Víkurfréttir


Víkurfréttir - 02.06.1988, Síða 9

Víkurfréttir - 02.06.1988, Síða 9
\>iKun júOU Heiðrún Sigurðardóttir lögregluþjónn var einn af leiðbeinendun- um á umferðarfraeðslunámskeiðinu sem lögreglan bauð upp á fyrir 5 og 6 ára krakka. Mikill fjöldi 5 og 6 ára barna mætti í umferðarskólann Ungir vegfarendur. Þessi mynd var tekin í Myllubakkaskóla í Keflavík þegar námskeiðið var haldið þar í síðustu viku. Ljósm.: hbb. Umferðarskólinn Ungir vegfarendur: Farið yfír mikil- vægar umferðar- reglur Framundan er tími útivistar og því miður slasast mörg börn í umferðinni. Til þess að sporna við þessu bauð lögregl- an í Keflavík, Njarðvík og Gullbringusýslu 5 til 6 ára börnum af Suðurnesjum á námskeið í umferðarfræðslu. A námskeiði þessu var farið yfir nokkrar mikilvægar um- ferðarreglur, sögð var sagan af Fíu fjörkálfi og sýnd kvik- mynd um Pamfí í umferðinni. Þá fengu krakkarnir á nám- skeiðinu einnig verkefnablað til að teikna á og að lokum við- urkenningu frá lögreglunni. Leiðbeinendur voru þau Guð- mundur Sæmundsson, lög- regluþjónn, Heiðrún Sigurðar- dóttir, lögregluþjónn, Sigur- björg Guðmundsdóttir, fóstra, og Bergljót Jóhannsdóttir, fóstra. Bílastæði bönnuð við Brekku Umferðarnefnd Keflavíkur hefur lagt til að bifreiðastöður verði bannaðar á Tjarnargötu aðsunnanverðu frá Smáratúni að Háholti og á Vesturgötu að norðanverðu milli Hafnargötu og Hringbrautar og að sunn- anverðu ofan Hringbrautar. Hefur bæjarstjórn Keflavík- ur samþykkt þessatillögu, sem felur m.a. það í sér að ekki má nú leggja nema öðru megin við veitingastaðinn Brekku, þ.e. eftir að breyting þessi hefur öðlast gildi. Skilaboð til ykkar, krakkar! Hvernig væri að nota smá af tekjunum í gott rúm. Bjóðum nú 90 cm rúm á kr. 14.800 með góðum sjúkradýnum á meðan birgðir endast. Erum að taka upp mikið úrval af DICO hjónarúmum. Vorum að fá sófaborð - svört/gler NÝTT! - Borðstofuborð úr gleri Verslið þar sem úrvalið er mest og kjörin best. DUUS Hafnargötu 90 - Keflavík - Sími 12009

x

Víkurfréttir

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Víkurfréttir
https://timarit.is/publication/1102

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.