð þinni?
„Já, og það vill svo til
að ég skrifaði það hjá mér
hvað ég talaði við mörg
númer. Þau urðu 240, sem
þýðir 20 manns á dag. Það
þótti méræriðgott. Þaðer
víst óhætt að segja að
þetta sé orðið manns
annað líf', sagði Júlíus
að lokum. - pket.
^VkSfYViðjU-
30. janúar - 7. febrúar
Næstu daga seljum við mikið
úrval af innihurðum, vegg- og
loftaklæðningum á aldeilis frábæru verði.
Góðir greiðsluskilmálar.
Komið og gerið góð kaup.
OPIÐ
mánud.-föstud. kl. 8-18
laugard. kl. 10-16
L
s smm* m
TRÉ
TRÉSMIÐJA
ÞORVALDAR ÓLAFSSONAR
Iðavöllum 6 - Keflavík
Sími 3320 - 4700