Víkurfréttir


Víkurfréttir - 30.06.1988, Blaðsíða 8

Víkurfréttir - 30.06.1988, Blaðsíða 8
\>iKun 8 Fimmtudagur 30. júní 1988 \SbHORNIÐ HRINGBRAUT 99 - KEFLAVÍK - SÍMI 1-45-53 • Matvara • Nýlenduvara • Grænmeti og ávextir • öl, gos, sælgæti • Hreinlætisvörur HORNIÐ - alla daga Ödýrasti ísinn í bænum • Matseðillinn á Boggabar heldur áí'ram að stækka • Nú bjóðum við ljúffengan ís í box- um og í brauðformi með eða án dýfu P.S. Það tekur okkur aðeins eina mínútu að afereiða eina oílu! Kkr980°9 góður skyndi - bitastaður Kr. 100 og kr. 90 Hitaveita Suðurnesja óskar hér með eftir tilboðum í húseignina Brekkustíg 37, Njarðvík, til niðurrifs, þannig að allt efni sé fjarlægt og hús- stæðið sléttað. Áhugaaðilum gefst kostur á að kynna sér húseignina fram til 8. júlí og skulu tilboð berast Hitaveitunni eigi síðar en þann dag. í tilboðinu skal tiltaka tilboðsupp- hæð, áætlaðan verktíma og annað sem tilboðsaðili telur máli skipta. Allar nánari upplýsingar eru veittar á skrifstofu Hitaveitu Suðurnesja, Brekku- stíg 36, Njarðvík, síma 15200. molar \{UMt Umsjón: Emil Páll Villtur Breti á ferð Skyldi hann ekki hafa orðið hissa, breski ferðamað- urinn sem íslenska lögreglan á Keflavíkurflugvelli stöðv- aði upp úr miðnætti nótt eina í síðustu viku. A sama tíma og til hans sást barst tilkynn- ing um sprengju í Rockwille sem síðan reyndist vera gabb. Til öryggis könnuðu lögreglumennirnir ferðir hans en hann var þá á rangli í nágrenni við skúrræfil þann sem Sandgerðishliðið var áður í. Kom þá í ljós að hann hafði villst á leið sinni upp í Leifsstöð og tekið Sandgerð- isrútuna og farið úr henni móts við Rockwille og var því á leið yfir heiðina upp að flugstöðinni. Engu að síður þótti lögreglumönnunum vissara að skoða í bakpoka mannsins. Útskálar í bæinn Páll Axelsson opnar á næst- unni nýja húsgagnaverslun. Að þessu sinni er um að ræða stóra og mikla verslun sem staðsett verður við Rauðar- árstíg í Reykjavík. Afram mun hann þó reka verslun sína Utskála í eigin húsnæði í Keflavík og er hin nýja því hrein viðbót í verslunar- rekstri Páls. Fýluferð frá Akureyri Þær fóru aldeilis fýluferð, Akureyrarstelpurnar í 2. flokki Þórs í knattspyrnu, til Keflavíkur á dögunum. Eftir að vera búnar að sitja marga klukkutíma í rútu komu þær hingað suður einn kalsaman laugardag í þessum mánuði. Er þær komu suður ráku heimamenn upp stór augu, því þó um leikinn væri getið í mótaskrá tekur ekkert lið frá ÍBK þátt í A-riðli 2. flokks Islandsmótsins í kvenna- knattspyrnu. Þyngdar sinnar virði í gulli Kiddi Dan eða Ferðaskrif- orðvar Sjálflýsandi mannfólkíð Þótt hann rigni, þótt hann rigni, þótt hann lygni aldrei meir.... í ár kom sumarið með slíku írafári, að það gleymdi vor- inu. Fallegasti sunnudagur í manna minnum var 15. maí s.l. Stafalogn, sólskin og 20° hiti í forsælu frá inorgni og langt fram á kvöld. Veðrinu fylgdi slíkur kynngikraftur, eins og Tómas sagði forðum, að jafnvel gamlir Ijósastaurar urðu grænir aftur. Veðrið hefur sömu áhrif á mannskepnuna og hlómin. Bæði bregðast Hkt við, breiða faðminn á móti sólinni en hnipra sig saman i kulda og rigningu. Enda brá nú svo við að náfölt og sjálflýsandi mannfólkið þusti út í blíðviðr- ið, léttklætt og brosandi, til að hlaða sig sólarorkunni. Þegar