Víkurfréttir


Víkurfréttir - 16.06.1988, Side 18

Víkurfréttir - 16.06.1988, Side 18
MlKUn jUttit 18 Fimmtudagur 16. júní 1988 Bæjarfuiltmar minnihlutans víttir Njarðvík 13. júní 1988 Hr. ritstjóri. Bæjarráð Njarðvíkur hefur falið mér undirrituðum að óska þess við yður að blað yðar birti í næsta tölublaði ályktun sem bæjarráðið gerði að tillögu þeirra Ragnars Halldórssonar og Steindórs Sigurðssonar á fundi sínum hinn 9. þ.m. svo- hljóðandi: „Bæjarráð Njarðvíkur sem starfar með fullu umboði bæj- arstjórnar í sumarleyfi hennar ályktar að víta bæjarfulltrúana Ingólf' Bárðarson, Inga Gunn- arsson og Guðmund Sigurðs- son fvrir brot á trúnaðar- skyldu í máli sem augljóst er að trúnaður skal vera um skv. 37. gr. samþykktar um stjórn Njarðvíkurbæjar þar sem segir: Bæjarfulltrúi skal gæta þagnarskyldu um það sem hann fær vitneskju um í starfi sínu og leynt á að fara vegna einka- eða almannahagsmuna samkvæmt lögum, eðli máls eða sérstakri ákvörðun bæjar- stjórnar. Nú hefur það gerst að blaðið Reykjanes ílutti hinn 8. júní frásögn af máli sem hefur verið til umfjöllunar fyrir bæjarráði og bæjarstjórn og birti einnig mynd af afriti bréfs sem ein- ungis ofangreindum þremur bæjarfulltrúum varafhenteftir ósk þeirra. Þetta gerist þrátt fyrir að bókað sé á þeim fundi bæjarstjórnar sem fjallaði um málið að fundi væri lokað og að allt sem þar færi fram væri trúnaðarmál. Bæjarfulltrúunum var full- kunnugt um að bæjarstjóri og meirihluti bæjarstjórnar lögðu á það megináherslu að hvarf bæjarritara úr starfi sínu yrði með þeim hætti að það skaðaði hvorki persónu hans eða fram- tíðarstarfsmöguleika. Þeim var einnig fullkunnugt um hvernig trúnaðarskjal það sem þeir fengu afrit af var komið til, og að bæjarstjóri var ekki með því að segja bæjarritara upp starfi sínu. Það er því fullkomlega víta- vert og sýnir ekki annað en þroskaleysi þeirra og virðing- arleysi fyrir Sigurði Ólafssyni að þeir skyldu láta birta trún- aðarskjalið. Fullkominn vafi hlýtur að leika á því hvort bæjarfulltrú- ar sem þannig hegða sér séu færir um að gegna því starfi.“ Alyktun þessi var samþykkt með tveimur samhljóða at- kvæðum, og vegna hennar óskaði fulltrúi minnihlutans, Guðmundur Sigurðsson þess að svar hans væri bókað. Guð- mundur fól mér einnig aðóska þess að þér birtuð svar hans sem var svohljóðandi: „Undirritaður bæjarfulltrúi óskar eftir að fram komi að trúnaðarskjal það sem um ræð- ir í bókun meirihlutans er ekki birt með minni vitneskju og því síður samþykki og vísa ég því ásökunum þeirra á hendur mér persónulega alfarið á bug.“ Guðmundur Sigurðsson (sign) Með fyrirfram þökk fyrir birtinguna. Virðingarfyllst, Oddur Einarsson bæjarstjóri. Aukafundar krafist í bæjarstjórn Vegna bókunar meirihluta bæjarráð Njarðvíkur, sem birt er hér í blaðinu, hefur Ingólfur Bárðarson, bæjarfulltrúi í Njarðvík, óskað eftir birtingu bréfs, þar sem minnihlutinn fer fram á að aukafundur verði haldinn í bæjarstjórn Njarðvík- ur. Fór sá fundur fram í gær- kvöldi. Jafnframt átti þá að leggja frarn cftirfarandi bókun, sem hann óskaði einnig birting- ar á. Þar sem blaðið var farið í prentun, þegar fundurinn var haldinn, er ekki hægt að greina frá niðurstöðum hans i þessu