Víkurfréttir


Víkurfréttir - 30.06.1988, Blaðsíða 10

Víkurfréttir - 30.06.1988, Blaðsíða 10
10 ' Fimmtudagur 30. júní 1988 \>uam {Uttfo muii jUUh Fimmtudagur 30. júní 1988 11 Veiðimenn og ferðamenn Takið með í útileguna „Hot and cool“ boxið. Handhægt og þægilegt, heldur heitu eða köldu ótrúlega lengi, er 30 cm hátt og ummál 69 cm. Einnig höfum við ferðatöskur og fleira á sama stað. s\ \ \ \ i / / / / // SÓLBAÐS- & SNYKTISTOFAN / ^ liafnarKötu rV4 Keflavík SKIPAAFGREIÐSLA SUÐURNESJA KRANALEIGA LYFTARALEIGA SÍMI 14675 »Sn iás te ilpuhri ifning me tðal leldök kra“ - segir Öskar Þórmundsson, rannsóknarlögreglumaður Hcrmenn á Keflavíkurflugvelli hafamikiðverið ífréttum að und- anförnu vegna nauðgunarmála, samræðis við ólögráða stúlkur, áfiog o.fl. Forstöðumenn Glaumbergs hafa lokað á þá lægra settu eftir að lögreglumaður á frívakt var sleginn á staðnum. Fram að þessu hefur þó lítið heyrst frá þeim mönnum sem þurfa starfs síns vegna að fjalla um mál þessi. Síðasta laugardag varð þó breyting þar á er dagblaðiðTíminn birti ítarlegt viðtal við Óskar Þórmundsson, lögreglufulltrúa og rannsóknarlögreglumann í Keflavík. Þar setur hann meðal annars fram kenningu um það hvers vegna ástand þetta hafi nú blossað upp. Birtum við því úrdrátt úr viðtal- inu um þá hlið mála. „Það mark var sett, við byggingu Leifsstöðvar, að skilja að herinn og þjóðlífið," segir Óskar. „En það fylgir þessu ákveðið vandamál líka, því að nú virðist vera erfiðara fyrir íslenskt kvenfólk að kom- ast inn á völlinn. Náttúran hef- ur sinn gang livað scm öllum girðingum líður. Ef kvenfólkið kemst ekki inn, þá eykst straumur hermanna út af vell- inum. Mér sýnist á öllu, að eftir að varnarsvæðinu var lokað meira en áður var, hafi áföllum í samskiptum varnarliðs- manna og Islendinga fjölgað." Yfirmenn hinna lægra settu í hernum veita þeim útivistar- leyfi eftir sérstökum reglum, sem herinn hefursett sérísam- ræmi við varnarsamning þjóð- anna. Islensk yfirvöld koma þar hvergi nærri. Þeim kemur það eitt við, að varnarliðsmenn fari að íslensk- um lögum. Og það er ekkert í þeim, sem bannar fullorðnum mönnum að vístast úti eftir miðnætti eða að sækja skem mtistaði. Síðustu mánuði hefur verið spenna í loftinu þegar varnar- liðsmenn koma á ske’mmti- staði hér í Ketlavík. Þeir falla betur inn i iðuna á skemmtistöðum í Reykjavík, þar sem alla jafna er mikið af útlendingum. Héreruengirút- lendingar á skemmtunum nema varnarliðsmenn. Það sem ræður þessu magn- þrungna andrúmslofti eru þau kærumál, sem hér hafa komið upp með skömmu millibili. Meint nauðgun fyrir fáeinum mánuðum. þar sem tveir her- rnenn áttu í hlut. Kynmök tveggja við stúlkubörn undir lögaldri í húsi í Keflavík. Og nú síðast, þegar íslendingur var rotaður í Glaumbergi fyrir stuttu. Athygli vekur, að allir þeir, sem kærðir hafa verið vegna þessa, eru þeldökkir menn. Enginn hvitur. Það segir sína sögu.“ „Eg hef áhyggjur af þessum þeldökku varnarliðsmönn- um,“ segir hann. „Mér finnst eins og litlar stúlkur, sem nán- ast eru krakkar, sæki rneira í þá og sumir þeirra liafa látið sér vel líka. Þeir eru oft barna- legri í hegðun en aðrir hermenn og virðast því höfða betur til ungu stúlknanna. Svona skríkjandi og lliss- andi.“ -Er þessi smátelpuhrifning algild meðal þeldökkra varnar- liðsmanna í Keflavík? „Afskaplega algeng, því miður. Við höfum mátt hlýða á ófagrar lýsingar barnungra stúlkna, sem við höfum haft hér til yfirheyrslu, á því hvern- ig þeir hegða sér við þær. Þeldökkir menn eru um 12% af herliðinu hér í Kefla- vík, en koma iðulega viðsögu í kærumálum. Ég er þó ekki að segja, að þeir beri einir sök á öllu, sem út af bregður í samskiptum þeirra við Islendinga. Ef við lít- um burt frá því liver eigi sök- ina eða upptökin stendur það enn eftir, að við eigum við vanda að glíma og þurfum að leysa hann með einhverju móti. Til dæmis því, að gera kröfu tii, að varnarliðsmenn- irnir haldi sig uppi á velli. Ekki getum við farið að læsa Islend- ingana inni.