Víkurfréttir - 30.06.1988, Blaðsíða 6
mun
6 Fimmtudagur 30. júní 1988
jutUt
VÍKUR-fréttir
- stœrsti frétta- og auglýsinga-
miðill Suðurnesjamanna.
MUNIÐ
VOGAÍDÝFURNAR
FJÓRAR
FRÁ OKKUR!
VOGABÆR
Frítt inn
kl. 22-23
Föstudagur:
Diskótek kl. 22-03. Frítt inn frá kl.
22-23. 18 ára aldurstakmark. Að-
gangseyrir eftir kl. 23:00 kr. 600.
ásamt Sunnanvindum leikafyrir
dansi. Örvar Kristjánsson leikur
nokkur af sínum þekktustu gull-
kornum. Opið frá 22-03. Snyrti-
legur klæðnaður.
Vallargata 18, Sandgerði. Ljósm.: epj.
Brunarústirnar í Sandgerði:
Verður þeim
lokað á kostn-
að eiganda?
Eins og fram koni í síðasta
tölublaði cru litlar líkur á að
samkomulag náist varðandi
brunarústir þær sem standa að
Vallargötu 18 í Sandgerði.
Meðan svo er verður þarna
slysagildra áfram, auk þesssem
húsið er mikill þyrnir í augum
umhverfissinna.
Er því spurning hvað sveit-
arfélagið gerir í málinu og þá
aðallega til að koma í veg fyrir
að slys hljótist af. Vegna þessa
hafði blaðið samband við Stef-
án Jón Bjarnason, sveitar-
stjóra Miðneshrepps. Sagði
hann að hreppsnefndin hefði
beðið meðan tryggingafélagið
og eigandi ættu í þessu þrefi en
jafnframt ýtt á eigandann að
loka húsnæðinu. Ef hann gerir
það ekki er ekki annað eftir en
að láta loka fyrir glugga og
hurðir á kostnað hans.
Lúðrasveitauppá-
koma í Vogum
í tilefni af opnun nýs hús-
næðis Vogabæjar, Vogagerði
8, Vogum, sem framleiðir m.a.
Vogaídýfur, mun Lúðrasveit
Tónlistarskóla Njarðvíkur
leika næsta laugardag 2. júlí
við hið nýja húsnæði. Býður
Vogabær öllum gestum og
gangandi, jafnt Vogabúum
sem öðrum Suðurnesjamönn-
um, sem vilja gera sér glaðan
dag, að þiggja veitingar og
skoða hið nýja húsnæði að tón-
leikunum loknum.
Eru krakkar sérstaklega vel-
komnir, að því er segir í frétt
frá Vogabæ.
Hlöðubruni í Njarðvík
Slökkvilið Brunavarna Suð-
urnesja var kallað út nótt eina í
síðustu viku vegna elds í Innri
Njarðvík. Er liðið kom á vett-
vang reyndist hann vera í gam-
alli hlöðu neðan við Stapakot
og lagði reyk frá brunanum
yfir húsin við Kópabraut.
Barst tilkynningin um eld-
inn á fimmta tímanum um
nóttina og stóð slökkvistarfið
fram eftir morgni. í hlöðunni
var nokkurra ára gamalt hey
auk ýmiss annars drasls. Kom
síðan aftur upp eldur er líða
tók á daginn og þá voru rústir
hlöðunnar jafnaðar við jörðu.
^ÖkÚmEPPEG jfep V' " '* ; * Pp iLS DÓSUU » J
Ný tekjulind hjá SBK?
Skyldi þetta vera nýjasta tekjulindin hjá Sérleyfisbifreiðum Kefla-
víkur? Vonandi er svo, enda veitir fyrirtækinu ekki af að finna aðra
tekjuuppsnrettu en að selja sæti undir farþega. Ljósm.: hbb.
Veski með
miklum
peningum
tapaðist
Kona nokkur tapaði
fyrir síðustu helgi peninga-
veski með miklum pening-
um í. Um varað ræða 20-22
þúsund íslenskar krónur
og um 8 þúsund vestur-
þýsk mörk. Er talið að hún
hafi tapað veskinu við
Pusluvagninn við Tjarnar-
götu, því þar var hún með
það en hafði tapað því er
hún kom skömmu síðar í
Dropann.
Eru þeir sem vita hvar
veskið er eða geta gefið
upplýsingar um málið
beðnir að láta rannsóknar-
lögregluna í Keflavík þegar
vita. Konan var á leið í
ferðalag út fyrir landstein-
ana og hafði því leyst út
gjaldeyrir sinn.
Stútur við
stýri í
Grindavík
Aðfaranótt sunnudags-
ins voru tveir ökumenn
teknir vegna gruns um
meinta ölvun við akstur í
Grindavík. Þá varð á
sunnudag a 11 harður
árekstur tveggja bifreiða í
bænum en slys urðu ekki á
fólki. Aftur á móti varð
eignatjón mikið.
Eitt innbrot var framið í
Grindavík í síðustu viku er
brotist var inn hjá Hópi h.f.
og stolið þaðan útvarpi
o.fl. hpé/Grindavík
Stal
peninga-
veski af
farþega
sínum
Stolið var peningaveski
af færeyskum manni á mið-
vikudagskvöld. I veskinu
voru 6 þúsund danskar
krónur og um 7 þúsund ís-
lenskar.
Hafði sá færeyski verið
að aka með kunningja sín-
um og skilið veskið eftir I
bilnum. Stakk ökumaður-
inn þá af með veskið og
hafði ekki náðst í hann er
síðast fréttist. Veit lögregl-
an hver hér var á ferðinni.