Víkurfréttir


Víkurfréttir - 15.09.1988, Blaðsíða 18

Víkurfréttir - 15.09.1988, Blaðsíða 18
VÍKWÍ 18 Fimmtudagur 15. september 1988 \4utm Afsláttur af eldri skuldum Á fundi bæjarráðs Njarðvíkur hinn 12. sept- ember s.l. var til umfjöllun- ar innheimta eldri bæjar- sjóðsgjalda. Eftirfarandi var bókað: „Vegna undirbúnings fjár- málaráðuneytisins að reglum um uppgjör á gömlum skatt- skuldum launafólks þar scm kveðið er á um niðurfeilingu að hluta ef gert er upp strax hefur innheimta eldri útsvarsskulda nánast stöðvast. Vegna þessa fordæmis forsvarsmanna rík- issjóðs verður bæjarsjóði ókleift að innheimta eldri bæj- arsjóðsgjöld ncma vcitt séu sömu kjör þeint vanskila- mönnunt sem vilja greiða upp skuldir sínar við bæjarsjóð strax. Því ályktar bæjarráð að leggja til að bæjarstjóra verði vcitt heimild til að semja við skuldara bæjarsjóðs um sömu kjör og nú er í undirbúningi að veita skuldurum ríkissjóðs. Með vísan til ofangreindrar heimildar hef ég i dag ákveðið að eftirfarandi reglur skuli gilda um uppgjör eldri útsvara scm eru í vanskilum við bæjar- sjóð Njarðvíkur: I.: 30% niðurfellingá heildar- skuld ef gert er upp fyrir áramót. Þeir sem velja þcnnan kost greiði upp skuld sína í þremur hlut- um, þ.e. 1. október n.k., I. nóvember n.k. og I. des- ember n.k. Þá eru 30% skuldarinnar eins og hún stendur þann dag sem sam- ið er felld niður og vextir ekki reiknaðir á greiðslu- tímanum. 2. : 15% niðurfelling á heildar- skuld ef gert er upp á níu ntánuðum. Þeir sem velja þennan kost greiði upp skuld sína í níu jöfnum hlutum, þ.e. mánaðarlega. Þá eru 15% skuldarinnar eins og hún stcndur þann dag sem samið er felld nið- ur og vextirekki reiknaðir á greiðslutímanum. 3. : Skuldingreiddmeðskulda- bréfi til 3ja ára. Þeir sem velja þennan kost greiði upp skuld sína með 36 jöfn- um greiðslum, þ.e. mánað- arlega í þrjú ár. Þá verður ekki fellt niður neitt af skuldinni né af dráttar- vöxtum, en skuldabréfíð verður verðtryggt miðað við lánskjaravísitölu og ber 1,5% vexti. Innheimtukostnaður verður fclldur niður i öllum tilfellum. Rcglur þessar eru hliðstæðar þeim sem nú eru í undirbún- ingi í fjármálaráðuneytinu. Innan skamms verða vanskila- skuldir afhentar Gjaldheimtu Suðurnesja til innheimtumeð- ferðar og eftir það verður skuldarinn að semja við lög- fræðinga hennaref hann hefur ekki gert upp skuldina eða samið um greiðslu hennar." Samkvæmt þessu er Njarðvík fyrsta sveitarfél- agið sem tekur upp reglur þessar, en þær eru nú til umfjöllunar hjá Sambandi ísl. sveitarfélaga. Vegna þessa sagði Oddur Einars- son, bæjarstjóri í Njarðvík, ,,að það væri virkileg ástæða til þess fyrirsveitar- félögin að forsvarsmenn ríkisins tækju á sig tap það sem samfara því er að fella niður þessar tekjur, þ.e. eldri skuldir, enda væri hér um fylgikvilla staðgreiðsl- unnar að ræða." Námsflokkar Haustönn 1988 Eftirtalin námskeið verða kennd á haustönn 1988, ef næg þátttaka fæst: 1. Myndlist 30 stundir. Kennd verða undirstöðuatriði mynd- listar, meðferð lita og grunnforma. Þátttakendur mála og teikna. Verð kr. 6.000. 2. Ræðumennska og tjáning. 30 stundir. Nemendur þjálfaðir í að tjá sig munn- lega. Talæfingar, myndbandanotkun. Verð kr. 6.000. r@$ámw 13. Enska fyrir byrjendur. 30 stundir. Námskeið ætlað þeim sem rifja vilja upp undirstöðuatriði í ensku. Hentugt fyrir þá sem stefna að námi í öldungadeild en hafa litla undirstöðu. Verð kr. 6.000. 3. Trésmíðanámskeið. 