Morgunblaðið - 02.11.2015, Side 23
1996. Á öðru ári í MH fór Ófeigur sem
skiptinemi til Suður-Ameríku og lenti í
Patagóníu, syðst í Argentínu, skammt
frá Eldlandi: „Þar var ég í eitt ár í
góðu yfirlæti, lenti í miklum ævintýr-
um og held enn sambandi við vini þar
og fósturfjölskylduna.“
En hvenær kynntistu skáldagyðj-
unni, Ófeigur?
„Ég orti fyrsta ljóðið á unglingsár-
unum og fékk þá á tilfinninguna að ég
þyrfti að yrkja og skrifa. En ég var
líka að hugsa um að verða myndlist-
armaður. Ég var í íslenskunámi við
HÍ í einn vetur til að kynna mér ís-
lenskar nútíma- og miðaldabók-
menntir en fór síðan til Kaupmanna-
hafnar og stundaði veturinn 1998-99
nám í myndlist við Billedskolen, sem
er nokkurs konar forskóli fyrir Kon-
unglegu listaakademíuna. Þangað
stefndi ég. En „huldukonan kallar“ og
skáldskapurinn varð yfirsterkari. Ég
hélt því heim og lauk BA-prófi í heim-
speki í því skyni að kynna mér vest-
ræna hugmyndasögu. Það er góður
grunnur fyrir rithöfund og kennar-
arnir voru frábærir, s.s. Þorsteinn
Gylfason, Arnór Hannibalsson, Mikael
Karlsson og Sigríður Þorgeirsdóttir,
frænka mín.“
Ljóð og skáldsögur
Ófeigur hefur sent frá sér eftirfar-
andi ljóðabækur: Skál fyrir skamm-
deginu, 2001; Handlöngun, 2003; Roði,
2006; Tvítólaveislan, 2008, og Pro-
vence í endursýningu, 2008, Biscayne
Blvd, 2009, Kviðlingar, 2013.
Skáldsögur Ófeigs eru Áferð, 2005;
Jón, 2010; Landvættir, 2012, og Öræfi,
2014.
Ófeigur fékk Bókmenntaverðlaun
Evrópusambandsins árið 2011 fyrir
skáldsöguna Jón, Bóksalaverðlaunin
árið 2014 fyrir Öræfi og auk þess Ís-
lensku bókmenntaverðlaunin 2015
fyrir Öræfi.
Einhver áhugamál, Ófeigur?
„Bókmenntir eru eina áhugamálið.
Ég er afar einhæfur – og þó – ég hef
líka svolítinn áhuga á gömlum pumpu-
orgelum – á nokkur slík og er að
kenna sjálfum mér að spila á þau. Ég
er að vísu ekki byrjaður að spila Bach
en reyni að leika einfaldari kirkju-
tónlist og reyndar hvað sem er. Þetta
geri ég nú bara til að dreifa huganum.“
„Svo má geta þess að við göngum
töluvert, ég og Schäefer-hundurinn
minn, hann Kolur. Við höfum gengið á
fjöll en erum ekki síður ánægðir með
að hjala við vindinn og ganga stefnu-
laust úti í víðáttunni.“
En einhver félagsstörf?
„Nei. Ég hef aldrei verið í neinni
nefnd, er ófélagslyndur og hópfælinn -
vil helst eiga samskipti við fólk sem
maður á mann.“
Fjölskylda
Alsystkini Ófeigs eru Þóra Sif Sig-
urðardóttir, f. 24.12. 1969, íþróttafræð-
ingur í Reykjavík, og Geirmundur Sig-
urðsson, f. 5.4. 1973, ljósmyndari og
bókbindari í Antwerpen.
Hálfbróðir Ófeigs, samfeðra, er
Hjörtur Sigurðsson, f. 6.10. 1987, við-
skiptastjóri í Reykjavík.
Foreldrar Ófeigs eru Sigurður
Geirmundsson, f. 18.12. 1948, húsa-
smíðameistari í Reykjavík, og Ágústa
Pálína Klein, f. 3.6. 1948, setjari og
fjarritari í Reykjavík.
