Víkurfréttir


Víkurfréttir - 15.09.1988, Blaðsíða 10

Víkurfréttir - 15.09.1988, Blaðsíða 10
mun HAGKAUP HAGKAUP „RÍKIГ í HÓLMGARÐINN? — Afgreiðslustörf Hagkaup vill ráða starfsfólk til afgreiðslustarfa í verslunum sínum í Reykjavík. Ferðir greiddar fyrir starfsfólk utan Stór-Reykjavíkursvæðisins. Upplýs- ingar fást hjá starfsmannahaldi Hagkaups, síma 91- 686566 milli kl. 13 og 17 alla virka daga. Starfsmannastjóri verður til viðtals í Hagkaup Njarðvík, föstudaginn 16. og mánudaginn 19. sept- ember n.k. milli kl. 10 og 12. Fimmtudagur 15. september 1988 11 10 Fimmtudagur 15. september 1988 Við bjóðum þér að „leggjast“ í leikfimi. Stórkostlegt tækifæri fyrir alla sem vilja styrkja vöðva og grennast. FÍNT FORM kerfið býður upp á 7 mismunandi bekki sem styrkja og grenna viðkomandi. Þú leggst upp í bekkina og þeir sjá um að vinna á viðkomandi vöðvum og líkamshlutum. Hver bekkur er 7-8 mínútur að í senn og samtals tekur „hringurinn" um klukkustund. Engin þreyta - enginn sviti - en árangur færðu að sjá. Hver og einn er mældur og vigtaður áður en hafnar eru æfingar í fyrsta sinn, svo og aftur eftir ca. 8 tíma prógram. Nánari upplýsingar og tímapantanir í síma 15955. Vertu í FÍNU FORMI. Líkamsrækt Óskars Hafnargötu 23 - Keflavík Gallery-kynning Snyrtivörukynning á Gallery-vörum miðviku- daginn 21. sept. kl. 20. Snyrtifræðingur úr Reykjavík kynnir. . X \ \ \ 1 I !!/// x SÓLBAÐSSTOFAN / S'GhEV Sími 11616 Hafnargötu 54 - Keflavík Líkamsrækt Óskars Ingibjörg Gunnarsdóttir: „Ætti að vera í lagi“ „Ég hef bara ekki hugleitt það,“ sagði Ingibjörg Gunn- arsdóttir, er blaðamaður spurði hana álits á staðsetn- ingu áfengisverslunarinnar í Hólmgarði 2, en Ingibjörg var að sækja barn á Garðasel. -Svona fljótt á litið? „Ég held að það ætti að vera allt í lagi.“ Ragnar Sigurðsson: „Ekki of hrifinn" „Ég yrði ekkert voðalega hrifinn af þessu ef ég byggi hérna í hverfinu," sagði Ragn- ar Sigurðsson, sem var að sækja barnið sitt á Garðasel, en blaðamaður lagði fyrir hann þá spurningu hvað hon- um fyndist um flutning ÁTVR í Hólmgarðinn. -Getur þú bent á annan stað undir áfengisverslunina? „Er ekki ágætt að hafa hana þar sem hún er?“ Svala Svavarsdóttir, forstöðukona Garðasels: „ðsmekklegt við hliðina á bamaheimili" Einn þeirra staða, sem kom- ið hafa inn í umræðuna vegna fyrirhugaðs flutnings Áfengis- og tóbaksverslunar ríkisins í Hólmgarð 2, er dagheimilið Garðasel. Rætt hefur verið um þá hættu sem börnunum staf- ar af hinni miklu bílaumferð, sem fylgir verslun sem „rík- inu“. Víkurfréttir komu við á Garðaseli fyrir helgina og tóku forstöðukonuna, Svölu Svav- arsdóttur, tali. „Þetta er ósmekklegt að leyfa áfengisverslun við hlið- ina á uppeldisstofnun,“ sagði Svala, er hún var spurð hvað henni fyndist um flutning ÁTVR í Hólmgarðinn. „Fyrir utan alla slysahættuna, sem stafar af umferðinni; hún er voðaleg" bætti Svala við. „Hingað eru sótt um 80 börn á sama tíma, milli klukk- an fimm og sex, þannigaðekki er umferðin, sem myndast fyrir lokun á föstudögum í rík- inu, til þess að bæta það.