Víkurfréttir - 15.09.1988, Blaðsíða 15
Fimmtudagur 15. september 1988 15
P Ljósm.: hbb.
IBK enn í fallbaráttu
Ekki lókst Keflvíkiní>um að losna við falldrauginn er þeir töpuðu fyrir Val í SL-mótinusl. laug-
ardag í Keflayík. Valur skoraði 3 ntörk gegn einu ntarki ÍBK,sem RagnarMargeirsson skoraði.
Næsti leikur íBK er gegn Þór á Akureyri en sá síðasti við Víking í Keflavík. í BK dugir 1 stig til að
halda sæti sínu í dcildinni. Þá er Ijóst að Frank Llpton ntun ekki Jþjálfa ÍBK-liðið á næsta timabili.
Heimir Karlsson, þjálfari Víðis:
Gunnar
Jóhannsson
formaður
körfuknatt-
leiksdeildar
ÍBK
Gunnar Jóhannsson hefur
tekið við formennsku í körfu-
knattleiksráði ÍBK af Skúla
Skúlasyni. AukGunnarssitjaí
ráðinu Sigurbjörg J. Eðvalds-
dóttir, Stefán Kristjánsson,
Árni Árnason, Brynjólfur
Nikulásson, Magnús Guð-
finnsson, Margrét Sturlaugs-
dóttir og Egill Reynisson.
Smiðir óskast
Óskum eftir aö ráða smiði. Þurfa að geta
byrjað strax. Uppl. á skrifstofunni milli kl.
10.00-12.00 fyrir hádegi og í símum 985-
22735 (Halldór) og 985-22736 (Margeir).
Husanes4/
HH=
Starfskraftur óskast
Hjá íslandslax hf., Grindavík, er
laust hlutastarf. Starfið er fólgið í því
að færa bókhald fyrirtækisins, þar
með talið launabókhald.
Vinnutími verður ca. fimmtán stund-
ir á viku, eftir nánara samkomulagi.
Viðkomandi verður að hafa staðgóða
bókhaldsþekkingu og reynslu af
tölvuvinnslu.
Umsókn, ásamt upplýsingum um
menntun og fyrri störf, sendist til ís-
landslax hf., pósthólf 55, 240 Grinda-
vík, fyrir 21. september nk.
Nánari upplýsingar veitir Hildur í
síma 68788.
ÍSLANDSLAX HF.
Atvinna
Ragnarsbakarí óskar eftir að ráða
skrifstofustúlku. Vinnutími frá kl. 13-
17. Upplýsingar í síma 12120.
íþróttamiðstöð
Njarðvíkur
óskar eftir konu til afleysinga við bað-
vörslu og fleira. Nánari upplýsingar
veitir undirritaður.
Stefán Bjarkason,
íþrótta- og æskulýðsfulltrúi.
Atvinna
Blikksmiðja Ágústar Guðjónssonar
óskar eftir að ráða menn í vinnu. Góð
laun fyrir færa menn. Upplýsingar í
síma 12430.
Blikksmiðja Ágústar Guðjónssonar
Vesturbraut 14, Keflavík.
Víðir á ..forkaupsréttinn"
„Það er öruggt að ég legg
þjálfunina á hilluna, allavega í
bili. Eg er búinn að fá nóg og
ætla að taka mér frí frá henni og
einbeita mér að því að spila
sjálfur. Eg hef mikinn hug á að
leika í 1. deildinni næsta sumar
og þá kemur aðeins eitt félag til
greina - Valur,“ sagði Heimir
Karlsson, þjálfari og leikmaður
Víðis í Garði í samtali við DV.
Það hefur marga rekið í
rogastans við það að sjá þessi
orð í DV á mánudag. Ýar eitt-
hvað til í þeim? Blaðamaður
Víkurfrétta hafði samband við
Heimi og kannaði málið.
„Þetta er einhver misskiln-
ingur hjá blaðamanni DV.
Hann talaði við mig eftir leik
Víðis og KS, byrjaði að tala um
leikinn en spurði síðan um
áform að loknu þessu keppnis-
tímabili. Eg sagði honum m.a.
að nokkur knattspyrnufélög
ustu viku. Fyrir utan hversu
mikil rangtúlkun er í þeim
texta sem blm. DV hefur eftir
mér; er hann orðum of auk-
inn.“
-Þannig að þú munt halda
áfram þjálfun Viðisliðsins?
„Það hefur ekki komið til
umræðu. Mér skilst að stjórn
Víðis ráði þjálfara til eins árs
og ræði síðan um áframhald-
ið,“ sagði Heimir og bætti við:
„Víðisliðið er efst á blaði hjá
mér varðandi þjálfun en önn-
ur lið, sem talað hafa við mig,
eru sett neðar í röðina. „For-
kaupsrétturinn" er hjá Víði.“
-Hvernig hefur vistin verið í
Garðinum?
„Eg hef kunnað ágætlega
við liðið. Þetta eru góðir strák-
ar, bæði félags- og knattspyrn-
ulega, en það þarf ýmislegt að
laga. Öll aðstaða til knatt-
spyrnuiðkunar er mjög góð,“
sagði Heimir Karlsson að lok-
um.
Reykjanesmót í körfu:
Stórsigur ÍBK
Keflvíkingar lögðu Reyn-
ismenn að velli með glæsi-
brag, í fyrsta leik sínum á
Reykjanesmótinu í körfu-
knattleik, 163:40. Staðan í
hálfleik var 80:23. Njarðvík-
ingar báru sigurorð af
Grindvíkingum 69:66 í
hörkuspennandi leik í fyrstu
umferð mótsins.
Næstu leikir eru í kvöld en
þá mætir ÍBK Grindvíking-
um kl. 19:30 og strax á eftir
mætast Njarðvíkingar og
Haukar. Á sunnudag kl. 14
mætast Keflvíkingar og
Haukar en Reynismenn og
Grindvíkingar eigast við
strax á eftir.
Urslit mótsins munu síðan
ráðast á þriðjudag í næstu
viku, þegar leikjum Keflvík-
inga og Njarðvíkinga annars
vegar og Hauka og
hinsvegar er lokið.
leikur Keflvíkinga og Njarð-
víkinga kl. 19:30 en hinn
strax að honum loknum.
Ljósm.: hbb.
hefðu haft samband við mig.
Eg neita því ekki að það er
freistandi að ganga til liðs við
Valsmenn. Það er svolítið ein-
kennilegt að DV birti þetta
viðtal við mig viku eftir að það
var tekið, en ekki strax í síð-