Víkurfréttir


Víkurfréttir - 30.06.1988, Blaðsíða 14

Víkurfréttir - 30.06.1988, Blaðsíða 14
14 Fimmtudagur 30. júní 1988 Lóð til sölu 1200 fermetra eignarlóð til sölu í Njarðvík undir verslunarhús. Búið er að skipta um jarðveg undir sökkul. Teikningar fylgja. Uppl. í símum 11753, 13708 og 12500. Iðnaðarhúsalóðir til sölu Til sölu tværiðnaðarhúsalóðirí Grófinni, hlið við hlið. Búið er að skipta um jarð- veg. Tilbúnar til byggingar. Eru á mjög hagstæðu verði. Upplýsingarí síma 13139 eða 12564. KEFLAVÍK Starfsvöllur Starí'svöllur verður starfræktur í sumar eins og undanfarin sumur, á svæði Skóla- garða Keflavíkur. Starfsemin er þegar hafin og fer innritun fram í Áhaldahúsi Keflavíkurbæjar, Vest- urbraut lOa, sími 11552. Félagsmálastofnun Keflavíkurbæjar AUGLÝSINGASlMARNIR eru 14717 og 15717 Nauðungaruppboð þriðja og síðasta á fasteigninni Akurgerði 15, Vogum.þingl. eigandi Bjarni Ólafur Júlíusson, fer fram á eigninni sjálfri, miðvikudaginn 6. júli 1988 kl. 13:30. Uppboðsbeiðandi er Vilhjálmur H. Vilhjálmsson hrl. þriðja og síðasta á fasteigninni Faxabraut 27F, Keflavík, þingl. eigandi Heiðar Guðjónsson, ferfram áeigninni sjálfri, miðvikudaginn 6. júlí 1988k 1.10:30. Uppboðsbeiðendureru: Veðdeild Landsbanka Islands, Bæjarsjóður Keflavjkur, Vil- hjálmur H. Vilhjálmsson hrl. og Brunabótafélag íslands. þriðja og siðasta á fasteigninni Hafnargata 14, Höfnum, þingl. eigandi Birna Þuríður Jóhannesdóttir.ferfram áeign- inni sjálfri, miðvikudaginn 6. júlí 1988 kl. 14:30. Uppboðs- beiðandi er Vilhjálmur H. Vilhjálmsson hrl. þriðja og síðasta á fasteigninni Hafnargata 19, Höfnum, þingl. eigandi Guðmundur Karl Guðnason, talinn eigandi Margrét Þorsteinsdóttir, fer fram á eigninni sjálfri, miðviku- daginn 6. júlí 1988 kl. 14:45. Uppboðsbeiðendur eru: Inn- heimtumaður ríkissjóðs og Vilhjálmur H. Vilhjálmsson hrl. þriðja og síðasta áfasteigninni Heiðarból4, Keflavík,þingl. eigandi Baldvin Níelsen, fer fram á eigninni sjálfri, miðviku- daginnó.júlí 1988 kl. 10:00. Uppboðsbeiðendureru: Ásgeir Thoroddsen hdl. og Landsbanki íslands. þriðja og síðasta á fasteigninni Vesturbraut 7, neðri hæð, Keflavík, þingl. eigandi SigurðurSteindórPálsson,ferfram á eigninni sjálfri, miðvikudaginn 6. júlí 1988 kl. 10:00. Upp- boðsbeiðendur eru: Ævar Guðmundsson hdl., Veðdeild Landsbanka íslands, Bæjarsjóður Keílavíkur og Guðjón Armann Jónsson hdl. Bæjarfógetinn í Keflavík, Grindavík og Njarðvík. Sýslumaðurinn í Gullbringusýslu. \)iKun juttU Eero Lehti, stórútgefandi, ásamt öðrum ritstjóra Víkurfrétta, Páli Ketilssyni, skoða muninn áfinnsku stórblaði og Víkurfréttum. Ljósm.: hbb. „Finnar eru mikil blaðaþjöð“ - segir Eero Lehti, stórútgefandi og prentsmiðjueigandi í Kerava, vinabæ Keflavíkur „Það er alltafjafn skemmti- legt að koma til Islands," sagði Eero Lehti, finnskur blaðaút- gefandi frá Kerava, sem kom hingað á vinabæjamót Kefla- víkur í síðustu viku. „Þetta er mín fjórða ferð til Islands en örugglega ekki sú síðasta. Eg kem fljótlega aftur og reyni þá að fá stærri lax“, sagði finnski blaðaútgefandinn, sem erstór- lax í sinni grein, en hann á stórt útgáfufyrirtæki sem gefur út 9 blöð í Finnlandi, þrjár prent- smiðjur og stórt markaðs- kannanafyrirtæki. Eero Lehti er fyrrum bæjar- fulltrúi í Kerava, vinabæ Keflavíkur, en er nú formaður Norræna félagsins í bænum og hefur þess vegna heimsótt Keflavík og Island reglulega undanfarin lOár. „Ég heffarið út um allan heim en Island er alveg sérstakt. Og að fara i veiði í íslenskum ám er stór- kostlegt. Ég fékk lax í fyrsta skipti og það engan smáfisk, 22ja punda þungan og 97 cm langan i Hallanda meðlngólfi Falssyni. Ég var 20 mínútur að ná honum upp.“ Það var greinilegt að lax- veiðin hafði gripið hug Finn- ans en hann var þó fáanlegur til að svara nokkrum spurn- ingum um blaðaútgáfu íFinn- landi. „Blaðaútgáfa í mínu heimalandi er mjög blómleg og Finnar eru mikil blaða- þjóð,“ en fyrirtæki Eero gefur út 9 mismunandi blöð íKerava og nágrenni, þar af eitt dag- blað 7 daga vikunnar sem fer inn á rúmlega 90% heimila á svæði sem telur um 80 þús. íbúa og annað sem gefíð er út 6 daga vikunnar. Auk þess minni blöð sem koma 1-3 sinnum út í viku og eitt mán- aðartímarit. Flest blöðin eru í ,,yfirstærð“ þ.e. helmingi stærri síður en í íslenskum dag- blöðum. Fyrir utan eigin blöð prenta þrjárstórarprentsmiðj- ur hans 30-40 önnur blöð. „ Við prentum okkar eigin blöð seint til að geta verið með ferskar fréttir og umfjöllun, en önnur blöð á morgnana og á daginn. Það verðum við að gera til að ná góðri nýtingu út úr prentvélunum en prent- smiðjubransinn er mjög harð- ur í Finnlandi," sagði Eero Lehti að lokum. Eigendaskipti að Sðley Nýir eigendur hafa tekið við rekstri Sólbaðsstofunnar Sól- ey við Hafnargötu í Keflavík. Það eru þau Guðný Jensdóttir og Þorbjörn Asgeirsson, sem tóku við rekstrinum um mán- aðamótin og hafa nú opnað aftur eftir smávægilegar breyt- ingar. I samtali við blaðið sögðu þau að reksturinn yrði með líku sniði og áður. Boðið er upp á gufubað og ljósa- bekkjum hefur verið fjölgað, svo eitthvað sé nefnt. A neðri hæð Sóleyjar verður boðið upp á heilsu- og sportvörur í úrvali ásamt Gallery-snyrtivörum frá Heco. Þorbjörn Ásgeirsson og Guðný Jensdóttir. Ljósm.: hbb.

x

Víkurfréttir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Víkurfréttir
https://timarit.is/publication/1102

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.