Víkurfréttir - 15.09.1988, Blaðsíða 16
16 Fimmtudagur 15. september 1988
TILKYNNING
frá Heilbrigðiseftirliti Suðurnesja
Öllum þeim sem hyggja á dúfnahald í þétt-
býli á Suðurnesjum, er skylt að leita leyfis
Heilbrigðisnefndar Suðurnesja.
Skriflegum umsóknum ásamt teikningum
af dúfnahúsum skal skila til Heilbrigðiseft-
irlits Suðurnesja, Vesturbraut 10a, 230
Keflavík.
Dúfnahús, sem eigi hafa hlotið samþykki
heilbrigðisnefndar, verða fyrirvaralaust
fjarlægð á kostnað eigenda.
Heilbrigðisfulltrúi
Heiðurslaun
Brunabótafélags íslands
1988
í tilefni af 65 ára afmæli Brunabóta-
félags íslands, 1. janúar 1982, stofn-
aði stjórn félagsins til stöðugildis hjá
félaginu til þess að gefa einstakling-
um kost á að sinna sérstökum verk-
efnum til hags og heilla fyrir íslenskt
samfélag, hvort sem er á sviði lista,
vísinda, menningar, íþrótta eða at-
vinnulífs. Nefnast starfslaun þess,
sem ráðinn verður:
Heiðurslaun
Brunabótafélags íslands.
Stjóm Bí veitir heiðurslaun þessi
samkvæmt sérstökum reglum og
eftir umsóknum. Reglurnar fást á
aðalskrifstofu Bí á Laugavegi 103 í
Reykjavík og að Hafnargötu 58 í
Keflavík.
Þeir, sem óska að koma til greina
við ráðningu í stöðuna á árinu 1989
(að hluta eða allt árið), þurfa að
skila umsóknum til stjórnar félags-
ins fyrir 1. október 1988.
Brunabótafélag íslands.
Upphaf heiinshlaupsins í Keflavík. Ágúst Matthíasson fyrir miðri mynd, en það kom í hans lilut að
starta hlaupinu..
Keflavík:
200 tðku þátt í
heimshlaupinu '88
Þrátt fyrir að veðurguðirn-
ir hafi verið mjög hollir Suð-
urnesjabúum á sunnudag,
tóku aðeins 200 manns þátt í
Heimshlaupi ’88, sem fram
fór i Keflavík þann dag. Var
um að ræða göngu eða hlaup
á tæplega fjögurra kílómetra
löngum hring og mátti fara
hringinn einu sinni, tvisvar
eða þrisvar.
Það var hinn gamalkunni
íþróttamaður Agúst Matt-
híasson sem startaði hlaupi
þessu. Sést hann á efri mynd-
inni ásamt hópnum sem fór
fyrstur af stað.
Einn af þeim er höfðu undirhúninginn í Keflavik á sínum herð-
Ulll, Rúnar Helgason. Ljósmyndir: hbb.
Opið bréf: ,
Aðgát skal höfð í
nærveru sálar
9. sept. 1988
Hr. ritstjórar
Víkurfrétta.
Fréttir ykkar af slysi
frönsku stúlkunnar stangast
heldur betur á. Stúlkan var í
lóninu ásamt félögum sínum.
Þið segið að hún hafi fallið í
hné-djúpt vatnið. I Molum s.l.
fimmtudag, 8. sept., stendur
„er bláa lónið hættulegt?".
Þið segið lónið „ekki hættu-
legt“ og engu þar um að
kenna.
Þar hafið þið nú sest á dóm-
arapall. Fengið aðgang að
dánarorsökum þeirra manna
sem drukknuðu þar (þeir
drukknuðu þar). Ég veit or-
sökina með minn son.
Ég veit þvílíkur forarpyttur
og gróðrastía þessi baðstaður
er. Ég veit líka að þeir sem
þennan baðstað reka eiga um
sárt að binda, ef þeir missa úr
nokkra baðgesti fyrir van-
rækslu. Ég segi vanrækslu.
Ég hélt að það væri skylda
að hafa baðvörð á hverjum al-
mennum sundstað. Baðvörð
sem er starfi sínu vaxinn. En
mikill vill meira. Það kostar
seðla að hafa baðvörð. Tvö
hundruð króna gjaldið, sem
þessir nýju rekstraraðilar fá
fyrir hvern gest, dekkar ekki
baðvörð. En hvernig væri
bara i dýrtíðinni að hækka
gjaldið fyrir hvern gest um
hundrað krónur. Svo þrjú
hundruð krónur væru gjafverð
fyrir hvern gest.
Þegar minn sonur drukkn-
aði í Bláa lóninu var hverjum
frjálst að fara í iónið á hvaða
tíma sólarhringsins sem var.
Margir nýttu sér þá aðstöðu.
Enda frítt. Slysið með son
minn skeði 22. janúar 1986 kl.
2.30 eftir hádegi, 6 stiga frost
var úti. Aðstaðan var engin til
að klæða sig úr fötunum nema
fyrir exem-sjúklinga í skúr.
Sonur minn var hraustur,
harðduglegur sjómaður, 31 árs
og ýmsu vanur. Bæði að synda
í köldum sjó og oft í Bláa lón-
inu.
Ég tel mestu mildi að ekki
skuli hafa orðið fleiri slys þar.
Lónið er misheitt og fer það
eftir veðri. Þeir sem brotist
hafa inn drukknir að næturþeli
í Bláa lónið hjá hinum nýju að-
ilum hafa sloppið fyrir Guðs-
náð með skrekkinn. Eitt enn:
Dæmið ekki, svo þér munið ei
dæmdir verða.
G.Th.