Víkurfréttir


Víkurfréttir - 02.06.1988, Side 20

Víkurfréttir - 02.06.1988, Side 20
20 Fimmtudagur 2. júní 1988 BYGGINGAR- TÆKNIFRÆÐINGUR HITAVEITA SUÐURNESJA óskar eftir að ráða nú þegar til starfa byggingar- tæknifræðing eða mann með sambæri- lega menntun. STARFIÐ felst í stjórn hitaveitudeildar H.S., umsjón með ýmsum verklegum framkvæmdum á vegum H.S. o.fl. HÆFNISKRÖFUR eru aðumsækjendur séu menntaður byggingartæknifræðing- ur eða hafi sambærilega menntun. Starfsreynsla er nauðsynleg. UMSÓKNARFRESTUR er til og með 10. júní 1988. Umsóknum skal skilað á um- sóknareyðublöðum, sem fást á skrifstofu Hitaveitu Suðurnesja, Brekkustíg 36, 260 Njarðvík, og þar eru jafnframt gefnar allar nánari upplýsingar. HAGKAUP ATVINNA Óskum að ráða starfsfólk á afgreiðslu- kassa nú þegar. Um framtíðarstörf er að ræða. Upplýsingar gefur verslunarstjóri á staðnum, ekki í síma. HAGKAUP NJARÐVÍK - SÍMI 13655 S.B.K.: Þvottamaður Sérleyfisbifreiðir Keflavíkur óska eftir að ráða nú þegar þvottamann til að þrífa bíla fyrirtækisins næstu þrjá mánuði. Meirapróf æskilegt. Allar nánari upplýs- ingar gefur Jón Stígsson, eftirlitsmaður SBK. Matreiðslumenn Varnarliðið á Keflavíkurflugvelli óskar að ráða faglærða matreiðslumenn til starfa. Um er að ræða einn yfirmat- reiðslumann og tvo aðstoðar yfirmat- reiðslumenn. Mjög góð enskukunnátta nauðsynleg. Umsóknir berist Varnarmálaskrifstofu Utanríkisráðuneytisins, ráðningadeild, Brekkustíg 39, 260 Njarðvík, eigi síðar en 13. júní n.k. Nánari upplýsingar veittarí síma 92-11973. Undarleg blaðamennska Undirritaður leggur ekki í vana sinn að elta ólar við allar sögusagnir og óhróður sem á stundum komast á kreik um hin aðskiljanlegustu málefni. í Víkurfréttum þann 26. maí s.l. eru hins vegar birtar á baksíðu, með flennifyrirsögn, alvarleg- ar aðdróttanir í garð Fjöl- brautaskóla Suðurnesja. í sjálfu sér er greinin alls ekki svaraverð enda velkjast í henni þversagnir hverjar um aðra. Hins vegar er fullyrðing sú sem felst í stríðsfyrirsögninni ekki einasta alröng heldur og bein- línis skaðleg fyrir skólann. Hún birtist um það leyti sem nemendur 9. bekkjar eru að velja sér skóla til framhalds- menntunar. Fyrirsögnin og hinar þokukenndu aðdróttan- ir hljóta því að fæla nemendur frá því að setjast á skólabekk í framhaldsskóla okkar Suður- nesjamanna. Það skyldi þó aldrei vera tilgangurinn með greinarskrifunum? Sé grannt skoðað virðist mega ætla að blaðamaður hafi setið fund bæjarstjórnar þar sem m.a. hefur veriðfjalþaðum kviksögur er snerta FS. Ég vek athygli á því að forseti bæjar- stjórnar brást við með þeim einum hætti sem ábyrgu getur talist, þ.e. að óska eftirupplýs- ingum um málið frá réttum að- ilum. Þar skilur á milli blaða- manns og forsetans. Blaða- maðurinn telur enga þörf á að leita eftir réttum upplýsingum en kýs fremur að blása upp nei- kvæða fullyrðingu með Gróu, vinkonu sína á Leiti, sem einu heimild. Mikið óttast ég að af- leiðingarnar verði líka í sam- ræmi við þá blessaða kerlingu. Ætli blaðamaður fái þá hvöt- um sínum fullnægt? Skoðum ögn ályktunar- hæfileika blaðamanns. I fyrstu málsgrein er talað um háa fall- prósentu í skólanum (ATH. fullyrðingsú er röng). Þvínæst er fjallað um agaleysi innan skólans. Nú spyr ég: Ber það vott um agaleysi í skóla ef nemendur falla? Ríkir þá upp- lausnarástand í M.R.? Hvað þá um Iagadeild H.I.? A báðum þessum bæjum mun fallhlutfall vera nokkuð hátt. Blaðamaður skrifar: ,, ... töldu margir að agaleysi væri í skólanum og nemendur sýndu íþróttum oft meiri áhuga en lærdómnum." Ég þykist þess fullviss að enginn bæjarstjórnarmanna hefur notað röksemdafærslu á borð við þessa. Eða hvernig má koma því heim og saman að agaleysi innan skólans verði rakið til íþróttaiðkunar utan skólans? Við erum hér að ræða um framhaldsskóla og vald kennara og skólayfirvalda nær