Víkurfréttir - 30.01.1986, Qupperneq 16
16 Fimmtudagur 30. janúar 1986
VÍKUR-fréttir
VÍKUR-fréttir - Auglýsingasími 4717
ÁRNESINGAR
Okkar árlega þorrablót veröur haldið í Safnaöarheimilinu
Innri-Njarðvík, laugardaginn 1. febrúar. Rútuferö kl. 19 frá
SBK. Miðapantanir í simum 1640, 1376 og 1046.
Árnesingafélagiö í Keflavik
t
Þökkum auösýnda samúð og vináttu við
andlát og útför móður minnar,
PETRÍNAR SIGRÚNAR JÓNSDÓTTUR
Fyrir hönd aðstandenda.
Ásthildur Herman
Hitaveita Suðurnesja
Rafmagns-
deild
Óskar eftir að ráða starfsmann til almennra
starfa í lágspennudeild.
Launakjör samkvæmt kjarasamningi
Starfsmannafélags Suðurnesjabyggða.
Umsóknareyðublöð og nánari upplýsingar
fást á skrifstofu Hitaveitu Suðurnesja,
Brekkustíg 36, Njarðvík, og skulu umsóknir
berast þangað eigi síðar en 7. febrúar 1986.
TIL SÖLU
nýleg 109 m2 íbúð að Nónvörðu 12, e.h., með
sér inngangi. Bílskúr og geymsla ca. 35 m2. -
Skipti á stærra koma til greina. - Upplýsingar í
síma 2983.
Ný línuýsa
Hrogn og lifur
flesta daga vikunnar.
Islenskir golfarar í Portúgal
Mánudaginn 27. jan. var fram haldið Meistarakeppni
B.S. í tvímenningi, en 20pörtaka þátt í því móti. Talsverð-
ar breytingar hafa orðið á skipan efstu sæta frá síðasta
spilakvöidi, en Gunnar og Birgir / Þórður halda þó enn
forystu í mótinu.
Að 9 umferðum loknum er staða efstu para þessi:
stig
1. Gunnar Guðbjörnsson - Birgir Sch. / Þórður Kr. 68
2. Sumarliði Lárusson - Sigurbjörn Jónsson ..... 41
3. Haraldur Brynjólfsson - Gunnar Sigurjónsson .. 33
4. Björn Blöndal - Skafti Þórisson.............. 31
5. Sigurður Steindórsson - Jón Jóhannsson ...... 25
6. Magnús Magnússon - Sigurjón Jónsson ......... 24
Næstu 5 umferðir verða spilaðar mánudaginn 3. febrúar
og hefst spilamennskan kl. 20 í Grófinni. - þk.
^Skák
Keflavíkurmótið í skák
1985 var haldið í byrjun
desember sl.
Sigurvegari varð Bjarni
Guðlaugur Jónsson, sem
sigraði alla andstæðinga
sína og fékk 5 vinninga.
Annar varð Þórir Hrafn-
kelsson með 4 vinninga og
Einar Guðmundsson með 3
vinninga.
Jólahraðskák-mótið var
haldið sunnudaginn milli
jóla og nýárs. Sigurvegari
varð Björgvin Jónsson með
17 vinninga, Gísli R. ísleifs-
spn með 15 vinninga,
Olafur Ingason með 11
vinninga og Pálmar Breið-
fjörð 10. Aðrir fengu
minna.
,,Við gerum okkur
ekki stórar vonir um að
koma heim sem heims-
frægir golfarar, en mun-
um hins vegar reyna að
auka hróður Islands á
golfsviðinu“, sögðu þeir
Jóhann Benediktsson,
Pétur Antonsson og
Gunnar Sólnes léttir í
bragði, er þeir munduðu
golfkylfurnar í snjónum
fyrir myndatökuna.
Þeir félagar héldu til
London á miðvikudag í
síðustu viku og þar ætl-
uðu þeir að hitta
skoskan atvinnugolf-
leikara, Iain K. Naylor
að nafni. Þeir fjórmenn-
ingar héldu svo til
Portúgal á sunnudag til
að leika í „Pro-am“-
golfkeppni, sem er
keppni 4ra liða, með ein-
um atvinnumanni og
þremur áhugamönn-
um.
Kepnnin hófst á
þriðjudag og höfðu þátt-
takendur tvo^ æfinga-
daga áður. íslending-
arnir sem alla jafna leika
ekki golf á þessum árs-
tíma, æfðu sveifluna í
London með atvinnu-
manninum áður en þeir
flugu til Portúgal, - „til
stilla liðið saman“, sagði
Jóhann, sem er farar-
stjóri liðsins.
Keppnin stendur yfir í
3 daga og er á hinum
fræga velli, Penina.
Leiknar eru 54 holur
með forgjöf auk sér-
keppni hjá atvinnu-
mönnunum.
Meðfylgjandi mynd
var tekin af þeim félög-
um er þeir tóku léttar
sveiflur úti í garði hjá
Jóhanni á Smáratúninu
í Keflavík. Jóhann
Benediktsson mun
halda uppi heiðri okkar
Suðurnesjamanna þar
ytra, en þeir Pétur og
Gunnar þeirra Akur-
eyringa, en þeir eru
báðir búsettir þar. Þó er
Pétur mörgum Suður-
nesjamanninum kunn-
ur, því hann bjó í
Grindavík um árabil.
pket.
Gunnar Sólnes, Pétur Antonsson og Jóhann Benediktsson munda kylfurnar í snjónum.
rti'sU