Víkurfréttir


Víkurfréttir - 30.06.1988, Blaðsíða 13

Víkurfréttir - 30.06.1988, Blaðsíða 13
\)iKur< jutUt Fimmtudagur 30. júní 1988 13 Bæjarmál í Njarðvík Kærur og leiðindamál íhaldsins í Njarðvík íhaldsminnihluti bæjar- stjórnarinnar í Njarðvík og forystusauðir hans í bæjarmál- um hafa verið iðnir við það, nú síðustu mánuði, að verða sér til skammar og leiðinda. Fyrir nokkru birti Albert Sanders langa blaðagrein, þar sem hann ræðst harkalega á meiri- hluta bæjarstjórnar og fullyrð- ir m.a. að álagning á holræsa- gjaldi fyrir árið 1988 sé ólög- leg. Rök Alberts voru illskilj- anleg en það litla sem skildist var greinilega byggt á mis- skilningi hans og vanþekkingu á þeim lögum og reglugerðum, sem sveitarfélög vinna eftir í slíkum málum. Grein sína endaði hann á því að útlista hve leiðinlegt og niðurlægjandi það væri fyrir Njarðvík, ef nauðsyniegt reyndist að kæra málið til félagsmálaráðuneyt- isins. Krafa um endurskoðun álagningar I framhaldi af þessu krafð- ist minnihlutinn í bæjarstjórn þess, að álagningin yrði endur- skoðuð vegna þess að ekki væri heimild fyrir henni. Meirihluti bæjarstjórnar vísaði þeirri kröfu að sjálfsögðu frá og reynt var að koma sjálfstæðis- mönnum í skilning um að hér væri misskilningur á ferðinni, allt væri þetta fullkomlega lög- legt og hækkunaráhrifin, sem þeir töldu í hundruðum pró- senta, væru í raun aðeins um 6% hækkun fasteignagjalda milli ára, þegar tekið hefði ver- ið tillit til verðlagsbreytinga. Kæra En allt kom fyrir ekki. Hinn 3. júní s.l. barst bæjarstjórn af- rit af kærubréfi minnihlutans til félagsmálaráðuneytisins. Bréf þetta er dagsett 10. apríl og þar er farið fram á úrskurð ráðuneytisins um það, hvort heimilt hafi verið að standa að álagningu holræsagjalds eins og gert var. Rökin sem tilfærð eru í bréfinu eru ekki af lakara taginu, nú halda þeir því fram að bæjarstjórn hafi feílt reglu- gerðina úr gildi fyrir 11 árum. Það skrýtna við þessi rök er, að þeir virðast ekki átta sig á að ef þeir voru búnir að afnema reglugerðina, þá máttu þeir ekkert gjald leggja á. Þetta er næstum eins og að kaupa bíl, aka honum í tólf ár og selja hann síðan, koma svo daginn eftir til nýja eigandans og ætla að kæra hann fyir að aka honum, því bíllinn hafi verið afskráður fyrir 11 árum. Voruð þið búnir að aka á afskráðum bíl í ellefu ár, sjálfstæðismenn? Úrskurður ráðuneytisins En að sjálfsögðu var þetta líka misskilningur, eins og æði margt annað. Ráðuneytið birti úrskurð sinn með bréfi til kær- endanna dags. 15. júní s.l. og sendi bæjarstjórn afrit hans. Þar er enn á ný reynt að út- skýra að reglugerðin hafi verið í fullu gildi og meirihluta bæj- arstjórnar því fullkomlega heimilt að standa að álagning- unni eins og hún gerði. Illa upplýstir sveitarstjórnarmenn Það hlýtur að vekja undrun hve þeir menn, sem nú sitja í bæjarstjórn fyrir Sjálfstæðis- flokkinn í Njarðvík, virðast illa upplýstir um sveitarstjórnar- málefni og skyldur sveitar- stjórnarmanna. Hvað eftir annað verður þeim á að reka upp skaðræðisóp, þegar flestir aðrir hefðu þagað, nú síðast við uppsögn fyrrverandi bæjarrit- ara. Engu er líkara en þessir bæjarfulltrúar hafi gleymt því að þeir voru kjörnir til að standa vörð um velferð bæjar- félagsins. Hvað skyldi fyrrver- andi bæjarfulltrúum sjálfstæð- ismanna, mönnum eins og Aka Gránz og Halldóri Guð- mundssyni, finnast um allt þetta frumhlaup og vitleysu? Niðurlag Bæjarfulltrúar Sjálfstæðis- flokksins í Njarðvík verða að læra að taka því að starfa í minnihluta án þess að vera alltaf í fýlu. Þeir geta verið stoltir af verkum þessarar bæj- arstjórnar, sem aðeins hefur starfað í tvö ár, en eigi að síður lyft Grettistaki á mörgum sviðum, eins og flestir réttsýnir menn hljóta að viðurkenna. Má þar nefna, að á s.l. ári voru malbikaðir fleiri fermetrar en nokkru sinni fyrr á jafn skömmum tíma. Byggt var við skólann, gerðir samningar við Karvel Ögmundsson um að rífa og fjarlægja öll hús og húsatóftir á svonefndu „skemmusvæði", svo þar megi byggja íbúðarhús. Fram- kvæmdir hafnar að fullu við gatnagerð og lóðaúthlutun í Móahverfi, ráðist í að fram- lengja holræsi sem hafa verið í ólestri árum saman. Hafi ein- hver Njarðvíkingur ekki orðið var við neitt af þessu, þá hljóta þó allir að hafa séð hinar gífur- legu breytingar sem orðið hafa við aðkomuna að kirkjunni og allt_ nágrenni hennar. Agætu bæjarfulltrúar, hvar í flokki sem þið standið, fjórða hvert ár ákveða bæjarbúar hverjir skulu fara með stjórn bæjarins og þeim dómi verðum við öll að hlíta, hvort sem okk- ur líkar betur eða verr. Njarðvík, júní 1988, Hilmar Hafsteinsson. NJARÐVÍKINGAR Þarfnast þú aðstoðar við standsetningu eða viðhald lóðar? Vinnuskóli Njarðvíkur tekur að sér alla almenna garðvinnu og hreinsun fyrir ein- staklinga og fyrirtæki. Allar nánari upp- lýsingar eru veittar á skrifstofu Njarð- víkurbæjar í síma 16200. Grindavík Húsnæði óskast Leitum eftir húsnæði á leigu fyrir kenn- ara. Upplýsingar gefur Margrét Gísla- dóttir, formaður skólanefndar. Bæjarstjóri 1 - \ Útsölumarkaðuv Hólmgarði 2, Keflavík verður opinn fimmtudaginn 30/6 og föstudaginn 1/7 frá kl. 10-18 Verslunin / /' Grindvíkingar athugið! Söluvagninn býður fjölbreyttan matseðil... Hamborgarar, dýdur, sam- lokur, grillaðar samlokur, kínarúllur, pizzur, gamal- dags ís, bananabátar og gos. Söluvagninn v/ Ránargötu OPINN: 15-23:30 mánudaga - föstudaga 12-23:30 laugardaga - sunnudaga OPIÐ til 04eftir miðnætti þegar dansleikir eru í Festi.

x

Víkurfréttir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Víkurfréttir
https://timarit.is/publication/1102

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.