líða tók á daginn og sumarið ítrekaði komu sína með ilmi gróandans lagði annan sum- arilm að vitum manna. Grill- veislur voru i undirbúningi í hverjum garði, þar sem því var við komið. Margra hluta vegna er grillkokkari talið karlniannsverk eingöngu. Hvorki eiginkonu né börnum, þó stálpuð séu, er hleypt ná- lægt útigrillinu. Víða erlendis fylgir mikil bjórdrykkja þess- ari ábyrgðarmiklu athöfn og er merkilegt hvað íslending- um hefur þó tekist vel til mið- að við þá bjórmenningu sem hér hefur ríkt. Fullkomnun í faginu ætti að nást að ári. Því miður er það ekki dagleg sjón hérlendis að sjá alla fjölskyld- una fáklædda að snæðingi úti i garði hjá sér. Ef fólk gæti reitt sig á að hverju sumri fylgdi 40-50 dag- ar í líkingu við 15. maí, já þá væri ntargt öðruvisi en það er. Og yfir hverju ættum við þá að kvarta? En árstíðirnar verða að fylgja almanakinu og sumarið vék fyrir vorinu eftir örfáa fallega daga. Greinilega hef- ur vorinu verið misboðið því það stendur enn með látlausu roki og rigningu. Á undanförnum árurn hafa ótrúlega margir byggt sól- haðsaðstöðu á móti suðri á lóðinni hjá sér, með heitum potti og útisturtu. Eru þetta oftast snvrtileg og vönduð glerhýsi sem eru um leið blómaskálar og setustofur. Svalir, sem ekki nýtast sem skyldi. geta í mörgum tilfcll- um orðið að vinsælu aukaher- bergi með suðrænum gróðri, ef vel tekst til að loka þeim með gleri. Frá því landið byggðist hef- ur aikoma og skapferli íbú- anna verið samtvinnað veðr- áttunni, svo engann ætti að undra þó veðrið sé algengasta umræðuefni manna, þegar þeir hittast. Kannski reynir það á þolinmæðina en sannið þið til, sumarið kemur aftur. Víkur-fréttir - góður moli í hverri viku. stofa Götunnar, eins og hann er oft kallaður, ber á góma í viðtali Páls Ketilsson- ar við Helga Jóhannsson hjá Samvinnuferðum í nýjasta hefti Kaupfélagsblaðsins. Þar segir Helgi: „Allarferða- skrifstofur landsins öfunda okkur af Kidda Dan og hann er örugglega virði þyngdar sinnar í gulli...“ Dágott lof það. Nú spyrja menn hvað úns- an af gulli kosti, því Kiddi ku vigta ein 85 kg. Fjórar aflaklær í Eyjum Eitt mesta aflaskip Eyja- manna undanfarin ár er tog- arinn Breki sem áður hét Guðmundur Jónsson frá Sandgerði. Við stjórnvölinn á þessu skipi eru tveir Suður- nesjamenn, þeir Sævar Bryn- jólfsson og Hermann Kristj- ánsson. En þeir eru ekki einu Suðurnesjamennirnir sem stýra skipum frá Eyjum, því þar eru líka þeir Benóný Færseth og Magni Jóhanns- son. Afmæli Jakob J. Kr. Snælaugsson, Kirkjubraut 13, Innri-Njarð- vík, verður sextugur þann 3. júlí n.k. Hann tekur á móti gestum í Safnaðarheimili Innri Njarðvíkur, laugardaginn 2. júlí frá kl. 16:00 til 19:00. KEFLAVÍKURKIRKJA: Messa verður í Keflavíkur- kirkju sunnudaginn 2. júlí kl. 11:00. Prestur: Þorvaldur Karl Helgason. Organisti: Oddný Þorsteinsdóttir. Kór Innri Njarðvíkur syngur. t GRINDAVÍKURKIRKJA: Guðsþjónusta verður á sunnu- daginn kl. H:00. Messuheim- sókn frá Útskálaprestakalli. Söngfólk frá Hvalsnes- og Út- skálasóknum annast kórsöng. Organisti er Frank Herlufsen. Hjörtur Magni Jóhannsson

x

Víkurfréttir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Víkurfréttir
https://timarit.is/publication/1102

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.