Víkurfréttir - 15.09.1988, Blaðsíða 8
\>iKun
8 Fimmtudagur 15. september 1988
Björn Vífill á
heimaslóðum á ný
Hinn kunni barþjónn,
Björn Vífill Þorleil'sson, er
kominn í rekstur á heima-
slóðum á ný. Að þessu sinni
er það barinn á Flughóteli
sem hann er tekinn við. Sem
kunnugt er hefur Björn Víf-
ill séð um vínsöluna í Þjóð-
leikhúskjallaranum fram að
þessu og þar áður m.a. Frí-
hal'narbarinn, auk þess sem
hann var, ásamt Ragnari
Erni, stofnandi að dans-
leikjahaldi í KK-húsinu, nú
Glaumbergi, í Keflavík.
Jörundur, hreinsaðu til!
Nú er sirkusinn, sem hér
dvaldi, farinn af landi brott.
Fnnþá standa þó minjar um
hann víða, svo sem auglýs-
ingar þær sem límdar voru
víða upp á veggi húsa af
þessu tilef'ni. Hljótum við því
að gera þá kröfu til Jörundar
Guðmundssonar, Voga-
manns, að hann hreinsi plak-
öt þessi í burtu hið snarasta.
En umræddur Jörundur var
leiðsögumaður sirkusmanna
um landið.
Hagstætt fyrir SBK
I siðustu Molum var rætt
um undirboð SBK varðandi
ferðir 9. bekkinga Holta-
skóla í Garð og Sandgerði.
Nú hefur komið í ljós að hér
var SBK ekki að tapa neinu.
Málið ér einfaldlega það að
tvær af þessum þremur ferð-
um, sem farnar eru daglega
með þennan hóp, falla inn í
áætlunarferðir milli stað-
anna. Fyrir morgunferðina
fá þeir þ.a.l. greitt um 5000
krónur og ætti að duga fyrir
kostnaði.
Hvar er baðvörðurinn?
Umræðan um óhöppin,
sem átt hafa sér stað í Bláa
lóninu hefur orðið til þess að
enn er ósvarað þeirri spurn-
ingu af hverju enginn bað-
vörður er á staðnum. Þegar
rætt er um baðvörð í þessu
sambandi er átt við mann,
sem er flugsyndur og kann
að beita fyrstu hjálp ef eitt-
hvað ber út af, þ.e. ka.nn
undirstöðuatriði í hjálp í við-
lögum. Þetta eru atriði sem
ættu að vera skilyrði á stað
eins og baðhúsinu við Bláa
lónið. Um það geta flestir ef
ekki allir verið sammála og
því ekki eftir neinu að bíða,
eða hvað?
Hvar var allt fólkið?
Ekki geta Suðurnesja-
menn hrópað hátt yfir þátt-
tökunni í Heimshlaupinu
’88. Allavega ekki ef þátttak-
an í Keflavík hefur sýnt þver-
skurðinn af Suðurnesjum í
þessu tilliti. Aðeins um 200
manns tóku þátt í þessum
merkisatburði og þar af eng-
inn af ráðamönnum Keflavík-
urbæjar eða sveitarfclaganna
þar í kring. Vonandi er á
þessu einhver önnur skýring
en leti en ljótt er að vita af
slíku áhugaleysi. Að lokum:
Hvar voru allir forstöðu-
menn íþrótta-, skóla- og
æskulýðsmála á svæðinu?
Fá Sandgerðingar
Helguvík?
Margir úr hópi sveitar-
stjórnamanna hafa haft
gaman af prentvillu undir
myndatexta í síðasta tölu-
blaði. Þar var rætt um
„Helguvík sem Sandgerð-
ingar vilja nú innlima í sveit-
arfélagið". Hér átti að sjálf-
sögðu að standa Garðmenn.
Hafa Sandgerðingar haft á
orði að að sjálfsögðu vilji þeir
Helguvík en Garðmenn vilja
ekki missa þetta framhjá sér,
að vonum, ef þeir þá hafa
einhvern möguleika.
Bergáskvöld
í Glaumbergi
Sérstakt ,,Bergáskvöld“
verður í Glaumbergi n.k.
laugardagskvöld. Bergásvar
og hét eini unglingadans-
staðurinn hér á árum áður og
var mikið sóttur af ungu
kynslóðinni sem nú nálgast
þrítugt (kannski ekki alveg).
