Víkurfréttir


Víkurfréttir - 02.06.1988, Side 1

Víkurfréttir - 02.06.1988, Side 1
9 öt'-v iKim m i Beinhákarl sá sem flæktist í netafæri Grindavikurbátsins Gauks GK-660, komin í Grindavíkur- höfn. Eins og sést á myndunum er þetta all stórt dýr. Ljósmyndir: hpé/Grindavík Gaukur fékk bein- hákarl í netafærin Er Grindavíkurbáturinn Gaukur GK 660 var á neta- veiðum í síðustu viku festist 7- 8 metra langur beinhákarl í netafærum bátsins. Kom bát- urinn með hákarlinn til Grindavíkur, þar sem lifrin og uggarnir voru hirtir af en hræ- ið síðan dregið aftur á haf út og því sökkt. Var lifrin um 700 kg að þyngd og fór hún til lyfjagerð- ar og uggarnir fóru einnig til efnagerðar. Mikil eftirspurn er bæði eftir lifur og uggum bein- hákarls. HAFNIR: Mæta húsnæðisskorti með nýjum íbúðum Hafnahreppur hefur nýlega fest kaup á tveimur húsum í sveitarfélaginu sem lengi hafa staðið ófullgerð. Að sögn Þór- arins St. Sigurðssonar, sveitar- stjóra, mun sveitarfélagið fljótlega hefja smiði fleiri íbúða í byggðarlaginu. Óskað hefur verið eftir til- boðum í að fullgera umrædd tvö hús sem standa við Djúpavog. Þá verður í sumar og næsta sumar byggðar fimm íbúðir til viðbótar. Fjórar þeirra verða á vegum verka- mannabústaðakerfisins en hinar verða til almennrar út- leigu. Tilgangurinn með fram- kvæmdum þessum er að sögn Þórarins sá að örva aðeins uppbyggingu byggðarlagsins og fjölga þar eitthvað fólki. En í Höfnum sem og annars stað- ar á svæðinu er nú mikill hús- næðisskortur. Varnarliðsmenn kærðir fyrir kynmök við unglingsstúlku Tveir þeldökkir varnar- liðsmenn sitja nú í sjö daga gatsluvarðhaldi vegna kyn- maka við unga stúlku í Keflavík aðfaranótt föstu- dagsins. Var áfengi haft um liönd, sem þeir útveguðu af Keflavíkurflugvelli. Liggur málið nokkuð ljóst fyrir þar sem vitni var að verknaðinum en stúlkan er undir lögaldri og því eru kynmök mjög alvarlegt lagabrot. Var gæsluvarðhaldsúr- skurðurinn kærður til hæstarcttar en er síðast fréttist var talið að það breytti ekki gæsluvarð- haldsúrskurðinum vegna þeirra gagna er fyrir liggja um málið. Tekinn á 152 km hraða á Reykjanesbraut Lögreglan í Keflavík stóð um síðustu helgi öku- mann að því að aka á 152 km hraða á Reykjanes- braut, er lögreglan var þar við radarmælingar. Var lagt hald á ökutæki við- komandi ökumanns og hann síðan boðaður fyrir fulltrúa degi síðar, þar sem hann var sviptur ökuleyfi, auk þess sem honum var gert að greiða háa sekt fyrir afbrotið. V atnsskortur í Keflavík Um síðustu helgi brotn- aði stykki í einni stærstu dælunni hjá vatnsveitu Keflavíkurbæjar, dælu sem staðsctt er ofan Eyjabyggð- ar. Vegna þessa hefur borið á vatnsskorti í efri huta bæjarins og gæti það ástand varða í nokkrar vik- ur í viðbót eða meðan unn- ið er að því að útvega vara- hluti í dæluna, að sögn Jó- hanns Bergmann. bæjar- verkfræðings. Meðan ástand þetta varir ef fólk, livar sem það býr í Kefla- vík, beðið um að fara spar- lega með vatnið, svo allir fái eitthvað. Ólæti í miðbænum Til nokkurra ryskinga kom milli lögreglu og nokkurra ölvaðra ung- menna í miðbæ Keflavíkur á sunnudagskvöld. Upphaf málsins var það að ölvaður unglingur hafði verið á rciðhjóli sem hann tók í leyfisleysi og var hann að hjóla í vegfyrirakandi bíla, m.a. á Hafnargötunni. Bar lögreglubifreiðaðog var maðurinn tekinn í vörslu lögreglunnar. Veitt- ust þá nokkriraðrirölvaðir unglingar að lögreglunni og leiddi það til þess að tveir voru handteknir til viðbótar. Er sá, sem upphafið snérist um, hafði veriðsett- ur inn í lögreglubíl tókst honum að sleppa út og hlupu þeir þá allir burt. Var þá kölluð út aukaað- stoð og er hún barst tókst að hlaupa þá alla þrjá uppi og voru þeir að lokum fiuttir í geymslur lögregl- Virðist það vera orðið alltof algengt að óviðkom- andi vegfarendur eru að skipta sér af gerðum lög- reglunnar og trufia hana við störf eins og þarna átti sér stað. SJOMENN! Til hamingju með daginn. La Sat 101

x

Víkurfréttir

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Víkurfréttir
https://timarit.is/publication/1102

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.