Víkurfréttir


Víkurfréttir - 15.09.1988, Blaðsíða 6

Víkurfréttir - 15.09.1988, Blaðsíða 6
MlKUn 6 Fimmtudagur 15. september 1988 GUÐJÓN STEFANSSON. KAUPFÉLAGSSTJÓRI: jutíit „Vinnum okkur úr tima- bundnum erfiðleikum" Guðjón Stefánsson tók 1. september sl. við stöðu kaupfélags- stjóra hjá Kaupfélagi Suðurnesja. Hann á að baki 30 ár hjá kaup- félaginu; byrjaði 14 ára og vann þá ýmis störf. Eftir nám í Sam- vinnuskólanum gerðist hann skrifstofustjóri félagsins 1963, þá 19 ára, og gegndi því starfi til ársins 1980 er hann varð aðstoðarkaup- félagsstjóri. Guðjón tók síðan við kaupfélagsstjórastöðunni um síð- ustu mánaðamót af Gunnari Sveinssyni, sem hafði gegnt henni sl. 40 ár. Blm. hitti Guðjón að máli og ræddi við hann um stöðu kaupfél- agsins og fleira. Guðjón Stefánsson í „kaupfélagsstjórastólnum“. Við hlið hans stendur Gunnar Sveinsson, seni nú hefur látið af störfum sem kaupfélagsstjóri eftir 40 ára starf. Ljósm.: pket. Nú tekur þú við starfi kaup- félagsstjóra við erfiðar aðstæð- ur, kannski einu versta ári fél- agsins í langan tíma. Hvernig leggst það í þig? „Þetta leggst þokkalega í mig. Mér er þó fullljóst að erf- iðleikar eru verulegir fram- undan og það hefði óneitan- lega verið þægilegra að taka við þessu starfi við betri að- stæður. Það eru miklir erfið- leikar í nær öllum atvinnu- rekstri núna og Kaupfélagið hefur ekki sloppið við þá. Eg tcl migfinna mjöggreini- lega sterka samstöðu og vilja hjá starfsfólki félagsins til að takast á við erfiðleikana og gera nauðsynlegar breytingar til að aðlagast nýjum aðstæð- um. Eg trúi því einnig að stjórnvöld geri nauðsynlegar efnahagsráðstafanir sem bæti almenn rekstrarskilyrði." Hvað er það sem helst veldur þessum erfiðleikum? „Það er að sjálfsögðu margt sem veldur þessu. Slæm af- koma útgerðar og fiskvinnslu hefur geysileg áhrif i gegnum allt þjóðfélagið, því fiskiðnað- urinn og afkoma hans er jú undirstaðan sem flest annað byggist á. Þessari undirstöðu- atvinnugrein verður því ávallt að sjá fyrireðlilegum rekstrar- skilyrðum. Eg tel fjarri því að svo hafi verið gert. Stórhækk- aður fjármagnskostnaður, sem er í rauninni ekki orðinn nokkru líkur, hefur skapað mikinn vanda og það er alls ekki raunhæft að reikna með því að nokkur rekstur geti gengið miðað við þá vexti sem verið hafa að undanförnu. Þá hefur nokkur samdráttur orð- ið í sumum greinum verslunar- innar á þessu ári. Ymsar „Ég boða engar byltingar- kenndar breytingar" ástæður eru fyrir því, minnk- andi kaupgeta þó líklega fyrst og fremst.“ Má vænta breytinga hjá þér í rekstrinum? Eru einhver áform um niðurskurð eða sölu á versl- unum? „Eg boða engar byltinga- kenndar breytingar, hinsvegar verður maður að vera opinn fyrir öllum breytingum sem horfa til framfara. Eg útiloka alls ekki þann möguleika að selja eða leggja niður verslanir, í sumum tilfellum kannski til hagræðingar, í öðrum jafnvel til þess að opna nýjar betur staðsettar fyrir viðskiptavin- ina.“ Hvað verður um Hafnargötu 30? „Verslanirnar á Hafnar- götu 30 voru lengi mjög mikil- vægar í okkar verslunar- rekstri. Mikilvægi þeirra hef- ur hinsvegar minnkað með til- kornu annarra verslana Kaup- félagsins. Við höfum verið að þreifa fyrir okkur um sölu eða leigu á þessu húsnæði. Nokkr- ir aðilar hafa sýnt áhuga, en ennþá er of fljótt að segja til um hvað úr verður." Hvað með verslun á Suður- nesjum? Fer fólk mikið út fyrir svæðið til að versla í matinn? „Það fer alltaf eitthvað af verslun til Reykjavíkur, ná- lægðin er slík og samgöngur góðar. Eg held að matvöru- verslun fari ekki mikið út fyrir svæðið, enda eru engin skyn- samleg rök fyrir því. Matvöru- verslanir héreru bæði góðarog vöruverð í