Víkurfréttir


Víkurfréttir - 30.06.1988, Blaðsíða 1

Víkurfréttir - 30.06.1988, Blaðsíða 1
.43A ÍKUR Á LEID í SUND Sólin lét loks sjá sig á mánudaginn eftir langa og blauta bið. Þá var blásið í kúta og sundfötin tekin til og skellt sér í sund. Þessi mynd var tekin í Sandgerði, en þar er útisundlaug sem laðar að marga gesti. Ljósm.: hbb. B-gatnagerðargjaldið í Vogum: Hreppsnefndin ræð- ur ráðum sínum lasöfnun r\tíTlavíkur- bæjar: Yfir- dráttur losar 20 millj. Hin afleita skuldastaða Keílavíkurbæjar hefur verið til umræðu nú í vikunni í bæjar- ráði Keflavíkur og á morgun verður þingað um málið hjá fjárhagsnefnd SSS. Vegna vinabæjamótsins í Keflavík var fundum um málið frestað þar til í þessari viku. Auk 36 milljón króna skuld- ar við sameiginlega rekin fyrir- tæki áveguni sveitarfélaganna á Suðurnesjum, á bæjarfélagið við slæma skuldastöðu í Spari- sjónum að fást en yfirdráttar- skuldin þar losar 20 milljónir króna. Mun blaðið fyigjast með framvindu máls þessa. Manni bjargað úr eldi Klukkan 11.25 í gærmorgun barst lögreglu og slökkviliði tilkynning um lausan eld að Hringbraut 77 í Keflavík. Er kornið var á staðinn reyndist maður vera sofandi í herbergi því sem eldurinn var í og var honum þegar bjargað út af lög- reglunni. Var hann fyrst fluttur á Sjúkrahúsið í Keflavík ensíðar á Landakotsspítalann í Reykjavík en talið er að hann hafi fengið vott af reykeitrun. Reyndist eldurinn vera I rúm- dýnu og var hann fljótt slökkt- ur. í framhaldi af úrskurði um að hafna uppboðsbeiðnum vegna vangoldins B-gatna- gerðargjalds í Vogum er von- ast til að hreppsnefnd Vatns- leysustrandarhrepps eigi fund nú I vikunni með lögmanni sín- um. Að sögn vilhjálms Gríms- sonar, sveitarstjóra, var tekist á um formsatriði gagnvart uppboðsbeiðnum í máli þessu. Virðist Ijóst að dómurinn setti fyrir sig ákveðin fram- kvæmdaratriði varðandi upp- boðsbeiðnir þessar en lítið sem ekkert hafi verið tekist á varð- andi réttmæti kröfunnarsjálfr- ar. Væri því enn óvíst hvaða aðferð yrði beitt til innheimtu á vangoldnum gjöldum þeirra 16 fasteignaaðila í Vogum, sem um er að ræða. Fimmtán þeirra neituðu á sínum tíma að skrifa undir skuldaviðurkenningu en einn skrifaði undir með fyrirvara. Enginn þeirra hefur hins vegar greitt neitt af umræddum gjöldum. Sem kunnugt er var ákveðið að innheimta þessi svonefndu B-gatnagerðargjöld til að standa straum af lagn- ingu slitlags og gangstétta í þorpinu. Grindavík: 300 í radarinn á hálfu ári Á fyrsta árshelmingi, sem lögreglan í Grindavík hafði bíl með radar til um- ráða, hafa þeir staðið 300 ökumenn að of hröðum akstri í Grindavík og á Grindavíkurvegí. Þar af voru 11 teknir um síðustu helgi af þessum sökum og ók sá sem hraðast ók á 136 km hraða á Grindavíkur- vegi. Sagði Sigurður Ágústs- son. aðal varðstjóri í Grindavtk, að áður fyrr hefði það oft vilja brcnna við að ökumenn gæfu í þegar þeir væru komnir inn á Grindavíkurveginn, vegna vissu um að þarfæru ekki fram hraðamælingar. Með tilkomu btlsins hel'ði þetta minnkað og verið gott í vetur, en nreð voritiu varð aukning á ný en er nú að ganga niður, sagði Sig- urður í samtali við blaðið. hpé/Grindavík. Réttindalaus í árekstri Ung stúlka, er ekki hafði náð aldri til að taka bílpróf, tók bifreið móður sinnar traustataki á þriðjudags- kvöld í síðustu viku. End- aði ökuferð hennar með því að hún ók á umferðar- merki. Þá urðu tveir hörku árekstrar í síðustu viku. Slys urðu í hvorugum þeirra en bæði ökutækin í báðum tilfellunum voru óökufær á eftir og því fjar- lægð með kranabifreið. Fyrra tilfellið varð á mánu- dagskvöld í Njarðvík en hið síðara kvöldi síðar í Kefla- vík. Larit Safn 101 K Fórit vé Maður nokkur í Keflavík, sem var að slá lóðina hjá sér á mánudagskvöld, varð fyrir því óhappi að hrasa og rann annar fótur hans í spaða slátturvélar- innar. Var hann þegar fluttur íeð fót •1 og s undir læknishendur, fyrst á sjúkrahúsið í Keflavík en siðar á sjúkrahús í Reykjavík. Mun hann hafa brotnað á tveimur tám. auk annarra meiðsla á fætinum, m.a. þrí- braut hann aðra tána. tinn í sl lasaði Þó slys sern þetta sé ekki al- gengt hér suður frá, er talið að 12-15 manns komi árlega á Borgarspítalann vegna slíkra slysa í júní og júlímánuðum. Hefur Vinnueftirlit ríkisinsséð sérstaka ástæðu til að semja láttu- st reglur um meðferð garðsláttu- véla sem bæði eru notaðar á vinnustöðum og einkalóðum. Eru reglur þessar kynntar í Vinnuvernd, sem er fréttabréf eftirlitsins. Fíkniefnamál í Keflavík Síðasta föstudag var húsráðandi og gestkom- andi maður handteknir í húsi einu í Keflavík vegna fíkniefnamáls. Við hand- töku þessa fundust nokkr- ir skammtar af amfeta- míni. Handtaka þessi fórfram í samráði við Rannsóknar- lögreglu ríkisins og voru þeir handteknu þvt fluttir til yfirheyrslu inn eftir.

x

Víkurfréttir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Víkurfréttir
https://timarit.is/publication/1102

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.