Víkurfréttir - 16.06.1988, Síða 10
10 Fimmtudagur 16. júní 1988
Ódýrasti ísinn í bænum
• Matseðillinn á Boggabar heldur
áfram að stækka
• Nú bjóðum við ljúffengan ís í box-
um og í brauðformi með eða án dýfu
P.S. Það tekur okkur
aðeins eina mínúlu að
afgreiða eina pítu!
n¥t
Kr. 90 og
kr. 80
&
góður skyndi
- bitastaður
Kr. 100 og
kr. 90
Sudurnesjo
Knottbordsstofo
Grólin 8
Sími 13822
Allir geta
spilað
snóker
ungir sem eldri.
Sjö glæsileg 12
feta borð. Kjuðar
fyrir alla. Leið-
beinendur ei' ósk-
að er. Opið l'rá
11:30 - 23:30 all;
daga. Pantið
tíma eða kort.
Bæjarbókasafn
Keflavíkur
vekur athygli á nýju síma-
númeri sínu
15155
Augiýsingasímar Víkur-frétta
eru 14717 og 15717.
t
Þökkum innilega samúð og hlýhug við
andlát og jarðarför eiginkonu minnar,
móður okkar, tengdamóður og ömmu,
LOVÍSU DAGMAR HARALDSDÓTTUR
Birkiteig 6, Keflavík
Sérstakar þakkir til lækna og starfsfólks
Sjúkrahúss Keflavíkur. Guð blessi ykkur öll.
Gísli J. Halldórsson
Krisljana Gísladóltir Ólafur Eggertsson
Ilelga Gisladóttir
Haraldur Gíslason Þorbjörg Þórarinsdóltir
og barnabörn
tHKun
Á efri myndinni er verið að
hreinsa hjá Ellert Skúlasyni, en
hjá Fiskiðjunni á þeirri til hlið-
ar. Ljósm.: hbb.
Heilbrigðiseftirlit Suðurnesja:
Löðir hreinsaðar á
kostnað eigenda
Heilbrigðiseftirlit Suður-
nesja lét i siðustu viku taka til á
lóðunt fjögurra fyrirtækja í
Njarðvík samkvæmt boði heil-
brigðisnefndar. Að sögn Magn-
úsar H. Guðjónssonar, frant-
kvæmdastjóra heilbrigðiseftir-
litsins, var um eftirtalin fyrir-
tæki að ræða: Ellert Skúlason
h.f., Bílabraggann, Fiskverkun
Hilmars og Odds og Fiskiðj-
una.
Hófust aðgerðirnar hjá Ell-
ert Skúlasyni. Er þær voru ný-
hafnar fóru forsvarsmenn fyr-
irtækisins fram á að aðgerðum
yrði hætt, þar sem til stæði að
reisa snyrtilegt port á lóð fyrir-
tækisins við Sjávargötu á allra
næstu dögum. Heilbrigðiseft-
irlitið féllst á að fresta aðgerð-
um eftir að skrifleg yfirlýsing
þess efnis hafði borist.
„Síðan fórurn við og fjar-
lægðum bilhræ við Bílabragg-
ann. Akváðu þá forsvarsmenn
þess fyrirtækis að gera þetta
sjálfir og var aðgerðum því
hætt á þeim stað. Hjá Hilmari
og Oddi komu engin viðbrögð
og var lóðin því hreinsuð á
þeirra kostnað, sömuleiðis lóð
Fiskiðjunnar.
Allir þessir aðilar höfðu
fengið itrekað áminningar frá
heilbrigðiseftirlitinu og var því
ekki annarra kosta völ en að
láta til skarar skríða,“ sagði
Magnús.
Um önnur fyrirtæki í Njarð-
vík sagði hann að þar sem enn
ætti sér stað sóðaskapur á lóð-
um hafi lóðahöfum í flestum
tilfellum verið gefinn fresturtil
hreinsunar þar til síðar í sunt-
ar. En aðgerðireinsogþærsem
framkvæmdir voru í Njarðvík í
síðustu viku hefjast fljótlega i
Sandgerði og síðar Garði,
Keflavík og koll af kolli.
Að lokum vildi Magnús
nota tækifærið til að koma á
framfæri eftirfarandi ábend-
ingu: „Þeir aðilar, sem hunsa
fyrirskipanir heilbrigðiseftir-
litsins, gætu lent í slíkum lóða-
hreinsunum sem geta verið
kostnaðarsamar, þar sent þær
eru framkvæmdar á kostnað
lóðarhafa."
Víða
er
pottur
brotinn
Eins og frarn kernur hér
fyrir ofan stendur nú yfir
hreinsunarátak í þrem byggð-
arlögum á Suðurnesjum á veg-
um Heilbrigðiseftirlits Suður-
nesja. Hefur víða verið gerð
mikil bót á ástandinu, en þó
má víða gera enn betur og birt-
um við hér tvö dænti, annað
frá Sandgerði en hitt frá Njarð-
vík, því til staðfestingar.
Svona mynd birtum við einnig í fyrra frá athafnasvæði Harðar h.f. í
Njarðvík og getum ekki séð að þar hafi nein breyting orðið á.
Við þetta fiskverkunarhús er m.a. gamall og úr sér genginn vörubíll,
sem varla verður notaður úr þessu. Ljósm.: epj.