Víkurfréttir

Eksemplar

Víkurfréttir - 12.06.1987, Side 8

Víkurfréttir - 12.06.1987, Side 8
Lesendasíðan 8 Föstudagur 12. júní 1987 Uttil Til hamingju. Úli Ég vil lýsa yfir ánægju minni með þá röggsemd sem Olafur Björnsson hefur hald- ið uppi síðan hann tók við störfum stjórnarformanns Sjúkrahúss Keflavíkurlækn- ishéraðs og Heilsugæslu- stöðvarinnar. Hefur honum tekist að framkvæma verk sem forverar hans í starfi hafa talað um, en ekki kom- ið í framkvæmd. Hér er átt við það að losa borgarana við rándýran lækni sem náði stundum allt að hálfri milljón í mánaðar- tekjur. Og lækka annan um á annað hundrað þúsund í mánaðarlaun. Þá stöndum við ekki síður í þakkarskuld við Olaf, ef hann losar stofn- unina við þá rauðliða, sem makað hafa þar krókinn undanfarin ár. Aðeins einn blettur er enn eftir, sem þarf að hreinsa upp, það er að losna með ein- hverju móti við varaformann stjórnarinnar. Hún sýndi það og sannaði í síðasta blaði að sögusagnir um hana eru á rökum reistar. En við formanninn vil ég segja: „Áfram Oli, þú hefur stuðning fyrir gerðum þín- n um. Bjartur Sjáandason Er íþróttahúsið ekki fyrir alla Keflvíkinga? Ástæðan fyrir því að ég sest niður og skrifa nokkrar línur er sú stað- reynd að íþróttahúsið í Keflavík virðist hafa verið byggt fyrir nokkra, en ekki alla. Þar á ég við að húsið er leigt eða lánað út og ekkert tillit tekið til hins almenna borgara, sem eins og ég og fleiri, erum ekki í íþróttafélög- um eða vinna hjá fyrir- tækjum sem eru nógu sterk til að leigja allt hús- ið fyrir starfsfólk sitt. Þegar spurt er, fær maður svör eins og „þú getur komið á daginn“ eða „það er búið að leigja út alla tímana og ekkert hægt að gera“. Fyrir það fyrsta er ég, eins og flestir aðrir, að vinna á daginn, við því seinna vil ég benda þeim á sem ráða húsinu þ.e.a.s. íþróttaráði og bæjarstjórn að þeir hafa gleymt svolitlu. Það er að húsið var byggt fyrir alla Keflvíkinga, en ekki fáa útvalda, af ykkur. í framhaldi af framan- sögðu vil ég skora bæði á íþróttaráð og bæjarstjórn og þar með talinn bæjar- stjórann, að breyta þessu til betri vegar og vil ég gera það að tillögu að tveir tímar tvisvar í viku verði settir við húsið, sem væru fyrir alla sem vildu nota það. Bara til þess að tryggja að almenningur gætí notið hússins, Með von um úrbætur. Annel Borgar Þorsteinsson FEGRUNAR- OG HREINSUNARÁTAKIÐ í fullum gangi Bæjarbúar - athugið! Starfsmenn Keflavíkurbæjar flytja fyrir ykkur drasl að kostnaðarlausu. Aðeins að hringja í Áhaldahús bæjarins, í síma 1552. Viðminnum á10% málningarafsláttinn í Jám og Skip, Dropan- um og Litavali, sem gildir út júnímánuð. Þjóðhátíðardagurinn nálgast Gerumfínt íkringum okkurfyrir17.júníog látum þannig bæinn skarta sínu fegursta. F53 .«531 Bæjarstjórinn í Keflavík Erum við ein- hverjir dónar? Við erum hér nokkrir skip- verjar, sem óskum eftir opin- beru svari frá Guðfinni Sig- urvinssyni, forseta bæjar- stjórnar Keflavíkur, um það hvort við séum einhverjir dónar. Svo hlýtur að vera fyrst hann segir að maður, sem sýnir dónalega fram- komu, sé að svara að sjó- mannasið. Ekki höfum við vitað til þess að við værum meiri dón- ar en landkrabbar, nema síð- ur sé. Eru því yfirlýsingar á borð við þá, sem Guðfinnur gaf, mikiil blettur fyrir stétt okkar, sem nauðsyníegt er að hreinsa af. Sjóarar Laddý. fékkstu Tilefni þessara skrifa minna er greinarkorn Arn- dísar Tómasdóttur í síðustu Víkurfréttum. Arndís eða Laddý, eins og flestir nefna hana, ryðst þama fram rit- völlinn af þvílíku ofsóknar- brjálæði að spurningerhvort hún hafi ekki brotið öll vel- sæmismörk. Annað eins bull og þvæla hefur ekki sést á prenti lengi. Enda raunar furða að nokk- ur skuli taka slíkt til birting- ar, jafnvel þó skrifað sé undir fullu nafni. Eina haldbæra skýringin fyrir skrifum þess- um er að hún hafi skrifað þetta eftir að hafa fengið slæma martröð. Vil ég ekki trúa að óreyndu að þeir mætu menn sem nú skipa meirihluta bæj- arstjórnar Njarðvíkur geti sætt sig við þá framkomu sem hún hefur í frammi sem fulltrúi þeirra í stjórn Sjúkra- hússins og hún opinberaði með bulli því sem birtist á dögunum og ég hef áður vitnað í. Finnst mér það vera fyrir neðan virðingu þeirra að láta flokksmann úr öðrum flokki komast upp með slíkt. Vegna ummæla hennar um þá sem stundum vilja fela sig bak við nafnleynd, kýs ég þann háttinn á að þessu sinni. Enda treysti ég henni ekki fyrir þeirri vitneskju að vita nafn mitt. MI

x

Víkurfréttir

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Víkurfréttir
https://timarit.is/publication/1102

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.