Víkurfréttir


Víkurfréttir - 15.09.1988, Blaðsíða 1

Víkurfréttir - 15.09.1988, Blaðsíða 1
Köld busavígsla Husavígsla fór fram síðasta föstudag hjá Fjölbrautaskóla Suðurnesja. Voru menn á einu máli um að vel hafí til tekist að þessu sinni, enda um saklaust grín að ræða eins og að baða busana upp úr köldu vatni í fískkeri. Auk þess var þeim gert að borða vítamíntöflu og kyssa jörðina. Þessa skemmtilegu mvnd tók Hilmar Bragi Ijósmyndari blaðsins, við þetta tækifæri. íþróttamiðstöö Njarðvíkur: Samið við málara- verk- takann Samkomulag hefur náðst við málaraverktakann, sem stóð ekki við verklýsingu varð- andi þvott undir málningu íþróttamiðstöðvar Njarðvíkur fyrr í sumar. Hljóðar sam- komulag þetta upp á lækkun á reikningi málaraverktakans. Að sögn Odds Einarssonar, bæjarstjóra Njarðvíkur, er málið þar með úr sögunni af hálfu bæjaryfirvalda í Njarð- vík. Var fjallað um málið á fundi bæjarstjórnar Njarðvíkur í síðustu viku er fundargerð íþróttaráðs Njarðvíkur um málið var tekin fyrir. Þar kem- ur einnig fram bókun íþrótta- og æskulýðsfulltrúa, sem getið var um hér í næstsíðasta tölu- blaði. Einnig var tekin fyrirbókun íþróttaráðs, þar sem það lýsti undrun sinni og óánægju með að verktaki skuli ekki hafa far- ið eftir verklýsingu. - Endaði lífið inni í bíiskúr eftir eltingarleik Hann fékk aldeilis skemmti- lega heimsókn hann Sveinn Guðnason, bílstjóri hjá SBK, er hann kom heim til sín á þriðjudagskvöldið i síðustu viku að loknum vinnudegi. Þegar Sveinn var að koma að húsinu sínu í Háholti sá hann hvar tveir menn voru að fylgj- ast með einhverju og þegar betur var að gáð kom í ljós að þar var minkur á ferð. „Eg hóf þegar eltingaleik við dýrið, sem endaði inni í bílskúr hjá mér. Þar hamaðist minkurinn mikið og var erfitt að ná hon- um. Allt í einu týndi ég dýrinu en heyrði svo í þvi á bak við kommóðu, sem ég hef í bíl- skúrnum. Eg fór að henni og skellti henni að veggnum og beið þangað til ég sá blóðið renna niður, þá slakaði ég kommóðunni frá aftur og setti dýrið í poka,“ sagði Sveinn Guðnason um aðferðina sem hann notaði við veiðina á minknum. Aðspurður sagðist Sveinn oft hafa ekið yfir þessi dýr inn- arlega á Reykjanesbrautinni en aldrei orðið þeirra var í íbúðahverfi fyrr, um bjartan dag. Svo virðist sem mink sé eitt- hvað að fjölga hér á Suðurnesj- um því kvöldið eftir ók blaða- maður Víkurfrétta yfir mink rétt utan við Garðinn en þá var farið að rökkva. I Sveinn með minkinn. Stefán Jónsson bæjarritari Njarðvíkur Bæjarráð Njarðvíkur sam- þykkti á fundi sínum á mánu- dag að ráða Stefán Jónsson, Heiðarhvammi 9, Keflavík, í stöðu bæjarritara í Njarðvík. Hefur Stefán starfað að und- anförnu sem fjármálastjóri Fjölbrautaskóla Suðurnesja og þar áður hjá Ramma h.f. Mun hann hefja störf við fyrsta tækifæri eða þegar hann losnar frá Fjölbrautaskóla Suðurnesja. Ljósm.: hbb.

x

Víkurfréttir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Víkurfréttir
https://timarit.is/publication/1102

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.