Morgunblaðið - 02.11.2015, Síða 32
MÁNUDAGUR 2. NÓVEMBER 306. DAGUR ÁRSINS 2015
VEÐUR » 8 www.mbl.is
5 6 9 1 1 0 0
Ritstjórn: ritstjorn@mbl.is
Auglýsingar: augl@mbl.is
Áskrift: askrift@mbl.is | sími 5691100
mbl.is: netfrett@mbl.is
Í LAUSASÖLU 488 ÁSKRIFT 5295 HELGARÁSKRIFT 3307 PDF Á MBL.IS 4696 I-PAD ÁSKRIFT 4696
1. Eins og rosalega stórt frekjukast
2. Kvenhetja kveður hlutverkið
3. Gert að senda Airbus í skoðun
4. Dómari fær sjaldgæft hrós
»MEST LESIÐ Á mbl.is
FÓLK Í FRÉTTUM
Dr. Matt Brennan, kennari við Edin-
borgarháskóla og einn helsti dægur-
tónlistarfræðingur Bretlands, mun
fjalla um þau fræði í málstofu sem
haldin verður í stofu 102 í Gimli í Há-
skóla Íslands á morgun kl. 16.30. Er-
indi hans ber yfirskriftina What is Po-
pular Music Studies? þ.e. Hvað eru
dægurtónlistarfræði? Brennan hefur
starfar náið með hinum þekkta pró-
fessor Simon Frith sem átti stóran
þátt í að standsetja fræðin á ofan-
verðum áttunda áratugnum, að því er
segir á vef HÍ.
Arnar Eggert Thoroddsen, doktors-
nemi í dægurtónlistarfræðum við Ed-
inborgarháskóla og stundakennari
við félagsvísindasvið, stýrir málstof-
unni.
Fjallað um dægur-
tónlistarfræði
Stórsveit Reykjavíkur heldur tón-
leika í Kaldalóni í Hörpu í kvöld kl. 20
í tilefni af útgáfu plötunnar Innri. Á
henni leikur sveitin verk Jóels Páls-
sonar í útsetningum Kjartans Valde-
marssonar. Jóel og Kjartan hafa verið
meðlimir sveitarinnar um árabil. Plöt-
ur Jóels hafa hlotið fjölda verðlauna
en þetta er í fyrsta sinn sem verk
hans eru hljóðrituð
af stórsveit. „Stór-
sveit Reykjavíkur
hefur það sem eitt
af sínum megin-
markmiðum að
flytja nýja íslenska
tónlist og þessir tón-
leikar falla sann-
arlega undir
það,“ segir í
tilkynningu.
Stórsveit Reykjavík-
ur leikur lög af Innri
Á þriðjudag Suðvestan 5-10 m/s og skúrir eða él, en bjartviðri
norðaustan- og austanlands. Hiti 1 til 5 stig yfir daginn.
Á miðvikudag Suðlæg átt 3-8 m/s og dálitlar skúrir eða él sunn-
an- og vestantil, en léttskýjað á N- og A-landi. Hiti breytist lítið.
SPÁ KL. 12.00 Í DAG Léttir til á norðaustanverðu landinu. Hiti 3 til
9 stig, en heldur svalara í kvöld.
VEÐUR
„Mér finnst mörg liðanna í
deildinni vera vel mönnuð og
fyrir vikið er lítill munur á
milli efstu og neðstu liða,“
sagði Alfreð Örn Finnsson,
þjálfari Vals, spurður hvern-
ig honum þætti keppnin í Ol-
ís-deild kvenna í hand-
knattleik hafa verið
það sem af væri leiktíð-
inni en aðeins munar
sex stigum á efsta lið-
inu og því sem er í sjö-
unda sæti. »2.
Mun jafnari
keppni en áður
Handknattleiksmaðurinn Ómar Ingi
Magnússon leikur ekki með Val á nýj-
an leik fyrr en eftir áramót, m.a.
vegna álagsmeiðsla. „Það má segja
að við höfum verið búnir að ofgera
honum,“ sagði Óskar Bjarni Óskars-
son, þjálfari Vals, við Morgunblaðið
en Ómar Ingi hefur leikið alla leiki
Vals á leiktíðinni að þeim síðasta
undanskildum
eftir að
hafa
verið á
fullri
ferð í
allt sum-
ar með
unglingalands-
liðinu. »4
Ómar Ingi úr leik út árið
vegna álagsmeiðsla
„Þetta er betri árangur en ég átti von
á í upphafi tímabilsins,“ sagði Arnór
Ingvi Traustason, leikmaður Norrköp-
ing í Svíþjóð, eftir að liðið tryggði sér
um helgina meistaratitilinn þar í
landi. Arnór Ingvi og félagar skutust
þá til Malmö og gerðu sér lítið fyrir
og unnu heimamenn 0:2. Arnór Ingvi
lagði upp annað markið og skoraði
hitt. »1
Meistaratitill fór fram
úr björtustu vonum
ÍÞRÓTTIR | 8 SÍÐUR
Skannaðu
kóðann með
símanum þínum
og fylgstu með
veðrinu á
Björn Jóhann Björnsson
bjb@mbl.is
„Við þorðum ekki að ímynda okkur
þessi viðbrögð í okkar villtustu
draumum,“ segir Daníel Auðuns-
son, gítarleikari og söngvari í
hljómsveitinni Árstíðum, en upp-
taka af söng sveitarinnar á laginu
Heyr himnasmiður hefur algjörlega
slegið í gegn á Youtube. Í gær-
kvöldi var áhorfendafjöldinn ná-
kvæmlega 4 milljónir, 618 þúsund
og 492 en söngurinn var tekinn upp
fyrir tveimur árum í lestarstöð í
borginni Wuppertal í Þýskalandi.