Nú stendur til að rifja þessa
stemningu upp með öllu til-
heyrandi á laugardaginn.
Ekki veitti af að lífga við
gamla Bergásinn, því eins og
flestir hafa séð, þá hafa ungl-
ingar þurft að mæla Hafnar-
götuna undanfarin ár, þar
sem lítið sem ekkert er fyrir
þá að fara. Molar fregnuðu
af tveimur ungunt mönnum,
sem höfðu áhuga á að opna
Bergás á nýjan leik, en hættu
við, þarsem miklarogkostn-
aðarsamar endurbætur
þurfa að fara fram á staðn-
um. Krakkarnir verða þvi að
skoða götulífið áfram um
sinn nema að Arni Sam taki
upp þráðinn, lagi til í kjallar-
anum og opni aftur...
Gullið skín skærar
Veitingastaðurinn Sjávar-
gullið í Glaumbergi opnar
innan skamms eftir miklar
endurbætur, sem hafa átt sér
stað á „Gullinu" að undan-
förnu. Verður staðurinn lok-
aður frá Glaumbergi, dans-
staðnum, og barinn einungis
hafður fyrir matargesti. Er
þetta hugsað til að matar-
gestir geti haft huggulega
stund fyrir og eftir mat í
þægilegu umhverfi, án þess
að fá dansgesti yfir sig. Nýr
matseðill verður kynntur og
ýmislegt flcira skemmtilegt,
þannig að fjölbreytnin í veit-
ingahúsamálum er að aukast
á nýjan leik en aðeins eitt
„vínveitingahús" hefurverið
opið að undanförnu, Glóðin.
Aðrar reglur á Akureyri
Þó sirkusinn færi víða unt
land voru aðeins notaðir að-
göngumiðar, prentaðir á er-
lenda tungu. A Akureyri
komust sirkusmenn þó ekki
upp með neitt múður, annað
hvort aðgöngumiðar á ís-
lensku eða engin sýning leyfð
sagði fógetinn á staðnum.
Þrátt fyrir þetta virðast sirk-
usmenn ekki hafa lært af
mistökum sínum, því hvergi
annars staðar var talin
ástæða til að leyfa landanum
að skilja livað stóð á miðum
þeim, er þeir höfðu undir
höndum.
Umsjón: Emil Páll
Árni hinn 13.
Þá vita menn það að Árni
Samúelsson, eigandi Nýja
bíós í Keflavík og fyrrum
kaupmaður í Víkurbæ, er
meðal ríkustu manna þessa
lands samkvæmt úttekt
Frjálsrar verslunar. Er hann
talinn níundi til þrettándi
ríkasti einstaklingurinn með
hreina og skuldlausa eign
upp á litlar 300 milljónir
króna. Samkvæmt þessuætti
hann að geta hresst nokkuð
upp á hið önturlega innra út-
lit bíóhússins hér suður frá
og losað bæinn við kofa-
óprýðina þar fyrir neðan, án
þess að hafa miklar áhyggjur
af kostnaðinum.
Busavígsla til sóma
Það er óhætt að fullyrða að
busavígsla Fjölbrautaskóla
Suðurnesja hafi farið vel
fram í ár. Enda allt annað yf-
irbragð en því miður réði
ríkjum undanfarin ár. Er
ekki laust við að sumir áhorf-
enda hafi blóðlangað til að fá
að vera með í ár og taka þar
með þátt í leikaraskapnum.
SUÐURNESJAMENN!
Oll hlaup til
Reykjavíkur eru óþörf
því VEÐDEILD SPARI-
SJÓÐSINS í KEFLAVÍK
hefur til sölu:
Verðtryggð spariskirteini
ríkissjóðs,
verðtryggð skuldabréf
útgefin af veðdeildinni.
Einnig tökum við
verðbréf í umboðssölu.
önnumst kaup og sölu
á veðskuldabréfum.
Innleýsum spariskír-
teini ríkissjóðs
samdægurs.
Leitið upplýsinga
hjá Veðdeild
Sparisjóðsins í
Keflavík, við
Suðurgötu,
sími 15800.