Víkurfréttir - 02.06.1988, Page 12
Handhal'ar íbúðanna þriggja ásamt Halldóri Ragnarssyni (lengst t.h.) og Sigurbirni Björnssyni (lengst t.v.).
NÝIR VERKAMANNABÚSTAÐIR í KEFLAVÍK:
Byggingartími
aðeins tveir mán-
uðir á íbúð
Byggingaverktakafyrirtæk-
ið Húsanes s.f. aflienti stjórn
Verkamannabústaða í Kefla-
vík þrjá nýja bústaði á laugar-
dag og samtímis afhenti
stjórnin bústaðina til þriggja
fjölskyldna. Um er að ræða
fyrsta raðhúsið sem stjórn
Verkamannabústaða í Kefla-
vík lætur byggja. I raðhúsi
þessu eru þrjár ibúir, nr. la, b
og c við Heiðarholt í Keflavík.
Þeir íbúar, sem fengu þarna
íbúðir, eru Geir Sigurðsson og
Hafdís Karlsdóttir, Ásta Sig-
urðardóttir og Kjartan Guð-
finnsson og Sigfús Axfjörð
Sigfússon og Ingibjörg Magn-
úsdóttir. Af hálfu Húsaness
kom það í hlut Halldórs Ragn-
arssonar að afhenda íbúðirnar
sem byggingaraðili og fyrir
hönd stjórnarinnar veitti Sig-
urbjörn Björnsson formaður
þeim viðtöku.
Hinn nýi verkamannabústaður að Heiðarholti la, b og c, sem risu upp á mettíma.
Fyrstu íbúarnir taka við lyklun-
um af íbúðum sínum.
Eru íbúðir þessar 105 ferm.
að stærð og hófust bygginga-
framkvæmdir í desember og
hafa því aðeins tekið um 6
mánuði eða 2 mánuði að jafn-
aði á hverja ibúð. Hefur verið
samið við Húsanes um bygg-
ingu annars slíks húss við eijda
þessa húss, einnig með þremur
íbúðum. Er reiknað með að
það verði tilbúiðtil afhending-
ar fljótlega á næsta ári.
Ödýrasti ísinn í bænum
• Matseðillinn á Boggabar heldur
áfram að stækka
• Nú bjóðum við ljúffengan ís í box-
um og í brauðformi með eða án dýfu
P.S. Það tekur okkur
aðeins eina mínútu að
afgreiða eina pítu! /1
nd
Minnum ykkur á kaffihlað-
borðið á sjómannadaginn
kl. 14-18 i efri sal.
Stjórn vcrkamannubústaða í Keflavík ásamt forráðamönnum Húsaness sf. F.v.: Júlíus Högnason, Her-
mann Ragnarsson, Halldór Ragnarsson, Sigurbjörn Björnsson, Jón A. Jónsson, Halldór Gunnlaugsson,
Hólmar Magnússon, Anna Margrét Guðmundsdóttir og Margeir Þorgeirsson. Ljósmyndir:epj.
„í lilefni af „Vordög-
um Vigdísar" hafa kenn-
arar og nemendur grunn-
skólunnu tekið að sér
fegrunaryerkefni á
svæðinu. Á efri mynd-
inni sjást nemendur frá
Grunnskóla Njarðvíkur
ásamt Sigrúnu Stefáns-
dóttur í Selskógi. Til
hliðar sjást kennarar
Holtaskóla planta lúpín-
um við nýju Reykjancs-
brautina í átt að Leifs-
stöð. - Ljósmyndir: hbb.
Sumarvörur
fvrir siómannadag
/• Fallegir sumarjakkar- og frakkar
• Stuttbuxur - Bermudabuxur og
venjulegar buxur
• Sjóliðapeysur og sweatshirt
• Bolir í ótrúlegu úrvali
• Mikið til af leður- og
rúskinnsfatnaði
öskum sjómönnum til hamingju með daginn
PomWm
Hafnargötu 19 - Sími 12973
, Vordagar
Vigdísar“
\fiKUn
jUUit
\IIKUR
Fimmtudagur 2. júní 1988 13
PLONTUSALA
DRANGAVÖLLUM 3
KEFLAVÍK
ATH:
G A R Ð A Ú Ð U N
STURLAUGS
ÓLAFSSONAR
Fjölbreytt
úrval af
garðplöntum.
Tré, mnnar og
limgerði frá
Skógrækt
ríkisins.
Blóm, rósir og
kvistir frá
Grímsstöðum
í Hveragerði.
Lífrænn
áburður.
Vikur og
blómaker.
Opið virka daga
frá kl. 13-22, laugar-
daga kl. 10-18 og
sunnudaga kl. 13-17.
Sama verð
og í Reykjavík
E
Nota eingöngu hættulítil efni sem náð hafa bestum ár-
angri við eyðingu sníkjudýra á plöntunum, Permaset
og Triton, sem límir efnið við plönturnar.
100% árangur.
Úða með nýjustu áhöldum.
Pantið tímanlega. Uppl. í síma 12794 og
11588 á Plöntusölunni. Ath. Best að hringja á
kvöldin. - Fljót og góð þjónusta.