Víkurfréttir - 30.06.1988, Blaðsíða 12
12 Fimmtudagur 30. júní 1988
ATVINNA
Vantar vanan mann á hjólaskóflu og
jarðýtu. Réttindi eru skilyrði. Góð laun
eru í boði. Uppl. í síma 11334 og 12080.
Bursti hf.
Vélstjórar
Vélstjóra, vanan dragnótarveiðum,
vantar á 36 tonna dragnótarbát.
Sumarafleysingavélstjóra vantar á Örn
KE 13 strax. Upplýsingar í síma 92-11613.
ATVINNA
Starfskraftur vanur bókhalds- og skrif-
stofuvinnu óskast strax. Upplýsingar á
skrifstofunni.
Lögsýslan h.f.
Skattsýslan s.f
Brekkustíg 39,
Njarðvík.
Grunnskólinn,
Sandgeröi
Kennara vantar við Grunnskólann, Sand-
gerði. Almenn kennsla, smíði og stærð-
fræði eldri bekkja.
Upplýsingar veitir Guðjón Þ. Kristjáns-
son, skólastjóri, í síma 37610 og Jórunn
Guðmundsdóttir, formaður skólanefnd-
ar, í síma 37620.
Miðneshreppur
Ræstingafólk vantar við Grunnskólann í
Sandgerði næsta vetur. Umsóknarfrest-
ur er til 4. júlí n.k. Umsóknir berist á
skrifstofu Miðneshrepps fyrirþanntíma.
Upplýsingar veita Einar Valgeirsson,
húsvörður, og Guðjón Þ. Kristjánsson,
skólastjóri, í síma 37610.
ATVINNA
Óskum að ráða vélvirkja og plötusmiði.
Mikil vinna. Upplýsingar í síma 14949,
heimasími 13716.
VÉLSMIÐJA
KRISTJÁNS MAGNÚSSONAR
NJARÐVÍK - SfMI 92-14949
mmmmmamm
Samvinnuferdir-Landsýn
Ferðamál á Suðurnesjum:
„Höfum verið alveg
ótrúlega slappir*'
- segir Helgi Jóhannsson, forstjóri Samvinnuferða-Landsýn
í nýjasta liefti Kaupfélags-
hlaðsins, sem gefið er út í Kefla-
vík, er ítarlegt viðtal við þann
Suðurnesjamann sem hvað
mesta þekkingu hefur á ferða-
málum hér á landi. Sá maðurer
Helgi Jóhannsson, fram-
kvæmdastjóri Samvinnuferða-
Landsýn. Þar er hann m.a.
spurður um þátt Suðurnesja-
manna í ferðamannaiðnaðinum
en hann er lítill, þótt dyr lands-
ins séu hér rétt við bæjardyrnar.
Því svarar hann á þennan hátt:
„Við höfum verið alveg
ótrúlega slappir," segir Helgi
með áherslu. „Það er með ólík-
indum hvað Suðurnesjamenn
hafa verið sofandi á verðinum
gagnvart túrisma. Ég nefni lít-
ið dæmi eins og rútuferðir, þar
sem Sérleyfisbifreiðir Kefla-
víkur hafa ekki fengið að koma
nálægt þessum ferðum fyrir
Reykjavíkurfyrirtækjum.
Auðvitað hefði S.B.K., með
sína aðstöðu, geta krafist þess
að fá einhvern hluta af þessari
köku og ég skil ekki af hverju
það hefur ekki verið gert fyrir
löngu síðan."
Miklir mögulcikar
„Ég sagði það einhvern tíma
í erindi, sem ég flutti á Suður-
nesjum um ferðamál, að
skýrsla sem Ferðamálaráð lét
vinna um Suðurnesin hafi ver-
ið nöturleg. Hún var 10 línur.
Ein af tillögum Suðurnesja-
manna var sú að setja upp ein-
hverja hraðlest til Reykjavík-
ur, svo það væri nú hægt að
koma túristunum nógu fljótt
frá svæðinu. Þetta skýrir
kannski aðeins hvar við stönd-
um í þessu. En svo er eins og
menn hafi verið að vakna og
hótel fóru að rísa á Suðurnesj-
um. Allir sögðu, þið eruð bil-
aðir, hverjir vilja vera í Kefla-
vík? Reynslan er sú að hótelin
hafa verið fullbókuð meira og
minna frá opnun. Lands-
byggðin er að átta sig á að þetta
er leiðin; gista í Keflavík nótt-
ina áður en haldið er erlendis
og jafnvel nóttina sem komið
er heim. Þetta er jákvæð þró-
un. Möguleikarnir eru miklir
og góður markaður fyrir ferða-
menn og þó þetta sé á góðri
leið, þá er hægt að gera miklu
meira.“
-Ertu með hugmyndir á bak
við eyrað í þessu sambandi
fyrir Suðurnesin?
„Við eigum eftir að virkja
þetta bláa lón miklu betur. Én
það sem við þurfum einnig að
gera er að tefja útlendingana á
leið sinni með einhvers konar
uppákomum, sýna þeim eitt-
hvað, vígja þá til víkinga eða
hvað sem er, því fyrstu áhrif
útlendinga eru mjög varanleg.
Það þarf að vera eitthvað stað-
bundið, byggja t.a.m. einhvern
stað til að taka á móti þeim.
Nú, að bjóða hingað hvatar-
ferðir, sem eru verðlaunaferðir
fyrir fólk sem hefur staðið sig
vel í vinnu. Þær þurfa að vera
óvenjulegar. Suðurnesin hafa
alla möguleika á þeim.
Ovenjulegt landslag, veður,
t.a.m. sjórok eins og það gerist
í Höfnum og Grindavík, þykir
útlendingum meiriháttar, og
svo bara margt annað. Síðasti
dagur fyrir flug nýtist oftast
mjög illa og það gætum við
nýtt okkur með því að bjóða
þessu fólki í eitthvað óvenju-
legt og látið það eyða pening-
um. Það sem þarf að gera erað
skipa nefnd sem tekur þessi
mál alvarlega fyrir svo það fari
eitthvað að gerast, byggja góða
aðstöðu fyrir bláa lónið, veit-
ingastað á leiðinni frá flugstöð-
inni, sem mér skilst að sé í bí-
gerð, svo eitthvað sé nefnt.“