Víkurfréttir


Víkurfréttir - 30.06.1988, Blaðsíða 20

Víkurfréttir - 30.06.1988, Blaðsíða 20
mun fwíUí Fimmtudagur 30. júní 1988 AFGREIÐSLA BLAÐSINS er að Vallar}»ötu 15. - Símar 14717, 15717. TÉKKAREIKNINGUR SPURÐU SPARISJOÐINN Stórlaxar Einn af gestunum á vinabæjamóti Keflavíkur var Eero Lehti, finnskur stórlax i blaðaútgáfu. Hann fór með keflvískum vinum sín- um i veiði og fékk þá sinn fyrsta stórlax á ævinni í Hvítá á Suður- landi (Hallanda). Mvndin var tekin af þeim stórlöxum áðuren þeir héldu heim til Finnlands í fyrradag. Inni í blaðinu er stutt spjall við þcnnan stórútgefanda sem liefur heimsótt Keflavík og lsland fjór- um sinnum á síðustu 10 árum og er orðinn mikill Keflavíkurvinur. Ljósm.: hbb. Aðalflugbrautin Aðalflugbraut Keflavíkur- flugvallar, norður-suður braut, er lokuð vegna malbik- unarframkvæmda. Sagði Pétur Guðmundsson, flugvall- arstjóri, að hér væri um al- mennt viðhald á brautinni að ræða og væri umferð því beint á austur-vestur brautina. Er Víkurfréttir höfðu samband við Pétur á mánudag var unn- ið við að fræsa í burtu eldra malbik, en malbikunarfram- kvæmdirnar sjálfar ráðast af lokuð veðurfari og hitastigi. ,,Það verður reynt að hraða þessu eins og hægt er. Þetta er eini tíminn til þess að framkvæma svona lagað. Þetta er sá tími sem vindhraði á að vera sem minnstur, þannig að hægt sé að loka brautinni og beina um- ferð á austur-vestur brautina,“ sagði Pétur Guðmundsson. -Má búast við aukinni hávaðamengun vegna þessara breytinga? „Fluglínan liggur nú yfir Njarðvík, þegar flugvélar eru á stefnu í austur, en F-15 herþot- urnar fljúga svonefndan hægri umferðarhring og þá er lent í vestur, sem hefur í för með sér mikið minni hávaða í byggð- inni fyrir neðan völlinn, nema að það séu hitahvörf yfir vell- inum og vindátt á KeÁavík og Njarðvík. Það eru allra hags- munir að þessu Ijúki sem fyrst,“ sagði PéturGuðmunds- son, flugvallarstjóri. Norski borpramminn að störfum utan við nyrðri grjótgarðinn Sandgerði: Innsiglingin dýpkuð Þessa dagana er unnið að dvpkun Sandgerðishafnar og innsiglingarinnar. Fr það norskur borprammi sem ann- ast verkið en hann var settur saman í Reykjavík og þaðan siglt til Sandgerðis. Vcrður pramminn að störfum í inn- siglingunni fram eftir hausti. Vel fór á með varðhund- inum og Cohen Bifhjóla- slys í Kefla- vík Skömmu fyrir kl. 23 síð- asta þriðjudagskvöld varð árekstur milli létts bifltjóls og bifreiðar á mótum Hafnargötu og Norðfjörðs- götu i Keflavík. Við áreksturinn kastaðist öku- maður bifhjólsins ásamt hjólinu nokkra metra frá árekstrarstað í loftinu og hafnaði utan vegar við af- greiðslu SBK. Var ökumaður biflijóls- ins fluttur á sjúkrahús en hann var ekki talinn alvar- lega slasaður. Skemmdir urðu mikiar á bifhjólinu. Tildrög árekstursins voru þau að bæði bifhjólið og bifreiðin voru á leið suður Hafnargötu og við Ný-ung ætlaði bifreiðin að beygja inn á Norðfjörðs- götu. En á sania augnabliki tók bifhjólið fram úr bif- reiðinni liægra megin og lenti því á hægra frambretti bifreiðarinnar með áður- greindum afleiðingum. Leonard Cohen, kanadíski tónlistarmaðurinn heimsfrægi, sem heimsótti Island I síðustu viku og hélt tónleika í Höllinni var yfir sig hrifinn af Bláa lón- inu og fór tvisvar í það. Eftir tónleikana hélt liann rakleiðis í lónið og slappaði þar af að- faranótt sunnudagsins, áður en hann hélt heirn á leið. Þeir félagar í baðhúsinu, Hermann og Guðmundur, opnuðu húsið sérstaklega fyrir kappann en að sjálfsögðu með santþykki varðhundsins sem gætir bað- hússins allar nætur. A mynd- inni ræðir Cohen við hvutta að loknu næturlónsbaði. Vinnuslys í portinu Vinnuslys varð í porti Járn &Skip við Víkurbraut í Keflavík siðasta fimmtu- dag. Varð piltur þar undir timburstafla er verið var að færa staflann til með lyft- ara. Slapp drengurinn óbrot- inn frá slysinu en þó mun mjaðmagrindin hafa skekkst eitthvað og hann hlotið önnur smávægileg meiðsli. Skyldu hvutti og Cohen hafa gaulað saman í Bláa lóninu ? ? ?

x

Víkurfréttir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Víkurfréttir
https://timarit.is/publication/1102

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.