“ -Hafið þið gert einhverjar ráðstafanir vegna fyrirhugaðs flutnings ÁTVR í hverfið? „Við erum búin að óska eft- ir því við bæjaryfirvöld að sett verði upp há girðing til þess að loka okkur hér á Garðaseli frá þessu og hefur bæjarstjóri tek- ið vel í málið. Það er allt í lagi að setja „ríkið“ þar sem ekki er verið að ala upp börn,“ sagði Svala Svavarsdóttir að lokum. Litlu kórstrákarnir fjórir ásamt foreldrum sínum og sóknarprestinum, séra Þorvaldi Karli Helgasyni. Ljósm.: hbb Við messu í Ytri-Njarðvík- urkirkju síðasta sunnudag voru 6 börn skírð. Vildi svo skemmtilega til að fjögur barnanna, allt drengir, áttu foreldri er starfar í kirkjukór Ytri-Njarðvíkurkirkju. Auk þess sem foreldrar eins barns- ins starfa báðir við kórinn, fað- irinn syngur en móðirin er org- anistinn. Um er að ræða Hrein Gunn- ar, foreldrar: Gróa Hreins- dóttir og Guðmundur Sigurðs- son; Guðmund, foreldrar: Jónína Jónsdóttir og Stefán Guðmundsson; Tryggva Frey, foreldrar; Sigríður Sigurgeirs- dóttir og Smári Traustason og Einar Þór, foreldrar: Eydís Eyjólfsdóttir og Stefán Einars- son. Þessu til viðbótar upplýstist það að með haustinu bætast vonandi þrjú börn í hópinn, þar sem tvö foreldri til viðbót- ar úr hópnum eiga von á litlum krílum, þar af tvíburum í ann- að skiptið. Má því segja að kórfélagarnir í Ytri-Njarðvík- urkirkju séu all frjósamir. Frjósamir körfélagar Reynir Ólafsson, íbúi við Norðurgarð: „Aukin umferð með tilkomu áfengisversl- unarmnar „Ein af ástæðunum fyrir því að við hcr í hverfinu erum á móti ílutningi áfengisverslun- arinnar í hverfið er hin aukna umferð sem myndast við til- komu verslunarinnar," sagði Reynir Olafsson, tbúi í Norð- urgarði, í viðtali við Víkur- fréttir. „Það er verið að úthluta okkur íbúðahverfi með lokuð- um göturn, þegar einokunar- verslun hér á Suðurnesjum er skyndilega skellt niður í hverf- ið,“ sagði Reynir og hélt áfram: „Ogekki minnkarum- ferðin við tilkomu bjórsins. Mér finnst það ósmekklegt af opinberu fyrirtæki að ráðast inn í íbúðahverfi. Það erslæni reynsla af því úr Reykjavík. -Hvað með aðstöðu fyrir börtiin í hverfinu? „Hún erslæm. Þau þurfa að nota bæjargrasið undir knatt- spyrntiiðkun, þannig að eini staðurinn til að iðka knatt- spyrnu í hverfinu er við göt- una. Þessi áfengisverslun er hag- stæð fyrir verslunina í hverf- inu cn ekkert annað,“ sagði Reynir að lokum. Undirskrifta- söfnun í bígerð Eitt mesta hitamál, sem komið hefur upp að undanförnu er sú fregn að Áfengis- og tó- baksverslun rikisins ætli sér að opna verslun að Hólmgarði 2 í Keflavík. Stendur nú yfir undir- búningur að almennri undir- skriftasöfnun gegn ákvörðun þessari, auk þess sem óánægja hefur komið inn á borð bæjar- stjórnarmanna í Keflavík. En hvað segja íbúarnir sjálf- ir? Til að fá að einhverju leyti úr því skorið tókum við nokkra þeirra tali og birtast þau viðtöl hér með.

x

Víkurfréttir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Víkurfréttir
https://timarit.is/publication/1102

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.