Víkurfréttir


Víkurfréttir - 30.06.1988, Blaðsíða 15

Víkurfréttir - 30.06.1988, Blaðsíða 15
WKUR jutm Erfitt hjá ÍBK Það gengur ekki eins og til var ætlast hjá Keflvík- ingum í knattspyrnunni. Eftir þrjú jafntefli í röð töp- uðu þeir fyrir Valsmönnum að Hlíðarenda á mánu- dagskvöld. Valsmenn sóttu stíft í fyrri hálflcik en náðu ein- tingis að uppskera eitt niark, þrátt fyrir að hafa skapað sér nokkur góð færi, en Þorsteinn Bjarna- son og vörnin komu í veg fyrir að illa færi. Keflvíkingar komu öllu sprækari til leiks í síðari hálfleik og náðu að jafna leikinn á íjórðu mínútu. Það var Jón Sveinsson sem gerði jöfnunarmarkið. Valsmenn voru flestir í þvögu inni í vítateig er Jón fékk boltann 7-8 metra utan við vítateiginn og skaut þrumuskoti í stöng og þaðan fór tuðran í net- möskvana. Keflvíkingar náðu að halda dampi í um 15 mínútur til viðbótar en þá var sem vatni væri skvett á eldinn og Vals- mönnum tókst að komast yfir eftir hornspyrnu. Það var síðan Atli Eðvaldsson sem innsiglaði sigur Vals- manna með marki á 77. ntínútu. Knattspyrna: Sigurganga UMFG heldur áfram - UMFN tapar enn Knattspyrna er spiluð þrátt fyrir rigningu og blauta velli. Um helgina sóttu Grindvíkingar Kópavogslið- ið ÍK heini og sigruðu með þremur mörkum gegn engu. Það voru þeir Hjálmar Hall- grímsson og bræðurnir Pálmi og Júlíus Pétur Ingólfssynir sem gerðu mörk Grindvíkinga. Eftir þennan sigur eru Grindvíkingar I öðru sæti 3. deildar. Það er þvi miður ekki sömu sögu að segja af Njarð- víkingum. Þeir fengu Vík- verja í heimsókn um sama leyti og Grindvíkingar sigr- uðu ÍK. Víkverjar hirtu öll stigin og l'óru heim með fjög- ur mörk gegn einu Njarðvík- inga, sem Helgi Arason skoraði. Hafnir eru að gera það gott í fjórðu deildinni. Að vísu skildu Hafnir og lið Léttis jöfn, er þau áttust við á gervigrasinu í Laugardaln- um um helgina. Voru Hafnir nærri því að skora en Léttis- menn náðu að halda hreinu út leikinn. Það var lítið sem gladdi augu áhorfenda í 1. deild kvennaknattspyrnunnar, annað en myndarlegt kven- fólk og innanfótarauka- spyrna í upphafi fyrri hálf- leik, í leik IBK og Vals, sem háður var á veilinum við Iða- velli. Fóru Valsstúikurnar með sigur af hólmi í leiknum, 3:0. Keflavíkurstúlkurnar börðust vel og kom það í veg fyrir að sigur Valsstúlkna yrði stærri. Fimmtudagur 30. júní 1988 15 Hilmar Björgvinsson lék vel. Hér cr hann að slá inn á 18. flötina. Holumeistaramót Islands í golfi: Karen vann léttan sigur á íslandsmeistaranum Frjálsar: Þrenn verð- laun til UMFK Þrír þátttakendur frá U.M.F.K. komust á verð- launapall á Meistaramóti ís- lands í frjálsum íþróttum, sent fram iór á Laugardals- velli um helgina. Már Hermannsson sigraði í 5000 metra hlaupi á 15:03 mínútum, scnt er mjög góð- ur tími. UnnurSigurðardótt- ir varð þriðja í spjótkasti og kastaði 36,96 metra. Vant- aði aðeins herslumuninn á að hún næði öðru sætinu, sem hefði dugað henni í keppnis- ferð til Skotlands. Þá varð Lárus Gunnarsson þriðji í þrístökki og stökk hann 12,77 metra. Hilmar Björgvinsson efstur í karlaflokki „Suðurnesjabangsinn" Hilmar Björgvinsson var að- eins hársbreidd frá því aðsigra núverandi Islandsmeistara og „atvinnumann" í golfi, Ulfar Jónsson, á Islandsmótinu í holukeppni, sem fram fór á Hólmsvelli í Leiru um síðustu helgi. Hilmar leiddi í viðpr- eigninni allan tímann en Ulf- ari tókst að jafna á síðustu holu, þeirri 18., með því að leika hana á tveimur höggunt undir pari og sigra síðan á 19. holu. Viðureign þeirra var í 4ra manna úrslitum. I úrslitaleik mótsins sigraði Úlfar félaga sinn úr Keili, Svein Sigur- bergsson, nokkuð örugglega. Hilmar vann svo Vestmanna- eyinginn Hjalta Pálmason í jöfnum leik um 3ja sætið. I 5.