Morgunblaðið - 02.11.2015, Blaðsíða 13

Morgunblaðið - 02.11.2015, Blaðsíða 13
FRÉTTIR 13Innlent MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 2. NÓVEMBER 2015 Nemendur Árskóla á Sauðárkróki gáfu nýverið Heilbrigðisstofnun Norðurlands á Sauðárkróki 435 þúsund krónur. Um var að ræða fjármuni sem söfnuðust í lok þema- daga þegar skólinn var opinn gest- um og gangandi. Þar sýndu nemendur afrakstur þemadaganna og seldu veitingar og ýmsar vörur sem þeir höfðu búið til. Á vef Árskóla segir að opna hús- ið hafi heppnast mjög vel og fjöldi manns heimsótt skólann. Söfnunarféð var afhent með við- höfn í íþróttahúsinu. Fulltrúar 10. bekkjar, Alexandra Ósk og Róbert Smári, sögðu nemendur finna fyrir miklum velvilja þegar þeir væru að ganga í hús eða fyrirtæki að safna fyrir einhverju. Með þessari söfnun vildu nemendur skila örlitlu til baka til samfélagsins. Stjórnendur heilbrigðisstofnun- arinnar veittu gjöfinni viðtöku og þökkuðu fyrir hana. Örn Ragn- arsson yfirlæknir sagði féð koma sér vel og yrði notað til kaupa á nýju sónartæki fyrir stofnunina. Ljósmynd/Árskóli Söfnun Nemendur Árskóla afhenda heilbrigðisstofnuninni stóra ávísun. Gáfu sjúkrahúsinu 435 þúsund krónur  Söfnuðu í lok þemadaga Árskóla Björn Jóhann Björnsson bjb@mbl.is Aldrei áður hefur hlutfall fyrstu og annarar kynslóðar innflytjenda verið jafn hátt hér á landi, eða 10% um síð- ustu áramót, samkvæmt tölum Hag- stofunnar. Um síðustu áramót voru 29.192 innflytjendur á Íslandi, eða 8,9% mannfjöldans. Það er fjölgun frá árinu áður þegar þeir voru 27.445 talsins, eða 8,4%. Sama hlutfall var 8% árið 2012. Annarri kynslóð innflytjenda fjölg- aði einnig á milli ára, voru 3.534 í fyrra en 3.846 nú. Einstaklingum með erlendan bak- grunn, öðrum en innflytjendum, fjölgaði einnig lítillega milli ára, voru 6,6% um síðustu áramót en 6,5% árinu áður. 37% innflytjenda Pólverjar Eins og síðustu ár eru Pólverjar langfjölmennasti hópur innflytj-enda hér á landi. Hinn 1. janúar sl. voru 10.933 einstaklingar upprunnir frá Póllandi eða 37,5% allra innflytjenda. Þar á eftir koma innflytjendur frá Litháen (5,1%) og Filippseyjum (5,0%). Pólskir karlar eru 41,2% allra karlkyns innflytjenda eða 5.819 af 14.134. Litháískir karlar eru næst- fjölmennastir (5,1%) og síðan karlar með uppruna frá Bretlandi (3,6%). Pólskar konur eru 34,0% kvenkyns innflytjenda og næst á eftir þeim eru konur frá Filippseyjum (6,5%), þá konur frá Þýskalandi og Taílandi (5,1%). Um síðustu áramót bjuggu 21.857 fyrstu og annarrar kynslóðar inn- flytjendur á höfuðborgarsvæðinu eða 66,2% allra innflytjenda á land-inu. Skipt eftir einstökum landshlutum hafa hlutfallslega flestir innflytjendur verið á Vestfjörðum. Á því hefur ekki orðið breyting. Þar var hlutfallið um síðustu áramót 15,4% af fyrstu og annarar kynslóðar innflytjendum. Næsthæst er hlutfallið á Suð- urnesjunum þar sem 14,5% mann- fjöldans eru innflytjendur eða börn þeirra. Lægst er hlutfallið á Norður- landi vestra, en þar eru 5,1% mann- fjöldans innflytjendur eða börn þeirra. Í fyrra fengu 595 einstaklingar ís- lenskan ríkisborgararétt og er það sami fjöldi og árið áður þegar 597 fengu íslenskt ríkisfang. Af þeim 595 sem fengu íslenskt ríkisfang höfðu langflestir verið með ríkisfang frá Póllandi, eða 149, og næstflestir með ríkisfang frá Filippseyjum (52). Innflytjendum heldur áfram að fjölga Mannfjöldi eftir bakgrunni 1996–2015 Heimild: Hagstofa Íslands 100% 90% 80% 70% 60% 50% 40% 30% 20% 10% 0% 1996 2015 Enginn erlendur bakgrunnur Erlendur bakgrunnurInnflytjendur, fyrsta og önnur kynslóð Í skilgreiningu Hagstofunnar er innflytjandi einstaklingur sem er fæddur erlendis og á foreldra sem einnig eru fæddir erlendis, svo og báðir afar hans og báðar ömmur. Önnur kynslóð innflytj- enda eru einstaklingar sem fæddir eru á Íslandi og eiga for- eldra sem báðir eru innflytj- endur. Fólk er talið hafa erlend- an bakgrunn ef annað foreldrið er erlent. Hver er skil- greiningin? HAGSTOFAN Breyttu heimilinu með gluggatjöldum frá okkur Suðurlandsbraut 6 sími 553 9990 nutima@nutima.is www.nutima.is Leit Íslenskrar getspár að millj- ónamæringi stendur enn yfir. Vinn- ingsmiði var dreginn út í lottóinu laugardaginn 24. október sl. Sá sem hafði heppnina með sér vann 22,5 milljónir króna. Stefán Konráðsson, framkvæmda- stjóri Íslenskrar getspár, segir mið- ann ekki hafa verið keyptan með greiðslukorti, en þá væri hægt að sjá hver keypti miðann og hvenær. Var hann keyptur í N1 í Ártúnsbrekku. „Þá myndum við vita hver vinn- ingshafinn er og gætum fundið við- komandi. Í þessu tilfelli hefur hann greinilega keypt miðann með pen- ingum og þess vegna höfum við enga hugmynd um hver vinningshafinn er. Það er okkar hagur að þessir vinningar fari út og þess vegna aug- lýstum við eftir vinningshafanum. Það er okkar reynsla að þá vakna sumir sem hafa keypt miða, líta í veskið sitt og skoða miðana sína nánar,“ segir Stefán. Vinningshaf- anum liggur þó ekkert sérstaklega á því vinningurinn fyrnist ekki fyrr en eftir eitt ár. isb@mbl.is Tugmilljóna vinn- ings ekki enn vitjað

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.