Til samanburðar hafa 1,6 milljónir
horft á myndbandið með lagi
Bjarkar Guðmundsdóttur, Human
Behavior, frá árinu 2010.
Nótur Þorkels rjúka út
Upptakan með Árstíðum fékk
fljótt mikið áhorf og í kjölfarið tóku
að streyma fyrirspurnir til sveit-
arinnar frá kórum og tónlistar-
mönnum úr flestum heimsálfum.
Nótur með laginu, sem er eftir Þor-
kel Sigurbjörnsson við sálm Kol-
beins Tumasonar, hafa verið fáan-
legar hjá Tónverkamiðstöðinni og
þar á bæ kemur enn fjöldi beiðna
og fyrirspurna um lag Þorkels heit-
ins frá kórum og sönghópum af
ýmsu tagi. Eftir að myndbandið fór
á netið fjölgaði beiðnum erlendis
frá um nóturnar um 250% á síðasta
ári!
Daníel segir upptökuna klárlega
hafa hjálpað sveitinni að koma sér
á framfæri. Ný plata kom út í mars
sl. og hefur fengið góðar viðtökur.
Var henni fylgt eftir með tónleika-
ferðalagi, bæði í Evrópu og Banda-
ríkjunum í sumar. Þar var sveitin
oft beðin um að syngja lag Þor-
kels Sigurbjörnssonar, m.a.
með þremur kórum í Banda-
ríkjunum sem höfðu æft lagið
sérstaklega.
Í ljósi sterkra viðbragða
á Youtube er freistandi
að spyrja hvort hljómsveitin hafi
ekkert hugsað um að snúa sér al-
farið að söngnum. „Söngurinn kem-
ur alltaf með,“ segir Daníel og hlær
við spurningunni. „Þetta byrjaði
með að við fórum að syngja kórlög
á tónleikaferðalögum til að drepa
tímann á leiðinni. Síðan fórum við
að syngja acapella-lög á jóla-
tónleikum okkar í Fríkirkjunni í
Reykjavík. Það vakti mikla lukku.“
Tilefni upptökunnar á lestarstöð-
inni í Wuppertal var að hljóm-
sveitin spilaði á tónleikastað í stöð-
inni sjálfri og var bent á að koma
út á gang, þar sem hátt er til lofts
og vítt til veggja. Þar fundu þeir
fyrir mikilli endurómun, eða reverb
á fagmálinu, og ákváðu að taka lag-
ið. „Þetta var algjörlega óundir-
búið, við byrjuðum að syngja en
vorum svo heppnir að PR-fulltrúi
okkar stökk til og tók sönginn upp.
Hún skellti myndbandinu á netið
um kvöldið og snjóboltinn byrjaði
að rúlla.“
4,6 milljónir hafa horft á Árstíðir
Heyr himna-
smiður slær enn í
gegn á Youtube
Ljósmynd/Matthew Eisman
Eftirsóttir Hljómsveitin Árstíðir eins og hún er skipuð í dag, f.v. Karl Pestka fiðluleikari, Daníel Auðunsson, gítar-
leikari og söngvari, Gunnar Már Jakobsson gítarleikari og Ragnar Ólafsson söngvari. Frá því að upptakan í lestar-
stöðinni fór fram hafa tveir meðlimir leitað á aðrar slóðir, þeir Hallgrímur Jónas Jensson og Jón Elísson.
„Við höfum svolítið vanrækt ís-
lenska markaðinn en ætlum að
bæta úr því,“ segir Daníel Auðuns-
son en Árstíðir koma fram á nokkr-
um tónleikum á Iceland Airwaves-
tónlistarhátíðinni sem er að bresta
á í Reykjavík. Fyrstu tónleikarnir
verða í Norðurljósasal Hörpu á mið-
vikudagskvöld, síðan í Laundromat
Café og Bar 11 á fimmtudag (off
venue), í Silfurbergi í Hörpu á
föstudagskvöld, á laugar-
dag í Bryggjunni brugg-
húsi og loks í Norræna
húsinu sunnudaginn 8.
nóvember.
„Annars er nóg að
gera hjá okkur í upp-
tökum,“ segir Daníel en
hljómsveitin ráðgerir að gefa út
klassíska plötu í febrúar nk. Kemur
platan fyrst út í Hollandi þar sem
þekkt hollensk söngkona, Anneke
Van Giersbergen, syngur með þeim
á plötunni, m.a. lagið Heyr himna-
smiður. Giersbergen hefur einkum
getið sér gott fyrir söng í þunga-
rokki en hún kom að máli við Árs-
tíðir um að vinna saman að plötu af
þessari gerð. „Það hafa margir beð-
ið okkur að taka þetta lag upp á
plötu og við létum verða af því,“
segir Daníel.
Fyrirtæki á vegum söngkonunnar
mun sjá um markaðssetningu og
dreifingu plötunnar. Annað tón-
leikaferðalag er fyrirhugað um Evr-
ópu í kjölfar þessarar útgáfu.
Þekkt söngkona á nýrri plötu
KOMA FRAM Á ICELAND AIRWAVES-TÓNLISTARHÁTÍÐINNI
Anneke Van
Giersbergen