Víkurfréttir


Víkurfréttir - 30.06.1988, Blaðsíða 9

Víkurfréttir - 30.06.1988, Blaðsíða 9
mMíuw* Fimmtudagur 30. júní 1988 9 „Þetta verður mikil lífsreynsla - segir Sigríður Sverrisdóttir, sem heldur til Eþíópíu á morgun „Við erum tvö sem förum frá íslandi,“ sagði Sigríður Sverr- isdóttir, 23 ára Keflavíkurmær, sem heldur til Eþíópíu á morg- un, föstudag. „Þetta er liður í Rauðakrossverkefninu „Vatn fyrir Eþíópíu“ sem unnið hefur verið að undanfarið.“ Þetta er skýringin sem hún gaf blaða- manni Víkurfrétta um för sína til Afríkulandsins Eþíópíu. En hvað á að starfa þegar út er komið? „Hlutverk okkar tveggja, mín og stráks úr Hafnarfirði, er að vinna að almennri þróun- araðstoð en aðaláhersla verður lögð á verndun linda og einnig trjárækt. Þá verður einnig kennsla í heilsugæslu og reynt að efla Rauðakrossstarfið í héraðinu. Það er svolítið sér- stakt með Rauða Krossinn í Eþíópíu að hann er eins og knattspyrnufélögin hér og það þykir flott að vera í Rauða Krossinum. -Hvenær tókst þú ákvörðun um að fara út? „Það var núna fyrstu vikuna í marsmánuði. Það var haldið námskeið fyrir þá sem áhuga höfðu á að fara út til Eþíópíu. Attatíu sóttu urn að komast á námskeiðið en aðeins sextán fengu aðgang. Egfórekki með því hugarfari að fara út en ég sá svo mikið af vel teknum myndum frá Eþíópíu að ég sló til. Þetta er mikil freisting." -Hvað getur þú sagt mér um Eþíópíu og þann stað sem þú munt dveljast á? „Eþíópía er ca. tólf sinnum stærri en Island. Landið erein háslétta og höfuðborgin Addis Abeba stendur í 2500 metra hæð yfir sjávarmáli en t.d. Hvannadalshnjúkur er aðeins 2119 metra hár. Egmundvelja í Gojjam-héraði í borg sem heitir Bahar Dar, sem telur 70.000 íbúa eða Debre Mark- os, en þar búa 3.000.000 íbúa. Við getum ráðið því hvað við verðum lengi og fyrsta áætlun gerir ráð fyrir að ég verði í sex mánuði en við höfum mögu- leika á að framlengja og ég býst við að vera úti í eitt ár.“ -Undirbúningur fyrir ferð- ina og veruna úti. Hefur þú þurft að breyta mataræði og lífsvenjum? „Við höfum fengið góðan undirbúning á námskeiðinu. Mataræði breytist aðeins en síðan hef ég bara lesið mig til um land og þjóð og einnig tal- að við aðra sem hafa verið þarna úti.“ -Þú ert ekkert smeyk við að takast á við þetta verkefni? „Nei. Eg ætla að láta hvern dag nægja sína þjáningu en þetta verður mikil lífsreynsla. Þetta eru engin hungursvæði, það rignir reglulega þarna og \limr< julUi Auglýsingasímarnir eru 14717 og 15717. ástandið er gott, þannig lagað. Hitinn mun ekkert há okkur því héraðið stendur það hátt og hitastigið er á bilinu 10-23 gráður að deginum. Eg vil bara að lokum hvetja Suðurnesjamenn til að taka þátt í þessu starfi með því að greiða gíróseðilinn sem þeim hefur verið sendur. Það er nefnilega í okkar verkahring, sem förum út, að fylgjast með að fjármagnið sem safnast fari í vernd linda og vatnsbóla. Sigríður Svcrrisdóttir fyrir utan heimili sitt í rigningunni í síðustu viku. Ljósm.: hbb. Hjá Útvegsbankanum eru starfandi 14 aðalbankar s Starfsfólk Utvegsbankans starfar á 14 stöðum á landinu. Hlutverk þeirra er að miðla viðskiptavinum sínum af þekkingu sinni og reynslu, - veita þeim góða og nytsama þjónustu. Þar af leiðandi einbeitir starfsfólk s Utvegsbankans sér að þjónustu við nágrenni sitt og byggðarlag. s Þess vegna hefur Utvegsbanki íslands hf. í reynd engin útibú, - heldur banka, sem allir eiga það sameiginlegt að veita þjónustu byggða á þekkingu og þörfum við- skiptavina sinna og byggðarlags þeirra. oq Utvegsbanki Islandshf Reykjavík, Kópavogi, Hafnarfirði, Seltjarnarnesi, Keflavík, ísafírði, Siglufirði, Akureyri, Vestmannaeyjum.

x

Víkurfréttir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Víkurfréttir
https://timarit.is/publication/1102

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.