“ -Að þessu sögðu dettur sjálf- sagt einhverjum í hug, að þú sért haldinn kvnþáttafordómum! „Já, það getur verið, en maður verður náttúrlega að segja hverja sögu eins og hún kemur fyrir. Ég hef ekkert á móti svertingjum, ég hef kynnst mörgum ágætum mönnum meðal svcrtingja á vellinum.en maðurferaðvelta ýmsu fyrir sér, þegar þetta kemur fyrir æ ofan i æ. Þeim fylgja þessi vandræði í sam- bandi við stúlkur undir lög- aldri og það verður ekki liðið. Við verðum að sporna við því og ég held að við gerum það best með því að setja harðari reglur yim útivist hermann- anna. Ég vil heldur loka þá inni á vellinum, en hafa þessi vandamál stöðugt fyrir hendi í t.d. Keflavík." „En það verður náttúrlega einhver að hafa vit fyrir þess- um unglingum og börnum undir lögaldri ef foreldrarnir gera það ekki. Þá ber lögregl- unni að taka í taumana. Lögreglan á flugvellinum ætti reyndar að sinna meira þeim þætti, sent sný að henni; varnarliðinu og þeim Islend- ingum, sem vinna á vellinum. Það er hennar hlutverk. En hún vill ríghalda í lögsögu í flugstöðinni, sem nú er utan hersvæðisins. Það er auðvitað alveg út í hött, en ráðantenn virðast leggja blessun sína yfir það.“ -,,Ástandið“ er þá í raun og „Ég verð þá bara stimplaður kynþáttahatari“, segir Óskar Þórmundsson, rannsóknarlög- reglumaður. Ljósm.: pket. veru ekki liðið undir lok? Stúlk- urnar, sem daðra við dátana, eru einungis yngri en þær voru áður! „Það virðist vera. Altént hafa þessir varnarliðsmenn áhuga á svona stúlkum. Og það er staðrcynd! Fram hjá henni er ekki hægt að líta. Hversu viðkvæmt sem þetta er nú og fordómafullt að ein- hverra mati, þá erþetta raun- in. Ég verð þá bara að vera stimplaður kynþáttahatari fyrir vikið. Söguna verður að segja eins og hún er.“ LOKAÐ mánudaginn 4. júlí vegna vörutalningar. HAGKAUP FITJUM NJARÐVIK Keflvískt hótel í Mósei- dalnum Á gömlu óðalsetri frá siðustu aldamótum, er nefnist Le Roi Dagobert ogerstaðsett í Móseldalnum, hafa þau Inga og Kalli Guðjónsson opnað hótel, að þvi er fram kemur í kynningarbæklingi um hótel- ið. Fyrir þá sem ekki vita er Le Roi Dagobert í Lúxemborg. rétt að geta þess að umræddur Kalli eða Karl, eins og hann heitir réttu nafni, er Keflvík- ingur, alinn upp að Vestur- braut 7. Hótel þetta er fagurlega í sveit sett á vínræktarsvæði í Móseldalnum, rniðja vegu milli Findelflugvallar í Lúx- emborg og hinnar sögufrægu borgar Trier í Þýskalandi. Þar er boðið upp á 18 rúmgóð her- bergi í aðeins 5 mínútna fjar- lægð frá útisundlaug. Þó setrið sé frá aldamótum hefur það verið endurnýjað að öllu leyti og þar eru næg bílastæði ásamt veitingastað og bar. Grjótgrindur og sílsalistar á allar gerðir bifreiða Ódýr vörn og nauðsyn- leg fyrir lakkið. BRYNGLJÁI bætir lakkið og ver það. RYÐVÖRN - vönduð vinna. ' !!«<«, '?!!***mm* HMMh . , »* ilr' ; /jjttíi i Jhíitl Brekkustíg 38 - Sími 14299 PLONTUSALA DRANGAVÖLLUM 3 KEFLAVÍK Fjölbreytt úrval af garðplöntum. Tré, runnar og limgerði frá Skógrækt ríkisins. Blóm, rósir og kvistir frá Grímsstöðum í Hveragerði. Lífrænn áburður. Vikur og blómaker. Opið virka daga frá kl. 13-22, laugar- daga kl. 10-18 og sunnudaga kl. 13-17. ATH: Sama verð og í Reykjavík vrsA G A R Ð A U Ð U N STURLAUGS OLAFSSONAR Nota eingöngu hættulítil efni sem náð hafa bestum ár- angri við eyðingu sníkjudýra á piöntunum, Permaset og Triton, sem límir efnið við plöntumar. 100% árangur. Úða með nýjustu áhöldum. Pantið tímanlega. Uppl. í síma 12794 og 11588 á Plöntusölunni. Ath. Best að hringja á kvöldin. - Fljót og góð þjónusta.

x

Víkurfréttir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Víkurfréttir
https://timarit.is/publication/1102

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.