Morgunblaðið - 02.11.2015, Síða 14

Morgunblaðið - 02.11.2015, Síða 14
14 FRÉTTIRViðskipti | Atvinnulíf MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 2. NÓVEMBER 2015 56 10 000 TAXI BSR Góð þjónusta yfir 90 ár Könnun sem framkvæmd var af Adobe Digital Index (ADI) bendir til þess að netverslun í kringum þakkar- gjörðarhátíðina vestanhafs muni aukast mikið í ár. Reiknar ADI með því að netverslun í kringum hátíðina muni aukast um 16,6% miðað við síð- asta ár. Þá mun vaxandi hluti banda- rískra neytenda nota snjallsímann við kaupin. Er reiknað með að um 29% af netverslun yfir þakkargjörðarhelgina fari fram í gegnum snjallsíma, en að 51% af heimsóknum á vefsíður net- verslana verði í gegnum snjallsíma. Greinir MarketWatch frá því að vaxandi vægi snjallsíma í netverslun megi að hluta skýra með því að snjall- símarnir hafa þróast í þá átt að vera með stærri skjá sem auðveldar neyt- endum að skoða vörur og ganga frá kaupunum. Um jólin áætlar ADI að 52% heim- sókna á vefsíður netverslana verði í gegnum snjallsíma og að 30% af allri sölu fari fram í gegnum snjallsíma. ai@mbl.is Von á miklum vexti í netverslun  Snjallsímar leika stærra hlutverk AFP Flatarmál Stærri skjár á símum eru taldir eiga þátt í þróuninni. Kínversk stjórnvöld birtu á laugar- dag innkaupastjóravísitölu fyrir októbermánuð. Mældist vísitalan 49,8 í mánuðinum. Innkaupastjóra- vísitalan er þannig reiknuð að gildi undir 50 jafngildir samdrætti á meðan gildi yfir 50 eru til marks um aukningu á milli tímabila. Sama gildi mældist í september og var október þriðji mánuðurinn í röð sem innkaupastjóravísitalan sýndi samdrátt. Financial Times greinir frá því að iðnfyrirtæki í Kína hafi verið einn helsti drifkrafturinn að baki efna- hagsvexti þar í landi. Þá hafi minnkandi eftirspurn kínverskra framleiðslufyrirtækja eftir hrávöru haft áhrif á hrávörumarkaði á heimsvísu. Samdrátturinn undanfarna mán- uði þykir til marks um að framhald verði á þeim samdrætti sem orðið hefur í vexti kínversks efnahagslífs síðustu misserin, en of snemmt er að segja til um hvort þróunin hafi náð botni. Að sögn FT hafa leiðtogar kín- verska kommúnistaflokksins lýst yfir vilja sínum til að gera umbætur sem miði að því að gera hagkerfið minna háð fjárfestingum í þunga- iðnaði og gefa nýsköpun og neyslu aukið vægi. ai@mbl.is Samdráttur hjá verksmiðjum í Kína  Innkaupastjóravísitalan mælist 49,8 AFP Eftirspurn Starfsmenn önnum kafnir við að sauma bangsa í Kína. Þrátt fyrir lækkanir á föstudag var hækkun bandarískra hlutabréfa í síðasta mánuði sú mesta síðan í októ- ber 2011. S&P 500-hlutabréfavísital- an hækkaði um 8,3% í mánuðinum og Dow Jones-vísitalan styrktist um 8,5%. Mælt í stigum var hækkun Dow Jones og S&P 500 sú mesta í sögunni. Nasdaq-vísitalan endaði mánuðinn 9,4% hærri. Þessi mikla hækkun kemur í kjöl- far tveggja mánaða af lækkunum þar sem m.a. atburðir í Bandaríkjunum, Evrópu og Kína lögðust á eitt við að gera fjárfesta órólega. MarketWatch segir um hækkunina í október að hún þyki nokkuð óvenjuleg í ljósi þess að þær hagnaðartölur sem bandarísk fyrirtæki hafa birt í mánuðinum hafa ekki verið framúrskarandi, og erfitt að túlka hvert Seðlabanki Bandaríkj- anna stefnir. „Þeir sem skoða tölurn- ar vita mætavel að ástandið er ekki að batna,“ hefur MarketWatch eftir markaðsgreinanda hjá ADS Securi- ties í Abu Dhabi. Meðal þeirra fyrirtækja sem hækkuðu mest í mánuðinum voru SanDisk sem endaði mánuðinn rúm- lega 42% hærra eftir að fréttir bár- ust af því að Western Digital hygðist kaupa fyrirtækið. Wynn Resorts, sem starfrækir hótel og spilavíti í Las Vegas og Macau hækkaði um 32,6% í mánuðinum í ljósi þeirra tíð- inda að kínversk stjórnvöld hygðust taka upp vinsamlegri stefnu í efna- hagsmálum Macau. ai@mbl.is Hækkun hlutabréfa í októ- ber sú mesta í fjögur ár  Bandarísku hlutabréfavísitölurnar þrjár ruku upp AFP Leiðrétt Mánuðina tvo á undan höfðu markaðir verið á niðurleið. Eftir að hafa farið yfir stöðu fjög- urra stærstu banka Grikklands hef- ur Seðlabanki Evrópu (SBE) komist að því að bankarnir þarfnast 14,4 milljarða evra fjármögnunar ef þeir eiga að geta staðið af sér versnandi aðstæður á fjármálamörkuðum og í efnahagslífi landsins. SBE framkvæmdi álagspróf á rekstri bankanna þar sem forsend- urnar voru þær að hagkerfi Grikk- lands myndi dragast saman um 6% fram að árslokum 2017. Var útkom- an sú að Piraeus Bank skortir 4,9 milljarða evra, NBG vantar 4,6 milljarða, Alpha Bank 2,7 milljarða og Eurobank vanhagar um 2,1 millj- arða evra. Í umfjöllun Financial Times um málið kemur fram að álagsprófið hafi þótt nokkuð strembið. FT hefur eftir ónafngreindum fjárfestinga- bankaráðgjafa að 14,4 milljarðar evra séu „stór upphæð“ fyrir bank- ana að afla nema þeir fái frekari framlög úr björgunaráætlun ESB. Hlutabréf grísku bankanna fjög- urra hafa lækkað um 95% á und- anförnum fimm árum og er sam- anlagt markaðsvirði þeirra í dag 5 milljarðar evra. Bankarnir hafa frest til 6. nóv- ember til að leggja fram áætlanir um hvernig þeir hyggjast afla þess fjármagns sem SBE telur að vanti. Þegar þykir ljóst að NBG hyggist brúa bilið að hluta með sölu tyrk- neska bankans Finansbank. Hafa áhugasamir aðilar viljað kaupa tyrk- neska bankann á um 3 milljarða evra. FT segir fjárfesta hafa af því áhyggjur að grísk stjórnvöld noti tækifærið sem gefst með endurfjár- mögnun bankanna til að auka enn frekar ítök sín í gríska bankageir- anum. FT hefur eftir fjárfestinum Wilbur Ross, sem á stóran hlut í Eurobank, að „í ljósi þeirra sveiflna sem einkenna grískt stjórnmálalíf þá séu fjárfestar ekki hrifnir af því að leggja aukið hlutafé í banka sem hafa í reynd verið þjóðnýttir“. ai@mbl.is AFP Kröfur Til að standast álagsprófið þurfa stærstu bankar Grikklands að afla á bilinu 2,1 til 4,9 milljarða evra. Mario Draghi, aðalseðlabankastjóri SBE. Grísku bankana skortir fjármagn  Féllu á álagsprófi Seðlabanka Evrópu

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.