Úr frændgarði Ófeigs Sigurðssonar
Ófeigur
Sigurðsson
Ágústa Pálína Færseth
húsfr. og verkak. á Siglufirði
Einar Andreas Færseth
verkam. á Siglufirði
Þóra Lilja Klein
húsfr. í Rvík
Carl Georg Klein
kjötiðnaðarm. og
verslunarm. í Rvík
Ágústa Pálína Klein
setjari og fjarritari í Rvík
Elín Þorláksdóttir
húsfr. í Rvík
Johannes Carl Klein
kaupm. á Baldurs-
götu 14 í Reykjavík
Páll Sigurðsson
skrifstofum. í Rvík
Þorsteinn Pálsson fyrrv.
forsætisráðherra
Dagur Sigurðsson handbolta-
þjálfari í Þýskalandi
Sigurveig Jónsdóttir
húsfr. í Rvík
Ófeigur Eyjólfsson
sjóm. í RvíkAnna Fanney
Ófeigsdóttir
hattasaumari
í Rvík
Geirmundur Sigurðsson
rennismiður í Rvík
Sigurður Geirmundsson
húsasmíðam. í Rvík Sigríður Ólafsdóttir
húsfr. á Eyrarbakka
Kjartan Lárusson fyrrv. forstj.
Ferðaskrifstofu Íslands
Ragnheiður Lárusd.
fyrrv. verslunarm.
Lárus
Blöndal
bóksali
Kristín Guðmundsd.
húsfr. á Selfossi
Kristjana
Guðmunds-
dóttir húsfr.
á Selfossi
Hallgrímur Gísli Færseth skip-
stj. og útgerðarm. í Keflavík
Andreas K. Færseth forstj.
Netaverkstæðis Suðurnesja
Óli Færseth forstj. Neta-
verkstæðis Suðurnesja
Sigríður Ragna
Sigurðard. fyrrv.
yfirm. barnaefnis
hjá Sjónvarpinu
Guðmundur Pétur Arnolds-
son rafv. á Selfossi
Olga Færseth
knattspyrnukona
Elín Arnoldsdóttir fyrrv.
starfsm. Árborgar á Selfossi
Óskar Færseth fyrrv. knattspyrnum.
og kaupm. í Keflavík
Hrefna Þorbjörg
Hákonard. fyrrv.
Norðurlanda- og
Evrópumeistari í
hópfimleikum
Einar Guðmundss.
skólastj. á Selfossi
og þjálfari unglinga-
landsliðsins í
handbolta
Kristjana Stefánsd.
djasssöngkona Guðmundur
Guðmundss.
kaupfélagsstj.
á Eyrarbakka
Sigurður Gísli Guðmundsson
bóksali og bankam. á Eyrarbakka
ÍSLENDINGAR 23
MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 2. NÓVEMBER 2015
85 ára
Ásgeir Gunnarsson
Ásthildur G. Steinsen
Hanna Hafdís
Guðmundsdóttir
Hildur Friðjónsdóttir
Hólmfríður Sigurðardóttir
80 ára
Ásta B. Karlsdóttir
Rafn Vigfússon
Vera Tómasdóttir
75 ára
Erling Þór Þorsteinsson
Gerður Sigurðardóttir
Halldóra Gunnarsdóttir
70 ára
Erla Hallgrímsdóttir
Friðbjörn Björnsson
Hrafn Óskar Oddsson
Tómas Guðjónsson
Þórdís Guðmundsdóttir
60 ára
Birna Stefnisdóttir
Bryndís Sumarliðadóttir
Elín Björg Valdórsdóttir
Erla Björk S Steinarsdóttir
Guðný Guðnadóttir
Guðrún Fjeldsted
Hjartardóttir
Halldís Hallsdóttir
Hilmar Teitsson
Ragnar G. Guðmundsson
Rósa Sigríður
Sigurðardóttir
Rúnar Þór Gylfason
Þór Sigurjónsson
50 ára
Ágúst Þorbjörn
Þorbjörnsson
Ásgrímur Sigurjónsson
Elín Þuríður
Guðmundsdóttir
Ingibjörg Jónasdóttir
Linda Húmdís
Hafsteinsdóttir
Sor Norelia Calderon
Gonzalez
40 ára
Emil Koylazov
Eyjólfur Bjartur Eyjólfsson
Guðrún Dagný Pétursdóttir
Guðrún Þóra
Guðmundsdóttir
Magnús Bragi Magnússon
Sif Svavarsdóttir
Svanhvít Edda Johnsen
30 ára
Angella Evelyn Adong Ojara
Gunnhildur Kjartansdóttir
Lovísa Sha Mi
Marlena Rzepnicka
Neenu Paulose
Rut Skúladóttir
Sigurður Örn Karlsson
Þorgeir Ragnarsson
Til hamingju með daginn
40 ára Hafrún kennir
textílmennt í Rimaskóla
og er nemi í M.Ed.
Maki: Sigurður Einar
Guðbrandsson, f. 1972,
smiður.
Börn: Hafsteinn Vilbergs,
f. 2000, Heiðmar Máni, f.
2003, og Álfheiður Amý,
f. 2007.
Foreldrar: Hansína Kol-
brún Jónsdóttir, f. 1950,
Hafsteinn Vilbergs, f.