ekki til tómstunda nemenda. Við höfum hins vegar veruleg- ar áhyggjur af því sem kalla má óhófleg ástundun íþrótta á kostnað námsins. Ekki veldur það okkur síður áhyggjum í hversu ríkum mæli nemendur stunda launuð störf með námi sínu. Hvort tveggja hlýtur að verða á kostnað lærdómsins en nám í framhaldsskóla er fullt starf. Blaðamanni bendi ég hins vegar á að valdsviði skól- ans eru takmörk sett, það nær t.d. ekki inn á heimilin. Ætli séu ekki hins vegar til einhverj- ar skyldur foreldra og nem- enda sjálfra? Eina. svar skólans við meintu kæruleysi og metnað- arleysi nemenda er það að halda sínu striki og slá hvergi af í námskröfum en veita jafn- fram nemendum það aðhald sem valdsvið skólans leyfír. Og sannarlega segi ég þér, blaða- maður góður, að því er unnið. Blaðamann get ég ennfrem- ur frætt á því að skýrsla um framangreind umræðuefni hefur þegar verið send bæjar- stjóra Keflavíkur. Fastlega býst ég við að bæjarfulltrúar móti afstöðu sína í ljósi stað- reynda fremur en að velta sér upp úr kjaftagangi og slúðri. Víkurfréttir hafa hins vegar gert sig sek um slík vinnu- Þó það sé ekki ætlun hlaðsins að elta ólar við hugarangur skólameistarans, er þó ástæða til að svara sumum fullyrðing- um Hjálmars Arnasonar. I fyrstu förum við fram á það að hann lesi grcinina aftur yfir, því hvergi og við undirstrikum hvergi er að finna skoðun blaða- manns á málinu, né ritstjórnar- stefnu hlaðsins. Hins vegar er lýst umræðum um málið á fundi bæjarstjórn- ar Keflavíkur. I þeim efnum hefði verið hægt að tiltaka setningar frá viðkomandi bæj- arfulltrúum og tvöfalda, ef ekki fjórfalda, það magn sem skrifað var um málið, með því einu. Kannski hefði verið rétt að gera það, en þá er hætt við því að Hjálmar hefði orðið reiður. brögð. Ritstjórnarstefnu af þeim toga tel ég varhugaverða og nauðaómerkilega. I raun þjónar hún ekki öðru en ann- arlegum hvötum blaðamanns. Mælist ég mjög til þess að rit- stjórar velti eina ögurstund fyrir sér nokkrum ágætum hugtökum á borð við ábyrgð, vandvirkni, heiðarleika og sanngirni. Ég þykist sannfærð- ur um að sjálfsvirðing ritstjóra styrkist til muna við slíka hug- leiðslu, svo fremi að í honum blundi einhver sómakennd. Lesendum blaðsins yrði þá jafnframt hlíft við þessum nei- kvæða tóni, sem stundum berst frá Víkurfréttum. Suðurnesjum 26. maí 1988 Hjálmar Arnason, skólameistari. Hjálmar Árnason þekkir það vel til íjölmiðlunar og um- ræðna á opinberum vettvangi eins og í bæjarstjórn að það sem þar er sagt er venjulega ekki borið undir fólk út í bæ. Þá er rétt að benda Hjálmari á að sumir bæjarfulltrúar voru það orðljótir í hita umræðunn- ar, að það taldist ekki prent- hæft sem þeir létu út úr sér. Nei, Hjálmar, ekki hengja bakara fyrir smið eins og þú gerir þarna. Því hér var ein- ungis verið að lýsa umræðum á bæjarstjórnarfundi og öðru ekki. Eða ertu kannski að gefa í skyn að það sé ekki mark tak- andi á því sem bæjarfulltrúar segja á bæjarstjórnarfundum? Ritstj. íþrótta- og leikjanámskeið í Njarðvík! Guðbjörg Finnsdóttir, verðandi íþrótta- kennari, mun sjá um íþrótta- og leikja- námskeið í sumar. Allar helstu íþróttagreinar verða kynntar ásamt ótalmörgu s.s. fjöruferð- um og alls konar leikjum. Námskeiðið hefst 7. júní en skráning og niðurröðun í hópa fer fram í íþróttamið- stöð Njarðvíkur í síma 12744 og svo við íþróttavallarhúsið mánudaginn 6. júní kl. 13:00 (kl. 1). Þar verða afhent blöð með enn nánari upplýsingum til foreldra og barna. Verð kr. 1200 (innifalið eru allar rútu- ferðir). Námskeiðið er ætlað börnum frá 5 til 12 ára og fer kennsla fram bæði fyrir og eftir hádegi. fþróttaráð Njarðvíkur Hugarangur skólameistarans

x

Víkurfréttir

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Víkurfréttir
https://timarit.is/publication/1102

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.