Víkurfréttir


Víkurfréttir - 02.06.1988, Page 5

Víkurfréttir - 02.06.1988, Page 5
V/KUft jtíttu Fimmtudagur 2. júní 1988 5 VOGAR: Framvæmdir í sniðum smaum Sem kunnugt er hafa staðið yfir miklar gatna- og gang- stéttaframkvæmdir síðustu tvö ár í Vogum í Vatnsleysu- strandarhreppi. Vegna þessa eru framkvæmdir á þessu sumri frekarsmáarísniðumað sögn Vilhjálms Grímssonar sveitarstjóra. Þó er unnið að ráðhúsi þeirra Vatnsleysustrandar- manna þ.e. við væntanlegt skrifstofuhúsnæði sveitarfél- agsins í hinni nýju verslunar- miðstöð. Þá er verið að vinna við bílavog nálægt bryggjunni og undirbúningur stendur yfir varðandi stækkun Stóru- Vogaskóla. Eins er verið að undirbúa með heimtaugum o.fl. nokkra staði undir ný- byggingar. „Aðstæður kalla ekki á miklar framkvæmdir hér í bili enda götur og gangstéttir í góðu horfi“ sagði Vilhjálmur að lokum. Sandgerði:. Þjóðhátíðarsjóður styrkir endurbæt- ur á Þorsteini Slysavarnasveitin Sigur- von í Sandgerði hefur verið veittur styrkur að upphæð kr. 155 þúsund krónur úr Þjóðhátíðarsjóði. Skal sveitin verja upphæð þess- ari til endurbóta á fyrsta róðrar- og seglbjörgunar- báti Islendinga, Þorsteini, sem er í eigu sveitarinnar. Aður hafði sveitin fengið 100 þúsund úr sama sjóði til endurbóta á húsi því sem báturinn er geymdur í. báturinn er geymdur í. Það hús var einmitt fyrsta björgunarstöð Slysavarna- félags Islands. Var húsið fyrst tekið í notkun 28. júlí 1929 en fyrr á því ári hafði Þorsteinn komið til lands- Grindavík: Slökkvistöð og aukin fegurð Tvö megin verkefni eru á framkvæmdaáætlun verklegra framkvæmda í Grindavík á þessu sumri. Annars vegar er það bygging slökkvistöðvar og hins vegar fegrunarfram- kvæmdir eða andlitslyfting eins og Jón Gunnar Stefáns- son, bæjarstjóri í Grindavík, orðaðið það við blaðið. Um slökkvistöðina sagði hann að nú væri unnið eftir til- boði sem hljóðaði upp á 7,7 milljónir króna og væri upp á rúmlega fokhelt húsið. Á slökkvistöðinni yrðu 8 út- keyrsluhurðir en hugmyndin væri að áhaldahúsið hefði not af tveimur þeirra undir búnað bæjarins. Varðandi fegrunarfram- kvæmdirnar þá er þar á ferð- inni ræktun grasrima víða um bæinn og síðan væru uppi hug- myndir um að safna liði ungra borgara til að sinna sérstak- lega fegrunarverkefnum í bæj- arfélaginu þ.m.t. myndun skrúðgarðs við grunnskólann. Njarðvík: Tugir tillagna um götuheiti Enn hefur ekki verið ákveð- ið nafn á götu þeirri í Njarðvík sem mun liggja frá Seylubraut og tengjast gömlu Reykjanes- brautinni. Gert er ráð fyrir að hið nýja nafn yfirtaki nafn það sem Vegagerðin hefur gefið gömlu Reykjanesbrautinni, þ.e. Víknavegur. Auglýsti Njarðvíkurbær eft- ir tillögum um götuheiti þetta og bárust fleiri tugir tillagna en enn hefur ekki verið unnið úr þeim tillögum. Sagðist Oddur Einarsson, bæjarstjóri í Njarð- vík, að von bráðar kæmi nefnd sú, sem það verkefni hefur með höndum, saman og tæki ákvörðun. NÝTT í SPORTBÚÐ ÓSKARS PEUGOT REIÐHJÓL fyrir dömur, herra og unglinga NÚ FER FJÖLSKYLDAN ÖLL ÚT AÐ HJÓLA. ALLT í GOLFIÐ Browning golfkylfur og kerrur kúlur - hanskar - tí - pokar og margt fleira. Adidas golfskór matin KRUMPU gallarnir og apaskinnsgallarnir í ótrúlegu úrvali. ( -vorur \ \ Allt fyrir stangveiði- manninn frá Michell og Browning. Félagar - munið afsláttinn. s t r% \ \ FÓTBOLTASKÖR FÓTBOLTAR ALLTAF EITTHVAÐ NÝ í SPORTVÖRUM. SPORTBÚÐ ÓSKARS - alvöru sportbúð

x

Víkurfréttir

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Víkurfréttir
https://timarit.is/publication/1102

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.