1944, d. 1975, og Gunnar
Már Gíslason, f. 1944.
Hafrún Ásta
Hafsteinsdóttir
40 ára Ívar er Hafnfirð-
ingur en býr í Kópavogi og
er netstjóri hjá Reikni-
stofu bankanna.
Maki: María Dögg
Tryggvadóttir, f. 1975, við-
skiptafræðingur hjá
Actavis.
Börn: Kári Jökull, f. 2010,
og Fjóla Snædís, f. 2015.
Foreldrar: Þórólfur Krist-
jánsson, f. 1947, og Val-
borg Stefánsdóttir, f.
1950. Þau eru búsett í
Hveragerði.
Ívar
Þórólfsson
30 ára Margrét er Hafn-
firðingur og er viðskipta-
fræðingur hjá Grant
Thornton endurskoðun
ehf.
Maki: Þengill Ólafsson, f.
1975, sölumaður hjá
Öryggismiðstöðinni.
Sonur: Garðar, f. 2013.
Foreldrar: Garðar Flygen-
ring, f. 1955, umsjónar-
maður eigna hjá IKEA, bú-
settur í Hafnarfirði, og
Ólöf Svavarsdóttir, f.
1955, d. 2004, sjúkraliði.
Margrét Ýr
Flygenring
Heather Rosemary Philp hefur varið
doktorsritgerð sína í líffræði við Líf-
og umhverfisvísindadeild Háskóla Ís-
lands. Heiti ritgerðarinnar er: Leiðir til
að auka verðmæti humars (Nephrops
norvegicus) úr sjó með líffræðilegum
aðferðum (Using biology to improve
the value of the Icelandic lobster
(Nephrops norvegicus) fishery).
Andmælendur eru dr. Elena Mente,
prófessor við Háskólann í Þessalóníku,
Grikklandi, og dr. Sigurjón Arason,
prófessor við Matvæla- og næringar-
fræðideild Háskóla Íslands.
Leiðbeinandi var dr. Guðrún Mar-
teinsdóttir, prófessor við Líf- og um-
hverfisvísindadeild Háskóla Íslands,
en auk hennar skipuðu doktorsnefnd
dr. Amaya Albalat, prófessor við Uni-
versity of Sterling, Skotlandi, og dr.
Douglas Neil, prófessor við University
of Glasgow, Skotlandi.
Í þessu doktorsverkefni er fjallað
um leiðir til að auka verðmæti humars
á Íslandsmiðum á vistvænan hátt, án
þess að auka veiðiálag. Í fyrsta hluta
verkefnisins var reynt að auka skilning
á grunn líffræðilegum atriðum í lífs-
ferli krabbadýra, þ.e. hamskiptaferlinu
sjálfu. Því næst var reynt að meta til-
komu skemmda sem myndast á ytri
stoðgrind og tapi á útlimum frá því að
humarinn var veiddur og þar til honum
var pakkað í frystiöskjur. Í þriðja hluta
verkefnisins voru skoðaðar leiðir til að
flytja humar lifandi á markað. Humar
er allt að þrisvar sinnum dýrari lifandi
en frystur. Að lokum var fjallað um
leiðir til að auka tekjur með því að
nýta aukaafurðir sem áður var fargað.
Meginniðurstöður sýndu að hægt er
að auka verðmæti humars úr sjó með
leiðum er tengjast meðferð á afla,
löndun og flutningi á markað.
Heather Philp
Heather Rosemary Philp er fædd 1976 á eynni Skye í Skotlandi. Hún útskrifaðist
með meistaragráðu í líffræði frá University of Aberdeen 2006, en var einnig áður
stjórnandi í humarvinnslufyrirtæki fjölskyldu sinnar, og hóf doktorsnám við Há-
skóla Íslands 2007. Rannsókn Heather var unnin við Þekkingarsetur Vestmanna-
eyja og Vinnslustöðina í Vestmannaeyjum og naut hún styrks úr AVS rannsókna-
sjóði í sjávarútvegi. Heather á eiginmann og tvö börn.
Doktor
Allir þeir sem senda blaðinumynd af nýjum borgara eðamynd af brúðhjónum fá fría áskrift
að Morgunblaðinu í einnmánuð.
Hægt er að sendamynd og texta af slóðinnimbl.is/islendingar eða á islendingar@mbl.is
Börn og brúðhjón
JólablaðMorgunblaðisins kemur út
fimmtudaginn 19. nóvember
Fullt af spennandi
efni fyrir alla aldurshópa
PÖNTUN AUGLÝSINGA:
til kl. 12 mánudaginn
16. nóvember.
NÁNARI UPPLÝSINGAR GEFUR:
Katrín Theódórsdóttir
Sími: 569 1105 kata@mbl.is