30 stundir. Kennd undirstöðuatriði trésmíðavinnu með handverkfærum og vélum. Nemendum gefst kostur á að smíða eigin gripi. Verð kr. 6.000. 14. Stærðfræði fyrir byrjendur. 30 stundir. Námskeið ætlað þeim sem rifja vilja upp undirstöðuatriði í stærðfræði. Hentugt fyrir þá sem stefna að námi í öldungadeild en hafa litla undirstöðu. Verð kr. 6.000. 4. Málmsuðunámskeið. 30 stundir. Kennd undirstöðuatriði í málmsuðu. Verð kr. 6.000. 5. Kór. 40 stundir. Þátttakendur þjálfaðir í kórsöng og gefinn kostur á að syngja opinberlega. Ókeypis. 6. fslendingasögur. 25 stundir. Lesin skemmtileg íslandssaga, t.d. Hrafnkelssaga Freysgoða ogNjála. Texti skýrður og ræddur. Stefnt að ferð á söguslóðir. Verð kr. 5.000. 7. Matreiðsla fyrir byrjendur. 30 stundir. Kennd einföld en góð eldamennska. Verð kr. 6.000. 8. íslenska fyrir útlendinga. 30 stundir. Verð kr. 6.000. 9. Spænska fyrir byrjendur. 30 stundir. Verð kr. 6.000. 10. Skjalavistun. 10 stundir. Kennd undirstöðuatriði skjalavistunar og geymslu. Verð kr. 2.000. 11. Hlífðargassuða. 12 stundir. Kennd undirstöðuatriði hlífðargassuðu (mig og tig). Verð kr. 2.400. 12. Kælitækni. 20 stundir. Nemendum kennt eftirlit og viðhald á vélum í kælitækni (einkum frystingu). Verð kr. 4.000. 15. Danska fyrir byrjendur. 30 stundir. Námskeið ætlað þeim sem rifja vilja upp undirstöðuatriði í dönsku. Hentugt fyrir þá sem stefna að námi í öldungadeild en hafa litla undirstöðu. Verð kr. 6.000. 16. Sálfræði fyrir byrjendur. 20 stundir. Kynning á almennri sálfræði. Umræðufundir. Verð kr. 4.000. 17. Ljósmyndun fyrir byrjendur. 25 stundir. Kennd undirstöðuatriði almennrar ljósmyndunar og framköllunar. Verð kr. 5.000. 18. Ljósmyndun - f ramhaldsnámskeið. 20 stundir. Ætlað þeim sem lokið hafa byrjenda- námskeiði. Verð kr. 4.000. 19. Bókband fyrir byrjendur. 30 stundir. Þátttakendum kennd undirstöðuatriði bókbands. Verð kr. 8.000. Takmarkaður þátttak- endafjöldi. 20. Skrautritun. 20 stundir. Þátttakendum kennd undirstöðuatriði skrautritunar. Verð kr. 4.000. Flest námskeiðin eru kennd einu sinni í viku, 2-3 stundir í senn. Skráning fer fram á skrifstofu FS og skal innritunargjald greitt strax við skráningu. Námsbækur og efni greiðist sérstaklega. Öll ofan- greind námskeið verða haldin ef næg þátttaka fæst. Námsflokkar FS Afmæli Þorsteinn Árnason, Austur- götu 12, verður 48 ára á morg- un, föstudaginn 16. septemb- er. Hann tekur á móti gestum í fiskmarkaðinum, Njarðvík, á milli kl. 17 og 19 á morgun í kokteil og snittur. Vinir og vandamenn Prófastur vísiterar Keflavíkur- kirkju Við messu í Keflavíkur- kirkju á sunnudag fer fram ár- leg vísitasía prófasts. Er það séra Bragi Friðriksson, pró- fastur Kjalarnesprófastdæm- is, sem mun prédika og þjóna fyrir altari ásamt sóknarpresti, séra Ólafi Oddi Jónssyni. Kór Keflavíkurkirkju syng- ur. Organisti og stjórnandi kórsins er Örn Falkner. Litla leikfélagið: Starfsemin kynnt Starfsár Litla leikfélagsins í Garði hófst á sunnudag með kynningarfundi í_ samkomu- húsinu í Garði. Á fundinum var starfsemi félagsins kynnt, auk þess sem rætt var um verk- efni vetrarins. Nokkur fjöldi núverandi og „fyrrverandi" félaga LL mættu á fundinn. Kom fram að leikstjóri hafi verið ráðinn til að stýra leik- verki vetrarins, en ekki hefur enn verið ákveðið hvað tekið verður fyrir en undir smá- sjánni eru bæði gamanleikrit og alvarlegri verk.

x

Víkurfréttir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Víkurfréttir
https://timarit.is/publication/1102

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.