Víkurfréttir - 30.01.1986, Qupperneq 14
14 Fimmtudagur 30. janúar 1986
VÍKUR-fréttir
Vantar nú þegar
tvo röska og duglega starfsmenn við fram-
leiðslu á pizzum, á veitingastaðnum Lang-
best, Hafnargötu 62. - Vaktavinna.
Upplýsingar gefur Gunnar Friðriksson,
yfirmatreiðslumaður á Glóðinni, í síma
1777.
Skákáhuga-
menn ath.
Iðnsveinafélag Suðurnesja stendur fyrir
fjöltefli í húsi félagsins, fimmtudaginn 6.
feb. kl. 20. Nú er tækifæri að reyna sig við
hinn nýbakaða stórmeistara, Margeir Pét-
ursson.
Öllum er heimil þátttaka. Þátttöku þarf að
tilkynna Einari Haraldssyni í síma3815eftir
kl. 18 eða á skrifstofu félagsins í síma2976,
fyrir 4. feb. Vinsamlegast hafið töfl með-
ferðis.
ISFS
Skemmtinefnd
I.S.F.S.
FÉLAGSBÍÓ SÝNIR:
Fletch fjölhæfi
Frábær ný gamanmynd með Chevy Chase.
Fletch er rannsóknarblaðamaður, kvenna-
gull, skurðlæknir, körfuboltasnillingur,
þjónn og flugvirki sem þekkirekki stél flug-
vélar frá nefi. Svona er lengi hægt að telja,
en sjón er sögu ríkari.
Næsta mynd:
5S2
Námskeið fyrir reykingamenn
LEIÐIR TIL AÐ . . .
Framh. af 13. síðu
Höfundur þessarar
greinar reit tvær slikar í
Víkur-fréttir undir lok
síðastliðins árs um málefni
„fatlaðra", meðal annars í
sambandi við atvinnuhagi
þeirra. Viðbrögð urðu rétt
eins og ætla hefði mátt hér
um slóðir, lítil, er ég leitaði
eftir því að atvinnulaust
fatlað fólk hefði samband í
síma 3834 og léti skrá sig,
svo hægt væri að kanna hver
virkileg þörf væri fyrir
verndaðan vinnustað á Suð-
urnesjum. En fátt er svo
með öllu illt, því að á þeirri
stundu er ég rita þessi orð
situr enn sem negldur við
mig viðmælandi minn,
tveggja barna faðirinn (þó
ekki í álfheimum) og hefur
allur hýrnað á brún við
minningar þess er hann
hyggst romsa úr sér. Ég
reyni vitaskuld að hafa
þetta orðrétt eftir honum:
Hún kom allt í einu yfir
mig sú hugmynd og gagn-
tók mig, að stofna fyrir-
tæki. Þetta var á föstudegi,
klukkan var langt gengin í
þrjú á nýhöfnu ári 1986.
Fyrir framan mig lágu
Víkur-fréttir, opnar við
þína grein og þar stóð þetta
svart á hvítu, ,,að fatlaðir
og þeir sem hafa notið end-
urhæfingar geti fengið styrk
úr Framkvæmdasjóði fatl-
aðra, hyggist þeir stofna sitt
eigið fyrirtæki". Ég tókst
allur á loft og hugði nú gott
til glóðarinnar. En hvernig
fyrirtæki ætti það að vera?
Ég lagði höfuðið í bleyti og
velti ýmsum áætlunum
fram og aftur í kolli mér,
þar til að endingu að ég
ákvað að ég vildi eiga og
reka gróðurhús á Fitjum.
En ekki er nóg að vita
hvernig fyrirtæki maður
hyggst stofna. Margt annað
þarf að vita, t.d. hvað allt
kostar. Og þá lá auðvitað
beinast við að hringja í Iðn-
ráðgjafann til að fá upplýs-
ingar. Ég tók upp tólið,
skyldi hann vera við, svona
seint á föstudegi? - Já, Iðn-
þróunarfélagið. Nú var
öndinni af mér létt. Ég
bauð góðan daginn, kynnti
mig og hvað ég hefði í
hyggju. - Já, verí interset-
íng. Geturðu komið hing-
að, svo við getum athug-
að málið nánar? - Núna
strax? - Já, komdu. Og enn
tókst ég allur á loft og furð-
aði mig á því hvað þetta
virtist allt vera einfalt.
