Víkurfréttir


Víkurfréttir - 16.06.1988, Síða 6

Víkurfréttir - 16.06.1988, Síða 6
6 Fimmtudagur 16. júní 1988 VÍKUR Kínverskt í BREKKU Nýr kínverskur veitingastaður var opnaður að Tjarnargötu 31a í Kcflavík í gærdag, nánar tiltckið í sama húsnæði og veitingastaður- inn Brckka er í. Hinn nýi staður tekur 65 manns í sæti, scm er svipað og „gamla“ Brckka gerir. Eigandi nýja Kína-veitingastaðarins er að sjálfsögðu Oskar Ar- sælsson, „Brekku-kóngur“. Hann hafði ákveðið að opna þcnnan stað á Vatnsnestorgi og var meira að segja búinn að skýra hann eftir því. Óskar hætti öllum áformum um að opna þar og hóf breytingar á Brekku fyrir um mánuði síðan. „Mig langaði niður á torg og ég var með góðar hugmyndir til að framkvæmda þar, enda staðsetningin góð. Það hefði hins vegar orðið mjög kostn- aðarsamt og tekið of langan tíma. Ég ákvað því fyrir u.þ.b. mánuði síðan að gera þetta hérna í brekkunni.semerbæði hagkvæmara og ódýrara. Síð- an hefur verið unnið hérdag og nótt,“ sagði Óskar. Aðspurður um kostnaðar- hliðina sagði hann að þessar breytingar væru eins ódýrar og hægt væri. Svo til alll væri smíðað á staðnum en engu að síður á smekklegan hátt. Að- eins stólarnir og skraut, sem tilheyrir Kínasalnum, var keypt. Borðbúnaður er allur í kinverskum stíl og einnig festi Óskar kaup á nýrri eldavél, sem er sérstaklega ætluð til matseldar á kínverskum mat. Þetta er engin venjuleg elda- vél, meira en helmingi stærri og öðruvísi útbúin. Að sjálfsögðu voru „fluttir inn“ þrír Kínverjar til að sjá um matseld og þjónustu, tveir matreiðslumenn og ein [ijón- ustustúlka. Með þeim komu um 2 tonn af hráefni, s.s. hrís- j%UU% Óskar Ársælsson ásamt kinversku starfsfólki sínu á nýja staðnum. Ljósm.: hbb. grjón, krydd og ýmislegt fleira sem til þarf til matargerðar á kínverska vísu. Samhliða opnun nýja Kína- salarins voru gerðar miklar breytingar á húsakynnum Brekku. Eldhúsið varstækkað um meira en helming og geymsluaðstaða bætt, bæði kæli- og frystigeymsla. Fyrir innan Kína-salinn hefur svo verið gerð lítil setustofa og bar. Fyrir þá sem ætla ekki að borða á staðnum hefur verið gerður sér inngangur, þar sem hægt er að panta til að taka með heim. Til viðbótar mun Brekka selja pizzubotna og sósur og hálfbakaðar pizzur í verslanir og hugsanlega Kína- mat, allt undir merki Brekku. Opnunartíma hefur verið breytt, þannig að framvegis verður lokað á mánudögum og þriðjudögum, sem Óskar sagði að notaðiryrðu til framleiðslu. Síðan verður opið miðvikudag til föstudags frá kl. lóenfrákl. 11 laugardaga og sunnudaga. En er eitthvað Oeira á döf- inni hjá Óskari? „Það er aldrei að vita.En eigum við ekki að segja að þetta sé ágætt í bili?" Þroskahjálp: Á hestbaki og í grill- veislu Þau hjá Þroskahjálp á Suður- nesjum gera ýmislegt til skemmtunar. Nýlega bauð Hestamannafélagið Máni þroskahcftum börnum í rciðtúr á svæði þeirra við Mánagrund. Voru niætt ástaðinn um 30 hörn og fullorðnir og skemmtu sér konunglega á hestbaki. Að loknuni útreiðartúrnum var haldið aftur til höfuðstöðva Þroskahjálpar, þar sem boðið var til grillveislu, þar sem allir gátu borðað eins mikið af pyls- um og þeir gátu í sig látið. Já, þau gera margt sniðugt hjá Þroskahjálp. Ljósm.: hbb. 40 MANNS TIL FÆREYJA Í síðustu viku lagði þessi u.þ.b. 40 tnanna hópur af stað í vikuferð til Færeyja. Var lagt af stað frá Hótel Kristinu í Njarðvík og ekið þaðan með rútu til Seyðisfjarðar, þar sem Smyrill vartekinn út til Fæ[evja. Átti ferðalag þetta að standa yfir i viku, þannig að þau ættu að fara að koma hvað úr hverju... Ljósm.: hbb. Breyttur opnunar- tlmi Pðsts og Síma Ákveðið hefur verið að taka til reynslu upp nýjan opnunar- tíma hjá póstafgreiðslunni í Keflavík. Verður opnað kl. 8:30 en í staðinn lokar af- greiðslan kl. 16:30 alla virka daga. Verður þessi háttur hafður á fram til 15. september í haust. Eftir sem áður verður af- greiðslan opin í hádeginu. Guðsþjónusta 17. júní kl. 13:30. Formaður þjóðhátíðar- nefndar, Ingólfur Bárðarson, setur þjóðhátíðina í upphafi messunnar. Organisti: Óddný Þorsteinsdóttir. Kirkjukórar Ytri og Innri Njarðvíkursókna syngja. KEFLAVÍKURKIRKJA: 17. júní: Hátíðarguðsþjónusta kl. 13:00. Böðvar Pálsson flytur hátíðarræðu. Kór Keflavíkur- kirkju syngur. Organisti: Sig- uróli Geirsson. Sóknarprestur Sunnudagur 19. júní kl. 11 Guðsþjónusta. Fermd verð- ur Anna Ósk Finnbjörnsdóttir frá Bandaríkjunum. Heimilis- fang hennar hér er að Smára- túni 12, Keflavík. Altaris- ganga. Organisti: Oddný Þor- steinsdóttir. Kirkjukórar Ytri og Innri Njarðvíkursókna syngja. Prestur: Þorvaldur Karl Helgason. Jarðarför Karólínu Maríu Karlsdóttur, Háteigi 10, Keflavík, mánudaginn 20. júní kl. 14.

x

Víkurfréttir

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Víkurfréttir
https://timarit.is/publication/1102

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.