Víkurfréttir


Víkurfréttir - 30.06.1988, Blaðsíða 3

Víkurfréttir - 30.06.1988, Blaðsíða 3
\>iKun jutUt 1 Hylkin í Höínum: Grá málm- hylki Nokkrar fyrirspurnir hafa borist um hylki þati sem fund- ust á dögunum í Osabotnum. En frétt síðasta blaðs hefur vakið mikla athygli og hefur fólk því áhuga á að vita hvern- ig hylki þessi líta út, svo hægt sé að vara sig á þeim. Að sögn Sólrúnar Björg- vinsdóttur, umsjónarmanns unglingavinnunnar í Höfnum, sem fann hylkin þrjú sem rætt var um, eru þessi hylki svipuð að útliti og þau sem notuð eru í Sodastream-vélarnar. Grá að lit eins og þau en 20-30 send- metrum lengri og úr málmi. A þeim flestum eru varnaðarorð á ensku og merkingin CCC. Þá hefur nú komið í ljós að fleiri hylki hafa fundist í ná- grenni Hafna undanfarið, m.a. í fjörunni neðan við Silfurgen. Óskar fékk al- þjóölega viður- kenningu Oskar Þórmundsson, lög- reglufulltrúi við embætti lög- reglustjórans í Keflavík, Njarðvík, Grindavík og Gull- bringusýslu, hefur verið sæmd- ur æðstu viðurkenningu, þriðju gráðu, sem alþjóðasam- tök lögreglumanna veita. Er viðurkenning þessi veitt Osk- ari fyrir vel unnin störf í þágu samtakanna. Hann hefur setið í stjórn Is- landsdeildar samtakanna síðan 1975 og verið forseti síð- an 1983. Sprengju- gabb í Rockville Um næstsíðustu helgi var hringt í gæslumann í Rockwille-stöðinni á Mið- nesheiði og tilkynnt um sprengju sem þar myndi springa. Var slökkvilið Keflavíkurflugvallar og íslensku lögreglunni þegar tilkynnt um málið. Að sögn Þorgeirs Þor- steinssonar, lögreglustjóra á Keflavíkurflugvelli, reyndist um gabb að ræða. Tvö ný fyrirtæki Ingi E. Friðþjófsson, Vog- um, hefur sett á stofn bók- haldsþjónustu í Vogum undir nafninu Sif. Þá hefur Sesselja Katrín Helgadóttir, Sand- gerði, sett á stofn sólbaðsstofu í Sandgerði undir nafninu Sól- baðsstofa Sessu. Fimmtudagur 30. júní 1988 3 Það þurfti ekki mikið til að fella Kirkjuveg 12. Byggingarnefnd íbúða fyrir aldraða hefur nú sótt um lóð- ina til frekari framkvæmda. Ljósm.: hbb. Keflavík: Enn eitt húsið af sjónar- sviðinu Þá hefur enn eitt húsið horf- ið af sjónarsviðinu. Það er Kirkjuvegur 12, sem Keflavík- urbær keypti á sínum tíma, sem rifið var til grunna á mánudag. Til stóð að rífa hús- ið í upphafi maímánaðar en vegna þess hversu erfiðlega gekk að fá íbúð fyrir heimilis- fólk Kirkjuvegar 12 var því frestað fram á mánudaginn. Hefur byggingarnefnd íbúða fyrir aldraða sótt um lóðina til frekari framkvæmda en hún stendur andspænis nýbygg- ingu þeirri sem nú er á loka- stigi. JL **' MATVORUDEILD: Lísu kex ...... kr. 63 Bourtokex ..... kr. 58 Bleiki pardusinn - fjórar rúllur í pakka . kr. 113 SANITAS OG APPELSÍN í 0,5 lítra dósum ............... 34 kr. stk. SUMARTILBOÐ í SAMKAUP - fyrir alla fjölskylduna! FATADEILD: /( Barnajogginggallar No 1-4....... kr. 930 Barnajoggingpeysur No 1-4....... kr. 590 STRIGASKÓR No 35-46 .... kr. 590 BUSAHALDADEILD: Caucho Bonanza grill ...........kr. 2.636 Pottasett sem heldur heitu eða köldu ...........kr. 1.595 KJOTBORÐIÐ ER SNEISAFULLT AF LJÚF- FENGUM KJÖTRÉTTUM Á GRILLIÐ U>

x

Víkurfréttir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Víkurfréttir
https://timarit.is/publication/1102

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.