Ég dreif fjögurra ára son
minn í skó (og mig vita-
skuld líka) og barnið síðan í
aftursætið og brunaði af
stað. A leiðinni niðrá
Brekkustíg hlakkaði ég til
þess að fá loksins vinnu og
verða þá meira að segja
eigin yfirmaður (í barns-
legri einfeldni minni sem
skapast hafði í hálfs annars
árs atvinnuleysi var dóm-
greind mín orðin svo
brengluð, að ég gerði vart
mun á veruleika og mögu-
leika).
Mér varð gengið inn á
skrifstofu ráðgjafans, enda
opið upp á fulla gátt. - Og
hvað var það fyrir þig,
vinur. Komdu sæll og bless-
aður, viltu blað og blýant?
Ég áttaði mig nú ekki
strax, en gerði það er syni
mínum var gengið fram, og
tók við þessum nauðsyn-
legu hlutum úr útréttri
höndinni.
Hvað segirðu, viltu
stofna gróðurhús á Fitjun-
um? - Eins konar verndað-
an vinnustað? - Já, varð
mér á orði og var upplits-
djarfur. - Nú, já, verndað-
an vinnustað, en því miður
er þar^ ekki nægilegt heitt
vatn. Ég missti andlitið, til
hvers var hann að stefna
mér hingað til að segja mér
þetta? - En hvað með allt
vatnið ofan af Velli? Ég
þrjóskaðist við. - Það er allt
endurhitað og leitt til ís-
lenskra byggða. Bíddu,
sagði hann, er ég hugðist
halda sneyptur á braut, - ég
skal leyfa þér að heyra, og
hann tók upp innansíma-
tólið.
Hjá mér er staddur
ungur maður sem langar til
að stofna ylræktarver,
verndaðan vinnustað á
Fitjum. Ég var að enda við
að segja honum að allt
vatnið væri endurhitað og
sent aftur inn á kerfið. Nú ..
nú . . . nú ... og hann lagði
á. Heyrðu, sagði þessi
dökkhærði karl og af
honum geislaði áhuginn, ég
verð að viðurkenna að sem
betur fer hef ég vaðið í villu
og svima. Svo gæti farið að
gróðurhúsið þitt yrði að
veruleika. Það rennur 50-60
stiga heitt vatn í sjóinn hjá
Fitjum og það í töluverðu
magni. Verndaður vinnu-
staður er einmitt það sem
alltof lengi hefur skort á
Suðurnesjum. Ég helli mér í
málið ... það verður fundur
á mánudaginn . . . Talaðu
við mig á þriðjudaginn.
Til að gera langt mál
styttra þá talaði ég við ráð-
gjafann á ákveðnum tíma
og fregnirnar gætu orðið
ánægjulegar fyrir fatlaða á
Suðurnesjum. Fundar-
menn tóku undir orð ráð-
gjafans og fallist var á að
stuðla að stofnun verndaðs
vinnustaðar. Það var jafn-
vel haft á orði að keypt
skyldi stórhýsi það sem nú
er í eigu Ramma hf. Kom
þar upp einhvers konar
plastvinnslu. Og hananú.
Höfundur leyfði sér að
kanna sannleiksgildi þess-
arar frásagnar, og viti
menn. Hún reyndist sönn
eftir höfð og ég vænti þess
að þeir sem málið snertir
sýni nú vilja sinn og láti
skrá sig í síma 3834, og
hananú.
Ungkarlinum var ekki
öllum lokið. Málbein hans
var liðugt og í næstu Víkur-
fréttum leiðir hann ykkur í
allan sannleika um það
hvernig hann vildi helst
leysa allan atvinnuleysis-
vanda Suðurnesjamanna.
Það tengist auðlindunum á
Reykjanesi.
Þar til í næstu viku.
Ólafur Þór Eiríksson