Víkurfréttir - 17.03.1988, Page 10
\fiKun
10 Fimmtudagur 17. mars 1988
Skrokkurinn umtalaði í Njarðvíkurslipp, sem fékk fyrir mörgum
árum nafnið Brúsi SN-7 frá Njarðvík. Ljósm.: epj.
140 tonna bátur
í smíðum í Njarðvík
Nú í mörg ár hefur staðið
uppi í Njarðvíkurslipp skrokk-
ur af 140 tonna stálskipi sem
fluttur var til landsins frá
Noregi. A sínum tíma stóðu
miklar deilur um skrokk
þennan og töldu sumir
embættismenn að hann fengist
aldrei viðurkenndur þar sem
hann hefði ekki komið rétta
boðleið.
Samkvæmt skipaskrá Sigl-
ingamálastofnunar hefur nú
fengist skráning á skrokki
þessum sem 140 tonna skip í
smíðum hjá Skipasmíðastöð
Njarðvíkur hf., en hann er
óseldur.
1 sömu skrá kemur einnig
fram að hjá Herði hf. er 8
tonna bátur í smíðum, en sá
bátur mun fara til Hafnar-
fjarðar.
Eru
Grindvík-
ingar
komnir
I smá-
fiskadráp?
Ovænt uppákoma sem varð
á kútmagakvöldi Lionsklúbbs
Grindavíkur um síðustu helgi,
vakti athygli. Um var að ræða
kútmaga af dverga-kyni, sem
Hafsteinn Guðnason, fyrr-
verandi skipstjóri, vakti
athygli á.
Eftir að Hafsteinn hafði
vakið þessa athygli, var veislu-
stjóri kvöldsins, Ellert Eiríks-
son, fenginn til að ganga með
hann um salinn og sýna. Eins
Verðlaunasamkeppni
um nafn á götu
Bæjarstjórn Njarðvíkurauglýsireftirtillögum um nýtt nafn ágötuna
sem liggur frá bæjarmörkum við Keflavík (Hafnargötu), um ytra
hverfi og Fitjar (gamla Reykjanesbrautin), og mun liggja íbogafram
hjá nýju gróðrarstöðinni og verksmiðjuhúsi Ramma hf. að
Seylubraut skv. skipulagstillögum sem birtar voru á baksíðu frétta-
bréfs Njarðvíkur.
Tillögum skal skila til bæjarskrifstofu Njarðvíkur. Með tillögunum
skal fylgja nafn höfundar í lokuðu umslagi. Skilafresturertil 31. mars
n.k. og mun sérstök dómnefnd sem bæjarstjórn skipar, velja göt-
unni nafn úr tillögum sem berast. Sú tillaga sem valin verður hlýtur
15.000 kr. verðlaun.
Bæjarstjóri
Nýja innimálningin
frá Slippfélaginu
BETT og
MILTEX
- er seld í.. .
W\
Litaval
Baldursgötu 14 - Keflavík - Sími 14737
Verslum þar sem
málarameistari er til aðstoðar!
Ef litli kútmaginn er borinn saman við hinn venjulega eða eld-
spýtnastokkinn, er ekki nema von að menn spyrji, hvort Grindvík-
ingar séu komnir í smáfiskadrápið? Ljósm.: epj.
og sést á meðfylgjandi mynd er
hér um mjög smáan kútmaga
að ræða, bæði ef tekið er mið af
eldspýtnastokknum sem sést
einnig á myndinni, eða þeim
kútmaga sem er úr þokkalega
stórum þorski og liggur einnig
á diskinum.
Sagði Hafsteinn í samtali
við blaðið að menn hefðu af
þessu tilefni grínast um það
hvort Grindvíkingar væru
komnir í smáfiskadrápið. Þó
sagði hann að það væri enn
meira gaman við þetta að sá
litli er unninn undir átu eins og
sá stærri, þ.e. fylltur með til-
heyrandi, og gætu menn gert
sér í hugarlund hvað það hefði
verið mikil vinna.
Vildi Hafsteinn nota þetta
tækifæri til að þakka Grind-
víkingum fyrir frábært kvöld.
Guðmundur Maríasson við eitt verka sinna.
Guðmundur Maríasson
Sýnir á BREKKU
Þessa dagana stendur yfir
myndlistarsýning á veitipga-
staðnum Brekku í Kellavík. Er
það myndlistarmaðurinn Guð-
mundur Maríasson sem sýnir
þar verk sín.
Þetta er fyrsta einkasýning
Guðmundar, en hann hefur
tekið þátt í mörgum samsýn-
ingum með fólki á vegurn Bað-
stofunnar, en í þeim félagsskap
hefur hann verið mjög virkur
frá upphafi.
En hvenærskyldi Guðmund-
ur hafa byrjað að mála? Því
svarar hann á eftirfarandi
hátt: ,,Ég byrjaði á krafsinu
strax og ég fór að staulast
áfram“.
Tilkynning
til viðskiptamanna
Hitaveitu Suðurnesja
Lokanir standa yfir í öllum byggðar-
lögum. Þeir sem hafa fengið gulan
spjaldið mega eiga von á lokun eftir
4-5 daga.
Skilvísi borgar sig. Stöndum saman
og greiðum ávallt fyrir eindaga.
Lokunargjald er nú kr. 1500. Dráttar-
vextir 3.8%.
Innheimtustjóri