Víkurfréttir - 15.09.1988, Blaðsíða 2
2 Fimmtudagur 15. september 1988
Skemmdarverk í
Myllubakkaskóla
Það var ljót aðkoma fyr-
ir þá sem komu í Myllu-
bakkaskóla að morgni
laugardagsins. Þá um nótt-
ina hafði einhver eða ein-
hverjir óvelkomnir gestir
unnið þar skemmdarverk.
Var búið að sparka upp
þremur hurðum, reyna
mikið við peningaskápinn,
stela videoupptökutæki og
að lokum reyna að stela
sjónvarpstæki. Er mál
þetta nú í rannsókn hjá
rannsóknarlögreglunni í
Keflavík.
Grindavík:
Gott hjá
Eldeyjar-Hjalta
„Þetta er allt saman voða-
legadauft, þettaersvotiltíð-
indalaust," sagði viðmæl-
andi blaðsins á hafnarvigt-
inni í Grindavík, þegar
blaðantaður hafði samband
þangað eftir helgina. „Það
ríkir hér nokkurs konar
millibilsástand, þ.e.a.s. bát-
ar eru að hætta á humarveið-
um og eru að fara yfir á línu-
veiðar og nokkrir á troll. Það
hafa tveir verið á línu en hafa
hreinlega ekki fengið neitt.
Stærsta löndunin var hjá
Eldeyjar-Hjalta, en hann
landaði sextiu tonnum í síð-
ustu viku. Skipið er með
beitningavél og fékk aflann
fyrir austan land,“ sagði við-
mælandi blaðsins að end-
ingu. Aflaverðmæti Eldeyj-
ar-Hjalta er 3,5-3,8 milljónir
eftir sjö daga útiveru. Eru
þetta mestu aflaverðmæti
sem einn línubátur hefur
borið að landi í Grindavík úr
sama túrnum.
Ritstjórinn í það
heilaga
Það var mikið um dýrðir sl. laugardag í Golfskálanum í Leiru. Til-
cl'nið var að þann dag voru gefin saman i hjónaband Ásdís B. Pálma-
dóttir og Páll H. Ketilsson, annar ritstjóra Víkurfrétta. Sr. Þor-
vuldur Karl Helguson vígði ungu hjónin í Ytri-Njarðvíkurkirkju.
Palli er því ekki lengur einn í hciminum . . .
Kropp á
dragnöt
Veiðin hjá Keflavíkurbát-
unum hefur verið upp og of-
an í síðustu viku. Lítil veiði
hefur verið hjá netabátum.
Dragnótabátar hafa verið að
kroppa og hefur afli þeirra
verið æði misjafn en Farsæll
á toppinn, 9,4 tonn. Veiðin
hjá netabátum hefur ekki
verið glæsileg, mest 2,6 tonn i
síðustu viku, en fór allt niður
fyrir eitt tonn það slakasta.
Einn bátur er byrjaður á
línuveiðum og landaði 9,4
tonnum á laugardag.
Dapurt hjá
Sandgerðis-
bátum
Það var mjög dapurt fiskirí-
ið hjá Sandgerðissjómönnum í
síðustu viku, ef mið er tekið af
þeim tölum sem fengust á
Hafnarvoginni í Sandgerði eft-
ir helgina.
Tveir dragnótabátar lönd-
uðu samtals 12 tonnum í síð-
ustu viku. Það voru Njáll og
Bliki. Einn netabátur var á
veiðum og landaði „ekki
neinu“, en trillurnar voru með
upp í tvö tonn á línuveiðum.
Af öðrum fréttum af vigtinni
var að allt væri í ró og spekt,
a.m.k. ennþá.
Munið, að fleira er
kjör en króna
tií-
VERÐOESA
- góð vörn gegn verðhækkunum
Alþýðusamband íslands,
Bandalag starfsmanna ríkisog
bæja og Neytendasamtökin
beina þeim tilmælum til alls
launafólks að það taki virkan
þátt í verðlagseftirliti.
Þú getur gerst virkur þátt-
takandi í verðgæslunni með
því að skrá niður verðið þar
sem þú verslar. Fáir þú ekki
fullnægjandi skýringu á því
verði sem þú þarft að greiða
hringdu þá í kvörtunarsíma
Verðlagsstofnunar 91-622101,
sendu kvörtun til Verðlags-
stofnunar, Laugavegi 118 d,
105 Reykjavík eða hafðu sam-
band við þitt verkalýðs- eða
neytendafélag.
