Víkurfréttir


Víkurfréttir - 15.09.1988, Blaðsíða 20

Víkurfréttir - 15.09.1988, Blaðsíða 20
AFGREIÐSLA BLAÐSINS er að Vallargötu 15. - Símar 14717, 15717. SPURÐU SPARISJÓÐINN Búið að leggja fram skaðabóta- kröfu „Við erum margbúnir að tala við þessa menn,“ sagði Eilert Eiríksson, en í sumar réð Gerðahreppur til sín „verk- taka“, sem sá um „merking- ar“ á helstu götum byggðar- lagsins. Verktakinn gekk þannig f'rá verkinu aðstórlega sá á götunum, þarsem línurn- ar voru bæði skakkar og lýti á byggðarlaginu. „Við erum hættir að tala við þá, þar sem sýnt er að þeir munu ekkert gera tii þess að laga þetta. Það er bara að vona að nagladekk- in éti upp merkingarnar í vet- ur. Gerðahreppur er búinn að leggja fram skaðabótakröfu á hendur fyrirtækinu. Vegtak hefur hvorki staðið við það að hafa iínurnar réttar né að laga þær,“ sagði Ellert Eiríkssonað lokum. Hasar eftir árekstur: Kjálkabraut bílstjórann Um klukkan 4 aðfaranótt sunnudagsins urðu vegfarend- ur í bifreið, sem var á leið inn Reykjanesbraut, varir við bif- reið sem kom á öfugum vegar- helmingi móti þeim, rétt hjá Kúagerði. Var bifreiðinni,sem ók inn eftir, þá ekið eins utar- lega í vegkantinn og hægt var og stöðvuð þar. Sá sem var á öfugum vegar- helmingi ók, þrátt fyrir það, utan í liina bifreiðina ogstöðv- aði ekki aksturinn, heldur hélt áfram ferð sinni suður braut- ina. Varfyrrnefndubifreiðinni því snúið við og ekið á eftir hinni suður eftir og reynt að stöðva ökuþórinn, sem sinnti því engu og gaf frekar í, ef eitt- hvað var og var ökuhraðinn stundum vel á annað hundrað- ið. Er ökuþórinn var kominn á Fitjarnar í Njarðvík ók hann yfirm umferðareyju og síðan yfir aðra við Grænásinn en áfram hélt hann þó og stöðv- aðist ekki fyrr en í Sandgerði. Þegar þar var komið sögu var bílstjóra aftari bílsins orð- ið mjög heitt í hamsi í garð hins seka, snaraði sér út og reif upp bílstjórahurð tjónvaldsins og reif hann út og gaf honum einn á’ann. Kom þá í ljós að hinn seki var all ölvaður. Er hér var komið sögu urðu íbúar í nærliggjandi húsum varir við læti úti fyrir í kjölfar slagsmálanna og létu lögregl- una vita; tilkynntu raunar um að verið væri að misþyrma manni fyrir utan hjá þeim, enda vissu þeir ekki aðdrag- anda málsins. Auk þessa ökumanns voru þrír aðrir teknir fyrir grun um meinta ölvun við akstur þessa sömu helgi, þar af varð annar þeirra valdur að umferðar- óhappi. Innsiglingin til Sandgerðis: Ófær stærri bátum í brælu „Við vorum búnir að bíða í hálfan mánuð eftir dýpkunar- skipinu þegar þetta gerðist,” sagði Sigurður Bjarnason, hafnarstjóri í Sandgerði, en dýpkunarskipið Grettir sökk út af Snæfellsnesi aðfaranótt miðvikudagsins í síðustu viku á leið til Sandgerðis. „Einmitt þann dag sem Grettir sökk átti hann að hefja framkvæmdir hér í Sandgerðishöfn,” sagði Sigurður. Innsiglingarrennan í Sand- gerðishöfn er um 40 metra breið og svæði það sem bor- pramminn var að vinna á í sumar er um 30 metra breitt. Með sprengingum á athafna- svæði prammans hefur innsigl- ingin grynnkað um 2,5 til 3 metra. „Þetta þrengir innsigl- inguna mikið og hún er ófær stærri bátum ef veður versnar. En innsiglingin verður hreins- uð,“ sagði Sigurður. -Hvenær verður það fram- kvæmt? Verður framkvæmd- um lokið fyrir áramót vegna óhappsins? „Framkvæmdum verður lokið löngu fyrir áramótin. Það verður tekin ákvörðun hjá Sigfingamálastofnun, okkur og ístaki í þessari eða næstu viku,“ sagði Sigurður Bjarna- son, hafnarstjóri, að lokum. Bærinn gefur framkvæmdirnar Fyrir fundi bæjarráðs Njarðvíkur í síðasta mánuði var erindi frá sóknarnefnd Ytri-Njarðvíkurkirkju varð- andi framkvæmdir við kirkj- una og skiptingu kostnaðar. Um mál þetta var bókað eftir- farandi: „Bæjarráði er það mikil ánægja að verða við óskum sóknarnefndar um skiptingu kostnaðar þannig að kirkjan greiði minnihluta þess kostn- aðar, þ.e.a.s. kr. 471.536. Eft- irstöðvarnar kr. 1.000.000 samþykkir bæjarráð að verði gjöf bæjarins til kirkjunnar. Jafnframt þessu samþykkir bæjarráð að framvegis verði viðhald umhverfis kirkjuna í höndum bæjarins, kirkjunni að kostnaðarlausu.” TRÉ-X byggingavörur Iðavöllum 7 - Keflavík - Sími 14700 I ~l b <1II liil ——1 m sss»» ^ TRÉ Játuðu nokkur innbrot í Sandgerði Mennirnir tveir, sem voru úrskurðaðir i gæslu- varðhald í síðustu viku vegna innbrota í Sand- gerði, hafa verið leystir úr varðhaldi. Að sögn John Hill, lögreglufulltrúa rann- sóknarlögreglunnar, hafa þeir játað á sig innbrot í kaupfélagið á staðnum og nokkra báta. Er málið talið vera að fullu rannsakað. Tíð rúðubrot og slæm um- gengni í mið- bænum Tíð rúðubrot hafa að undanförnu orðið að nóttu til urn helgar í miðbæ Keflavíkur. Hafa verið að jafnaði brotnar rúður í tveimur til fjórum fyrir- tækjum við Hafnargötu aðfaranætur föstudags og laugardags. Um síðustu helgi var sama uppi á teningnum en þá voru t.a.m. brotnartjór- ar rúður aðfaranótt sunnu- dagsins. Tókst lögreglunni að hafa upp á sumum þeirra, sem grunaðir voru um verknaðinn, en aðrir sluppu. ^ Eru rúðubrot þessi, svo og hin slæma umgengni um bæinn að næturþeli um helgar, nú orðin alvarlegt vandamál sem finna þarf lausn á hið fyrsta. Það er munur að hafa „séra“ í bæjarstjóra- stólnum . . .

x

Víkurfréttir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Víkurfréttir
https://timarit.is/publication/1102

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.