Víkurfréttir - 30.06.1988, Blaðsíða 7
\)iKun
jtUUt
15 ára Keflvíkingur:
Veiddi stærsta
lax sumarsins
Fimmtán ára gamall Kefl-
víkingur, Kristinn Agúst Ing-
ólfsson, veiddi um síðustu
helgi stærsta laxinn sem veiðst
hefur á þessu sumri. Var sá lax
24 pund.
Veiðistaðurinn var í Hvítá í
Arnessýslu, sem er veiðiá or-
lofsheimilis Vísis, félags skip-
stjórnarmanna á Suðurnesj-
um, sem staðsett er á jörðinni
Hallanda.
Að auki veiddi
Kristinn Agúst tvo 15 punda
laxa um helgina. Faðir hans,
Ingólfur Falsson, veiddi einn
15 punda og finnskur blaða-
kóngur, sem var á vinabæja-
mótinu í Keflavík, fékk að
renna með þeim félögum og
fékk einn 22ja punda. Má því
með sanni segja að stórir fiskar
hafi veiðst í Hvítá þessa
helgi.
Kristinn Ágúst Ingólfsson með þann stærsta sem komið hefur á
stöng þetta sumarið, 24 pund. Ljósm.: hbb.
Tvö innbrotog
tvær inn-
brotstilraunir
Brotist var inn á tveimur
stöðum í Keflavík í síðustu
viku og gerð var tilraun til
að brjótast inn á tveimur
stöðum til viðbótar en án
árangurs.
A miðvikudagsnótt var
brotist inn í verslunina
Stapafell og gerð tilraun til
að komast inn í peninga-
skáp en það tókst þó ekki.
Er skápurinn mikið
skemmdur, en auk þess að
skemma skápinn var ýms-
um varningi, að verðmæti
30-40 þúsund krónur, stol-
ið á staðnum.
Þá var á sunnudagsnótt
brotist inn í veiðarfæra-
geymslu Hraðfrystihúss
Keflavíkur og stolið þaðan
talstöð, ferðarakvél og litlu
seguibandstæki.
Gerð var tilraun til inn-
brots í Brautarnesti á
föstudagskvöld en án
árangurs. Nóttina eftir var
síðan gerð tilraun til inn-
brots í Klippótek en það
fór á sömu Ieið, að sögn
John Hill, lögregiufulltrúa.
Fimmtudagur 30. júní 1988 7
062202
//-///'/
SPARISJÓÐURINN
í KEFLAVÍK
Ómissandi
ferðafélagi.
OI196B
esident
eyris-
þjónusta
n
Afgreiðum
gjaldeyri
samdægurs
Seðlar
í öllum helstu
myntum
Ferðatékkar
í 6 myntum,
dollurum, pundum,
þýkum inörkum,
pesetum, frönskum
frönkum og hollenskum
gyllinum.
Gjaldeyrir
til námsmanna
erlendis
Innlendir
gjaldeyris-
reikningar
Persónuleg og
fjölþætt þjónusta
okkar sparar
þér sporin.
p
r