blaði. Bréf minnihlutans: „Hr. forseti bæjarstjórnar, Steindór Sigurðsson. Samkvæmt 9. grein um fundarsköp bæjarstjórnar, óskum við undirritaðir bæjar- fulltrúar, að haldinn verði aukafundur í bæjarstjórn Njarðvíkur, þar sem bókun meirihluta bæjarráðs 9. júní um vítur á hendur okkur var sett fram. Við óskum að um- rædd bókun verði þar tekin til umfjöllunar. Fund þennan óskurn við að verði í síðasta lagi ntiðvikudag- inn 15. júní 1988. Ingólfur Bárðarson Ingi Gunnarsson Guðmundur Sigurðsson.“ Bókun minnihlutans: „Vegna bókunar meirihluta bæjarráðs á bæjarráðsfundi 9. júní s.I., þar sem við undirrit- aðir bæjarfulltrúar erum víttir fyrir meint brot á þagnar- skyldu um trúnaðarmál, vilj- um við taka fram eftirfarandi og óska tekið til bókunar. A fundi bæjarstjórnar þann 7. júni s.l., þar sem tillaga bæjarstjóra um uppsögn bæj- arritara, voru veittar upplýs- ingar sem óskað var eftir að farið væri með sem trúnaðar- mál - sá trúnaður hefur fylli- lega verið haldinn af okkar hálfu. Að afloknum aukafundi þann 2. júní, var lagt fram bréf, sem bæjarstjóri hafði af- hent bæjarritara, (sem birtist í Reykjanesi 8. júní). Þetta bréf litum við ekki á sem trúnaðar- mál, enda höfðum við haft það undir höndum og rætt það áð- ur en til fundar kom, og að auki var okkur kunnugt um að margir aðilar utan bæjar- stjórnar voru með bréf þetta. Með tilvísun til framanrit- aðs vísum við til föðurhúsa öll- um ásökunum í okkar garð urn brot á trúnaði og krefjumst opinberra afsökunarbeiðna, sem birt verði t báðum staðar- blöðunum, eða sanni að öðr- um kosti að um trúnaðarbrot hafi verið að ræða af okkar hálfu. Sé umhyggja meirihlutans fyrir persónu fyrrverandi bæj- arritara - eins mikil - og fram kemur í bókuninni, hefði betur verið hugað að því áður en bæj- arstjóri ritaði áðurnefnt bréf í nafni bæjarstjórnar, án um- ræðu í bæjarráði eða bæjar- stjórn og þar með án heimild- ar. Ingólfur Bárðarson Ingi Gunnarsson Guðmundur Sigurðsson. ATVINNA Starfsstúlka óskast á leikskólann Gimli í'rá og meö 1. ágúst. Vinnutími frá 13:00 til 17:00. Umsóknarfrestur til 23. júní. Upplýsingar hjá forstöðumanni á staön- um og í síma 15707 á vinnutíma. Atvinna - Ný störf Afgreiðslufólk með reynslu af blómum og blómaskreytingum. Afgreiðslufólk með góða reynslu á kassa. Konu vana veitingum. Uppl. í síma 16188. ATVINNA Óskum að ráða laghentan mann til teikni- vinnu. Upplýsingar aðeins á staðnum. GRÁGÁS HF. Vallargötu 14 - Keflavík Biðröð var í grillaðar pulsur. Grillveisla í Svartsengi Foreldrafélag Tjarnarsels í Keflavík stóð fyrir árlegri grill- veislu með börnunt af dag- heimiiinu og leikskólanum ásamt foreldrum þeirra, í Svartsengi við Grindavík á laugardag. Ekki er liægt að segja að veðurguðirnir hafi verið hliðhollir, sólarlaust og stutt í rigningu. Voru grillaðar pulsur á staðnum, auk þess sent við- stöddum var boðið upp á Svala. Hi-C og sleikipinna, en að öðru leyti var stund þessi frentur líflaus. Oft hafa sam- komur þessar þó verið eftir- minnilegar samverustundir foreldra og barna.

x

Víkurfréttir

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Víkurfréttir
https://timarit.is/publication/1102

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.