Víkurfréttir

Ataaseq assigiiaat ilaat

Víkurfréttir - 12.06.1987, Qupperneq 5

Víkurfréttir - 12.06.1987, Qupperneq 5
\>iKurt juUit Föstudagur 12. júní 1987 5 Ruglingsleg vegamerking Á fundi bæjarstjórnar Keflavíkur í síðustu viku vakti Drífa Sigfúsdóttir bæjarfulltrúi athygli fundar- manna á sérkennilegum merkingum á gatnamótum Flugstöðvarvegar og Turn- ervegar (Flugvallarvegar). Þar er greint frá því að 3 km. séu til Njarðvíkur og jafn- langt til Keflavíkur. Kom fram í máli Drífu að verið gæti að vegalengdin til Njarðvíkur væri rétt, en hún væri alröng varðandi Kefla- vík, þar sem gatnamót þessi eru rétt frá efstu húsunum í Keflavík. Vegna þessa mældi blaðið vegalengdir og kom í ljós að iðnaðarhúsin við Iðavelli í Keflavík voru innan við 400 metra frá umræddum gatna- mótum. Ef farið var stystu leið til Njarðvíkur voru inn- an við 2 km að Samkaup. Sé farið eftir þeirri reglu að mæla að pósthúsi, þá eru 2 km að pósthúsinu í Keflavík ef ekið er niður Skólaveg. En í Njarðvík er ekkert pósthús og því er auðséð að báðar þessar mælingar eru tómt rugl. Umrædd merking á gatnamótum Flugstöðvarvegar og Flugvallarvegar við Turner. Ljósm.: epj. Sjómannadagurinn í Keflavík: Hefðbund- in hátiðar- höld Hátíðarhöld sjómanna- dagsins í Keflavík og Njarð- vík verða með hefðbundnu sniði eins og undanfarin ár. Hefjast þau með skemmti- siglingu kl. 12:30 og er þess vænst að fullorðnir sendi ekki börnin ein. Eftir hádegi hefjast síðan hátíðarhöld við Keflavíkur- höfn. Þegar blaðið fór i prentun var dagskráin ekki fullbúin og vísast því í götu- auglýsingar. I ár hefur nýtt sjómanna- dagsráð tekið til starfa í Keflavík og er það skipað þeim Sigurbirni Björnssyni, Kristjáni Ingibergssyni og Ola Þór Valgeirssyni. Soroptimistaklúbbur Suðurnesja: Blómasala w a þriðjudag Soroptimistaklúbbur Suð- urnesja, sem er klúbbur kvenna um öll Suðurnes nema Keflavik og Grinda- vik, mun ganga í hús á þriðjudaginn, 16. júní, og bjóða til sölu blóm. Markmið klúbbsins er að styðja við Þroskahjálp á Suð- urnesjum og er blómasala daginn fyrir 17. júní einmitt gerð í því augnamiði. En mörg undanfarin ár hafa þær haft markmið þetta.

x

Víkurfréttir

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Víkurfréttir
https://timarit.is/publication/1102

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.