Víkurfréttir


Víkurfréttir - 02.06.1988, Side 24

Víkurfréttir - 02.06.1988, Side 24
V/KUR fuOit Fimmtudagur 2. júní 1988 AFGREIÐSLA BLAÐSINS er að Vallargötu 15. - Síniar 14717, 15717. TÉKKAREIKNINGUR SPURÐU SPARISJÓÐINN NJARÐVIK: Megin áhersla lögð á fegrun og snyrtingu Miklar framkvæmdir verða hjá Njarðvíkurbæ i sumar að sögn Odds Einarssonar bæjar- stjóra. Það verk, sem er áber- andi stærst, er viðbygging grunnskólans en innivinna er að hefjast þar. Þó verður aðaláherslan lögð á fegrun ogsnyrtingu bæjarfél- agsins. „Munum við taka til hendinni víða í bænum," sagði Oddur. Verða steyptir kant- steinar með þeim götum sem í fyrra var lagt slitlag á og í framhaldi af því verður ráðist í gerð gangstétta. Gerðar verða graseyjur víða um bæinn ogsvæðið umhverfis Ytri-Njarðvíkurkirkju mun gjörbreyta um svip í þessari og næstu viku. Þá er verið að út- búa grænt svæði fyrir norðan Herðubreið og Skjaldbreið en það svæði verður eitt það fyrsta af grænum svæðum, sem ekið verður í nothæfum jarðvegi úr uppgreftri úrgötustæðum, síð- an sléttað og loks sáð í. Verða nokkur slík svæði, bæði stór og smá, tekin til slíkra fram- kvæmda í sumar. Bæjarfélagið stendur sjálft að gatnagerð á tveimur stöðum þ.e. framlengingu Seylubraut- ar í átt að ytra hverfinu en þeirri götu hefur ekki enn verið gellð nafn, og síðan er það framlenging Gónhóls. Þá eru verktakar að annast gatna- framkvæmdir í Móahverfi. Sér Meistarahús um hús og götu í Starmóa og Steinsmíði er meðsamskonar verk í Lyng- móa. En bærinn sjálfur mun sjálfur sjá um gatnafram- kvæmdir í Lágmóa, þar sem einstaklingar munu byggja hús en hvað verður með Kjarrmóa er enn ekki ákveðið en Oddur sagðist vænta að þar fengist einn byggingaraðili til að byggja megnið af húsunum en bærinn sæi síðan um gatna- gerð. Grindavík: 75 metra viðlegu- kantur í bygg- ingu Hafin er bryggjusmíði aust- an við miðgarðinn svonefnda í Grindavíkurhöfn. Að sögn Jóns Gunnars Stefánssonar, bæjarstjóra, liggur fjárveiting upp á 30 milljónir króna fyrir verki þessu en gert er ráð fyrir 75 metra löngum viðlegukanti. Er stefnt að því að fljótlega á næsta ári geti kantur þessi orð- ið nothæfur og myndi þá nýt- ast á næstu vetrarvertíð. 50 templ- arar á stór- stúku- þingi í Keflavík í gær hófst í Fjölbrauta- skóla Suðurnesja unglinga- reglu- og stórstúkuþing. Gert er ráð fyrir að stórstúkuþing þetta sæki 50fulltrúarvíðsveg- ar að. I sambandi við þingið verður haldinn opinn og al- mennur fundur í Fjölbrauta- skólanum í kvöld kl. 20:30 þar sem landlæknir, Olafur Olafs- son, og heilbrigðisráðherra, Guðmundur Bjarnason, verða framsögumenn. A morgun, föstudag, verða svo heiðraðir nokkrir læknar, alþingismenn og kirkjunnar menn, sem staðið hafa framar- lega í áfengisbaráttunni að undanförnu. Verður ekki barinn opi i á bak við . . . ? Unnið er að gerð grassvæðis norðan við Skjaldbreið og Herðubreið. Miklar fegrunarfrantkvæmdir eru við Y-Njarðvíkurkirkju. Ljósmyndir: epj Lést af völdum umferðarslyss 22ja ára gamall Keflvík- ingur, Erlingur Björnsson, Greniteig 39, lést síðastlið- ið mánudagskvöld á gjör- 1 1 m Æ r V Erlingur Björnsson gæsludeild Borgarspítalans i Reykjavík eftir bílslys, sem hann lenti í aðfaranótt sunnudagsins. Erlingur var að aka heim á leið um þrjúleytið aðfara- nótt sunnudagsins. Er hann var staddur um 100 metra sunnan við Kópa- vogsbrúna, á Hafnarfjarð- arvegi, missti hann stjórn á bifreið sinni, sem hafnaði á ljósastaur. Var hann einn í bílnum. Erlingur var þegar flutt- ur á gjörgæsludeild Borg- arspítalans í Reykjavík, þar sem hann lést. Hann var einhleypur og barnlaus og bjó i foreldrahúsum. Fasteignaviðskipti á Suðurnesjum: Nýjar reglur og ekkert skoðunargjald Félag fasteignasala á Suðurnesjum birtir annars staðar í blaðinu auglýsingu um brevtt form á sölu fast- eigna og skipa á Suðurnesj- um. Eru breytingar þessar að mestu leyti þær sömu og gilda hjá fasteignasölum á höfuðborgarsvæðinu, þó með þeirri undantekningu að hér verður ekki krafist kr. 5.600 sem skoðunar- gjald. Helstu breytingarnareru að nú þurfa að liggja fyrir ýmis gögn áður en íbúðin er sett á sölu og eins þarf að samþykkja söluumboð til fasteignasalans, þar sem fram koma ákveðnar upp- lýsingar. Verður nánar greint frá þessu máli í næsta tölublaði Víkurfrétta. Að öðru leyti er fólki bent á auglýsing- una, sem birtist á annarri síðu blaðsins.

x

Víkurfréttir

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Víkurfréttir
https://timarit.is/publication/1102

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.