lágmarki." Nú hafið þið opnað verslanir í Garði og Vogum á undanförn- um árum, þó vitað sé að þær skili ekki rekstri „réttu megin við núllið". Til hvers er verið að opna búðir þar sem fyrirsjáan- legt tap er? „Bæði í Garðinum og í Vog- um höfðu kaupmenn rekið verslanir mjög lengi. Félags- menn í Kaupfélaginu, búsettir á þessum stöðum, höfðu af og til óskað eftir því að Kaupfél- agið setti upp verslanir í þess- um byggðarlögum. Það er óvíst að það hefði orðið til nokkurra hagsbóta fyrir íbú- ana að fjölga verslunum og dreifa þannig kröftunum um of. Samkeppni þessara versl- ana við stórverslanir í Kefla- vík-Njarðvík er slík að skortur á samkeppni hefur alls ekki verið fyrir hendi. Það kom svo að því á báðum þessum stöðum að kaupmenn- irnir lögðu niður sínar verslan- ir, þar sem þeir töldu ekki lengur grundvöll fyrir þeim. Ibúarnir óskuðu þá eftir því við Kaupfélagið að það keypti kaupmannaverslanirnar og héldi þannig uppi nauðsyn- legri þjónustu. Þetta var gert en það verður að viðurkennast að rekstur þessara búða er erfiður. Ég tel þó réttlætan- legt að reka þær jafnvel eitt- hvað fyrir neðan núllið vegna þess hversu nauðsynlegar þær eru fyrir íbúana og um leið framtíð þessara byggðarlaga. Það verður þó ávallt að fara varlega í þessu og hafa í huga, að það eru takmörk fyrir því hversu langt hægt er að ganga í slíku hugsjónastarfi." Þið rekið stórmarkað og byggingavöruverslun. Hvernig gengur rekstur þeirra í liarðri samkeppni? „Stórmarkaðurinn Sam- kaup hefur nánast verið i stöð- ugri sókn allt frá upphafi og var kominn með vel viðunandi rekstur þegar yfirstandandi ,,kreppa“ skall á. Rekstur Samkaupa hefur þyngst á þessu ári, en ég er bjartsýnn á þær breytingar sem verið er að gera þar núna ntuni skila árangri og þar sé betri tími framundan. Byggingavöruverslunin Járn og Skip á í harðri sam- keppni við höfuðborgarsvæð- ið. Érfiðleikar eru nú í rekstri hennar vegna hækkandi fjár- magnskostnaðar. Talsverðar sveiflur hafa ávallt verið í byggingaframkvæmdum á þessu svæði og hefur gengi þessarar verslunar nokkuð mótast af þeim. Ég tel að Járn og Skip veiti mjög mikilvæga þjónustu hér enda eru miklar kröfur gerðar til þeirrar versl- unar um vöruval og þjónustu. Miklir fjármunir eru bundnir í vörulager og vaxtakostnaður því mikill. Það má segja að möguleikar til mikils vöruvals og góðrar þjónustu byggist á því hvort Suðurnesjamenn velja að versla hér heinta þær vörur sem hér eru á boðstólum frekar en að flytja Ijármagnið rakleiðis til Reykjavíkur." Þið eruð í byggingafram- kvæmdum í Grindavík. Hvaða hugmvndir eru þar í gangi? „Bygging nýs verslunarhúss í Grindavík er nú fokheld. Verið er að vinna í teikningum og öðrum undirbúningi fyrir framhaldið. Framkvæmda- hraði ræðst mest af því hvernig almennt ástand í þjóðfélaginu verður á næstunni. Það er full- ur vilji fyrir því að koma þessu húsi sem fyrst í gagnið en að- stæður allar, svo sem rekstrar- afkoma og möguleikar til láns- fjárútvegunar, hafa breyst mikið til hins verra síðan fram- kvæmdir hófust þar fyrir al- vöru.“ Hvað finnst þér um Verslun- ardeild Sambandsins, sem á að taka að sér sameiginleg inn- kaup fyrir kaupfélögin? „Ég bind vonir við árangur af þessari skipulagsbreytingu og vona að hún leiði til hag- kvæmari reksturs og lækkun- ar vöruverðs.“ Að lokum Guðjón, sérðu fyrir þér bjartari tíð hjá kaupfélög- unum og þjóðarskútunni? „Já, ég vil trúa því að við sé- um í tímabundinni lægð sem okkur takist með sameiginlegu átaki að vinna okkur upp úr.“

x

Víkurfréttir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Víkurfréttir
https://timarit.is/publication/1102

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.