Víkurfréttir - 30.06.1988, Blaðsíða 16
16 Fimmtudagur 30. júní 1988
mun
jutUt
LAXVEIÐIÆVINTÝRI
A
GRÆNLANDI
6 daga laxveiðiævintýri í einu laxveiðiá Grœnlands
Brottför: 31. júlí
Aðeins 10 manns í ferð. Aðeins 4 stangir lausar.
Einstakt tækifæri!
Upplýsingar í síma 14922.
Oskar.
Sund-
námskeið
Innritun er hafin í íþróttamiðstöð Njarð-
víkur fyrir júlí-námskeið. Enn er hægt að
bæta nokkrum börnum við. Upplýsingar
í síma 12744.
Margrét Sanders og
Þórunn Magnúsdóttir,
íþrótlakennarar.
íþróttaráð.
íþróttaleikja-
námskeið
Innritun hefst föstudaginn 1. júlí kl. 14: 00
ííþróttavallarhúsinu. Upplýsingarí síma
11160.
Guðbjörg Finnsdóttir
íþróttaráð
Golfverslun - Golfkennsla
Golfvörur í úrvali
• Kylfur • pokar • skór • golffatnaður
• hanskar • kúlur • tí o.m.fl.
John Prior
Golfkennari
Hólmsvelli - Leiru
Sími 14100
Einstaklingskennsla - Hópkennsla
Unglingakennsla - byrjendur
sem lengra komnir
SKÓ VINNUSTOF A
SIGURBERGS
verður lokuð vegna sumar-
leyfa frá 11. júlí til 2. ágústs.
Skóvinnustofa Sigurbergs
Chief Technician Pete Bickley ásamt viðgerðarsveit sinni og Steinþóri Jónssyni við afhendingu viður-
kenningarinnar. Ljósm.: hbb.
Hótel Keflavík:
Fékk viðurkenningu
fyrir frábæra þjónustu
Hótel Keflavík var á föstu-
dag veitt viðurkenning fyrir
frábæra gestrisni og þjónustu
af Royal Air Force mobileser-
vicing section, sem er þjón-
ustusveit fyrir breska flugher-
inn. Kemur sveitin einu sinni í
mánuði og gistir þá að jafnaði í
fimm til sjö nætur, en þetta er
níu manna hópur sem fer um
allan heim. Er Hótel Keflavík
fyrsta hótelið í heiminum sem
hlýtur viðurkenningu þessa og
er þetta því mikill heiður fyrir
hótelið, að sögn Steinþórs
Jónssonar, frantkvæmda-
stjóra. „Sveitin fór áður til
Reykjavíkur og gisti m.a. á
Hótel Sögu en í höfuðborginni
var þeim pakkað saman í her-
bergi og ekki tekið sem gest-
um. Þeir komu hingað á Hótel
Keflavík er við opnuðum og
hafa verið gestir okkar síðan.
Þegar strákarnir í Royal Air
Force koma hingað segjast
þeir vera komnir heim til sín,“
sagði Steinþór Jónsson um
gestina er veittu honum viður-
kenninguna.
Mikill ijöldi fólks notfærði sér þjóðhátíðardag Bandaríkjanna á siðasta ári til að skoða hinar ýmsu flug-
vélar Varnarliðsins, sem ekki eru til sýnis að venju. Þær verða nú til sýnis, auk þess sem bandarískir
skemmtikraftar koma fram og björgunarsveit Varnarliðsins sýnir björgunarstörf.
Hátíðarhöld á
Keflavíkurflugvelli
Þjóðhátíðardagur Banda-
ríkjanna, sem er 4. júlí, verður
haldinn hátíðlegur á Keflavík-
urflugvelli laugardaginn 2. júlí
og eru allir Suðurnesjamenn
og starfsmenn á Keflavíkur-
flugvelli ásamt fjölskyldum
sínum velkomnir til þátttöku í
hátíðarhöldunum, sem verða
með „carnival“-sniði.
Hátíðarhöldin hefjast kl.
11:30 í stóra flugskýlinu við
vatnstankinn og verður þar
margt til skemmtunar. Kl.
13:00 verður sýnt listflug á
þotu af gerðinni F-15 og frá
13:30 til 15:00 verður sérstök
skemmtidagskrá bandarískra
skemmtikrafta. Flugvélar
varnarliðsins verða til sýnis við
flugskýlið og björgunarsveit
varnarliðsins mun sýna björg-
unarstörf. Áætlað er að hátíð-
arhöldunum ljúki um kl.
17:30.