Vegna ákvörðunar ríkis-
stjórnarinnar um verðstöðvun
frá 27. ágúst til 31. september
n.k. hefur Verðlagsstofnun leit-
að til ASI og aðildarfélaga þess
og óskað eftir santvinnu vegna
framkvæmdar verðstöðvunar-
innar.
Verkalýðs- ogsjómannafélag
Keflavikur og nágr. og Verka-
kvennafélag Keflavíkur og
Njarðvíkur létu framkvæma
verðkönnun miðvikudaginn 7.
sept. í matvöruverslununum í
Keflavík og Njarðvík. Þar kom í
ljós að ýmsar verslanir bjóða
aðrar vörutegundir á lægra
verði en fram kemur í verðkönn-
uninni svo sem kartöflur og
hveiti og eru auk þess með til-
boðsverð í gangi öðru hverju,
viljum við benda neytendum á,
að kvnna sér vel þessi tilboð og
nýta sér þau. Munið að fleira er
kjör en króna.
F.h. V.S.F.K.
Guðmundur Finnsson
F.h. V.K.F.K.N.
Guðrún E. Ólafsdóttir
Verðqesla tHL VERÐCÆSLA
Vonilcgiiiulir Naíu á IniiV. Hagkaup. Nafu á InuV Samkaup. Nafu i bi'uV Sparkaup. Nafu á Iniö: N&B Hrinebraut. Nafn á luiö: N&B Hólmearði. Nuíu á luiö: Kaupfélagið Hafnare. 30 Nafn á tuiö: Fíabúð. Nafu á bmV Homið. Nafu d luiö: Kaupfélagið Faxabr. 27
Nautahakk, 1 kg. 483.- 510.- 510.- 365.- 599.- 510.- 586.- 510.- 510.-
Kindahakk, 1 ke. 389.- 456.- 456.- 450.- 450.- 456.- Ekki til. 456.- 456.-
Hveiti, Pillsbury 5 Ibs. 100.- Ekki til. Ekki til. 128.- 116.- 114.- 122.- Ekki til. 120.-
Svkur. 2 ke. 66,- 66,- 71.- 68.- 69.- 72.- 76.- 68.- 72,-
Haframiöl. 475 gr. 53.- 55.- 60.- 61.- 57.- 61.- 60.- 59.- 61.50
Smiörlíki, 500 gr. Lióma. 91.- 91.- 91.- 92.- 92.- 91.- 92.- 89.- 91.50
AlDa. 300 er. 74.- 74.- 75.- 85.- 87.- 84.- 76.- 72.- 72.-
.Smjörvi, 300 gr. 135.- 135.- 135.- 126.- 129.- 135.- 129.- 130.- 134.50
Kaffi, 1 pk. Kaaber. 106.- 99.- 105.- 111.- 106.- 103.- 99.- 103.- 107.-
Laukur. 1 kg. 75.- 78.- 108.- 107.- 117.- 106.- 120.- 117.- 102.-
Bananar, 1 kg. 155.- 149.- 187.- 182.- 190.- 186.- 180.- 168.- 186.-
Kelloees komflakes. 500 er. 136.- Ekki til. 149.- 146.- 146.- 156.- 149.- 152.- Ekki til.
Frón kremkex. 94.- 82,- 98.- 99.- 94.- 99.- 97.- 95.- Ekki til.
Frón miólkurkex. 109.- 105.- 127.- 120.- 118.- 127.- 119.- 123.- 127.-
Ora erænar baunir. l/l dós. 78.- 86.- 98.- 104.- 128. - 101.- 92.- 101,- 101.-
Ora blandað erænmeti, l/l dós 108.- 120.- 136.- 145.- 128.- 138.90 126,- Ekki til. 141.10
Svali. 1/4 1. 22.- 21.- 23.60 22.- 25.- 23.- 25.- 25.- 24.-
Kókómiólk. 1/4 1. 30.- 30.- 32.- 32.- 30.- 32.- 32.- 32.- 32.-
Hreinol uppbvottalögur, 500ml 55.- 87.- 61.- 61,- 53.- 55.- 51.- 59.- 59.-
Þrif hreineemingal. 550 gr. 72.- 72.- 80.- 82.- 'i 79.- i 84,- 78.- Ekki til. í 80.50 i