Morgunblaðið - 02.11.2015, Blaðsíða 8

Morgunblaðið - 02.11.2015, Blaðsíða 8
8 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 2. NÓVEMBER 2015 Z-Brautir og gluggatjöld Faxafeni 14 - 108 Reykjavík - S. 525 8200 - z.is - mán-föst 10-18 - lau 11-15 Allt fyrir gluggana á einum stað Mælum, sérsmíðum og setjum upp Stjórnendur og starfsmenn Rík-isútvarpsins eru í mjög óvenju- legri stöðu miðað við stjórnendur og starfsmenn annarra ríkisstofn- ana. Þeir ráða sjálfir yfir einum sterkasta fjölmiðli landsins og þegar störf þeirra eru gagnrýnd beita þeir miðlinum í eigin þágu til að koma sinni hlið málsins tryggilega á framfæri.    Nýjasta dæmið um þessa mis-notkun er umfjöllun um skýrslu nefndar um Ríkisútvarpið, en stjórnendur og starfsmenn stofnunarinnar hafa snúist harka- lega til varnar sjálfum sér í miðl- inum.    Varnarræðurnar byrjuðu jafnveláður en skýrslan var kynnt, sem sýnir vel hversu langt menn ganga.    Og til að minnka möguleikaskýrsluhöfunda og annarra til að kynna sér og tjá sig um rekstur stofnunarinnar er gripið til þess ráðs að mega ekki ræða um alla þætti rekstrarins þar sem Ríkis- útvarpið sé með skráð skuldabréf í kauphöll.    Stjórnendur Ríkisútvarpsinsreyna nú að knýja fram hækk- un á útvarpsgjaldinu frá því sem ákveðið hafði verið, en að óbreyttu mun það lækka nokkuð á næsta ári.    Vissulega er auðveldara að mis-nota stofnunina til að halda úti áróðri um að engu megi breyta í starfseminni en að vinna að umbót- um. Því fer þó fjarri að það þýði að láta eigi undan stöðugum kröfum Ríkisútvarpsins á hendur skatt- greiðendum. Ekki má láta undan stöðugum kröfum STAKSTEINAR Veður víða um heim 1.11., kl. 18.00 Reykjavík 7 skýjað Bolungarvík 4 alskýjað Akureyri 2 skýjað Nuuk -2 skýjað Þórshöfn 11 skúrir Ósló 8 heiðskírt Kaupmannahöfn 11 skýjað Stokkhólmur 10 léttskýjað Helsinki 10 skýjað Lúxemborg 8 þoka Brussel 15 heiðskírt Dublin 12 þoka Glasgow 13 upplýsingar bárust ekki London 10 skýjað París 17 heiðskírt Amsterdam 11 léttskýjað Hamborg 8 þoka Berlín 12 heiðskírt Vín 11 léttskýjað Moskva 7 heiðskírt Algarve 17 skýjað Madríd 18 léttskýjað Barcelona 17 léttskýjað Mallorca 21 léttskýjað Róm 17 heiðskírt Aþena 13 skýjað Winnipeg 5 alskýjað Montreal 7 alskýjað New York 15 alskýjað Chicago 13 léttskýjað Orlando 28 skýjað Hægt er að lýsa skoðun á ritstjórnar- greinum Morgunblaðsins á slóðinni http://mbl.is/mogginn/leidarar/ VEÐUR KL. 12 Í DAG 2. nóvember Sólarupprás Sólsetur REYKJAVÍK 9:14 17:10 ÍSAFJÖRÐUR 9:32 17:02 SIGLUFJÖRÐUR 9:15 16:44 DJÚPIVOGUR 8:47 16:36 Halarófa af fullhlöðnum timburbílum er óvenjuleg sjón í augum Íslendinga. Halarófan stafar af því, að mikil grisjun hefur átt sér stað í skógum á Norður- landi síðustu daga og vikur. Grisjunarviðurinn er fluttur til járnblendiverksmiðju Elkem á Grundar- tanga. Samtals hafa um og yfir 1.500 rúmmetrar af skógum verið grisjaðir. Hátt í 40 ferðir þarf að fara með fulllestaða bíla til að koma öllu timbrinu til Grundartanga. Á vef Skógræktar ríkisins er haft eftir Rúnari Ís- leifssyni, skógarverði, að í Þórðarstaðaskógi hafi verið grisjaðir um 370 rúmmetrar af stafafuru, síberíulerki og rauðgreni. Í Sigríðarstaðaskógi var nánast eingöngu grisjuð stafafura sem gaf um 200 rúmmetra og úr Vaglaskógi komu 280 rúmmetrar með grisjun stafafuru og lerkis ásamt svolitlu af rauðgreni. Þá var einnig grisjað töluvert á Vöglum á Þelamörk, þar sem fengust 340 rúmmetrar, að- allega af stafafuru en einnig lerki og örlítið af ösp. Auk skóga Skógræktar ríkisins var vélgrisjað í skógum skógarbænda. Yngsti reiturinn sem var grisjaður er á Vöglum í Þelamörk þar sem gróðursett var árið 1982. Annars voru reitirnir frá árabilinu 1960-1970. isb@mbl.is Fara 40 ferðir fullhlaðnir timbri  Mikil grisjun í norð- lenskum skógum Ljósmynd/Pétur Halldórsson Flutningar Timbrið er flutt til járnblendiverk- smiðju Elkem á Grundartanga á timburbílum. Rjúpnaskyttur norðanlands fengu tvo góða daga til að veiða í jólamat- inn þessa helgina. Þeir veiðimenn sem Morgunblaðið náði tali af höfðu náð frá 10-23 rjúpum. Illa viðraði til veiða í gær með rigningu og töluverðum vindi. Mest veiddist í Búrfellshrauni en þar rákust skytt- ur á nokkrar kindur og létu bænd- ur vita. Voru mývetnskir bændur ákaflega þakklátir fyrir og hvöttu veiðimenn um allt land til að gera slíkt hið sama. Annars staðar á landinu var ágætisveiði og flestar skyttur náðu einhverjum fuglum þó að þeir væru ekki margir. Hlýindin hafa ekki verið að auka veiðina. Á Austur- landi heyrðist af skyttum með 5-7 rjúpur eftir helgina en einnig af skyttum sem höfðu mun meira. Fáir héldu til veiða á Suðurlandinu en þó var ein skytta sem sá 5 ljónstyggar rjúpur á Skjaldbreið. Tvær rjúpna- veiðihelgar eru eftir. Góð veiði norðanlands Morgunblaðið/Golli Gengið Rjúpnaveiðitímabilið er nú hálfnað en tvær helgar eru eftir.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.