- 8. sæti komu svo þeir Sigurjón Arnarson GR, Hannes Ey- vindsson GR, Páll Ketilsson GS og Helgi Eiríksson GR. Telpnameistarinn úr GS, Karen Sævarsdóttir, gerði sér lítið fyrir og „rúllaði upp“ Is- landsmeistara kvenna, Þórdísi Geirsdóttur GK, 5:3 og sýndi það með þessari frammistöðu sinni að hún er kornin í allra fremstu röð og stefnir ótrauð á Islandsmeistaratitilinn. í 3ja- 4ða sæti urðu þær Steinunn Sæmundsdóttir og Jóhanna Ingólfsdóttir, báðar úr GR. Þess má geta að Islandsmót í holukeppni hefur ekki verið haldið sl. 3 ár. Fyrirkomulag er þannig að fyrst er leikin 18 holu höggleikur, þar sem 16 bestu komast áfram.semsíðan reyna með sér í útsláttarkeppni þar til einn er eftir ósigraður. JAFNT A SIGL0 Víðismenn sóttu Siglfirðinga heim í 2. deildinni á föstudag. Rigning og biautur völlur settu svip á lcikinn sem einkenndist af baráttu, því sex leikmenn fengu að sjá guía kortið og þar af voru tveir Víðismenn, þeir Sævar Leifsson og Björgvin Björgvins- son. Vilberg Þorvaldsson skor- aði á 17. mínútu eftir að hafa leikið á markvörð KS. Tókst Siglfirðingum að jafna fyrir hálfleik. Þegar fimm mínútur voru til leiksloka fengu Víðis- menn vítaspyrnu, sem Guðjón Guðmundsson skoraði úr af öryggi. Þegar 91 mínúta var liðin af leiknum tókst Siglfirð- ingum að jafna leikinn eftir mikla baráttu en síðari hálf- leikur stóð í 50 mínútur. Þriðjudagsmótin í golfi: BRÆÐURNIR EFSTIR Þröstur Ástþórsson er með for- ystu í stigakeppni þriðjudagsmót- anna í golfi hjá Golfklúbbi Suðuq nesja. Þröstur er með 24.84 stig. I öðru sæti er bróðir hans Arnar með 16 stig. Síðan kemur heill herskari af kylfingum með 10 stig og þar í kring. Urslit í síðustu tveimur mótum urðu annars þessi: Olís-mótið fór fram þann 21. júní í Leir- unni. Kristinn Oskarsson kom sá og sigraði með forgjöf, lék á 63 höggum nettó, sex höggum á und- an næsta manni, Júlíusi Jónssyni. Þriðji varð Einar Guðberg á 70 höggum. Utgerðarmaðurinn eitilharði, Magnús Jónsson, var bestur án forgjafar, lék á 74 höggum. Þor- steinn Geirharðsson kom næsturá 76 höggum og enginn annar en Georg V. Hannah var með þriðja besta skorið, 78 högg. Impex-Básenda mótið Bræðurnir Arnar og Þröstur Astþórssynir, tveir af efnilegustu kylfingum GS um þessar mundir, voru í tveimur efstu sætunum með forgjöf. Arnar á 65 höggum og Þröstur á 67. Þeir voru einnig með efstu mönnum án forgjafar. í þriðja sæti með forgjöf varð Magn- ús Garðarsson á 68 höggum. Páll Ketilsson sigraði án forgjaf- ar á 73 höggum, tveim höggum á undan Sigurði Albertssyni, sem lék á 75, og þriðji varð Hilmar Björgvinsson á 76. Vilhjálmur Skarphéðinsson hlaut aukaverðlaun fyrir að vera næstur holu á 8. flöt, 1.16 m frá holu, og Sigurður Jónsson skaut sinni kúlu í stöngina á 13. flöt en ekki vildi hún ofan í, heldur stöðv- aðist 40 cm frá holunni. S.U.-mótid á morgun S.Ú.-mótið í golfi ferfram á Hólmsvelli í Leiru á morg- un, föstudag, og hefst kl. 14. Þátttökurétt hafa aðeins skipstjórar og útgerðar- menn. Leiknar verða 18 holur með og án forgjafar. Á sunnudag verður síðan hátíðarmót G.S. Leiknar verða 18 holur og verður byrjað að ræsa út kl. 10. I næstu viku hefjast svo meistaramót klúbbanna sem standa yfir í 4 daga.

x

Víkurfréttir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Víkurfréttir
https://timarit.is/publication/1102

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.