Víkurfréttir


Víkurfréttir - 27.04.1989, Qupperneq 6

Víkurfréttir - 27.04.1989, Qupperneq 6
\>ÍKUK \ 6 Fimmtudagur 27. aprfl 1989 Lionsklúbburinn Öðinn: Gaf fjjórum aðilum peningagjafir Lionsklúbburinn Óðinn í Keflavík afhenti fjórum að- ilum veglegar peningagjafir í sérstöku hófi á Glóðinni fyr- ir skömmu, samtals krónur 450.000. Helming upp- hæðarinnar fékk byggingar- nefnd Iþróttabandalags Keflavíkur, kr. 250.000, til tækjakaupa í hinn nýja sal íþróttahússins. Kvennaat- hvarfinu í Reykjavík voru af- hentar kr. 100.000 og svo fékk Þroskahjálp á Suður- nesjum 50.000 kr. og sömu upphæð fékk Golfklúbbur Suðurnesja til unglingastarf- semi. Þetta fé er ágóði af starf- semi Óðins, sem aðallega felst i jólahappdrætti og kaffisölu á Þorláksmessu. Fulltrúar frá viðkomandi aðilum mættu við þetta tæki- færi, að kvennaathvarfinu undanskildu, og tóku á móti gjöfunum. Frá afhendingu Oðinsmanna. F.v.: Jón B. Olsen, Guðmundur Margeirsson, I lelgi Hólm, Jón Pálmi Skarphéðinsson og Sigriður Fyjólfsdóttir. Ljósm.: pkct. Litla leikfélagið Garði rumsýnir í kvö/d míudaginn 27. apríl damanleikinn rtVMU SEGIR mamm, VIÐ þvr Leiksti$irÁhraim Kisl ' s’Jon. Edda V. Guðrr 3 si>n-n9 ,au9arc|ag 29/4 kl Mjfapantanirísím; 3 timimi fyrir sýn Frá aðalfundi Fiskmarkaðar Suðurnesja í síðustu viku. F.v.: Evjólfur.Guð- mundsson, l.ogi Þorntóðsson, Daníel Einarsson, Gunnlaugur Dan Olafs- son og Ólafur Þór Jónsson. Ljósm.: hbb. Fiskmarkaður Suðurnesja: Hlutafé aukið Rekstrartap varð á Fisk- markaði Suðurnesja, um 730 þúsund krónur, á síðasta starfsári. Kom þetta fram á aðalfundi markaðarins í stð- ustu viku. Astæða fyrir rekstrartap- inu mun vera sú að fjár- magnskostnaður varð meiri en í upphafi hafði verið gert ráð íyrir. Þá mun hlutafé vera of lítið. A aðalfundinum var samþykktur samhljóða stuðningur við samþykkt stjórnar FMS um aukningu hlutafjár og hvatning til hluthafa að auka sinn hlut í fyrirtækinu. Ólafur Þór Jónsson, fram- kvæmdastjóri Fiskmarkaðs Suðurnesja, sagði í samtali við blaðið að megin ástæða fyrir hinum mikla fjár- magnskostnaði væri að hug- myndir um ftskmarkaðinn hefðu breyst. I upphafi var hugmyndin að setja upp fjar- skiptamarkað, en nú ergólf- markaður orðinn stór þáttur í rekstrinum og hafa verið keypt stór hús í Keflavík og Grindavík. Fiskmarkaður Suðurnesja á fiskikör að verðmæti um 10 milljónir króna og hefur yfir að ráða dýrum tölvubúnaði. Ólafur sagði að til þessara framkvæmda hefðu verið tekin skammtímalán, sem hefðu reynst mikil byrði fyrir markaðinn og nú er unnið að því að fá lánunum breytt og einnig að koma hlutafé markaðsins í allt að 10 millj- ónir króna, eins og stjórn hefur heimild til. (titiU Annasamt hjá lögreglu Mjög annasamt var hjá lögreglunni í Grindavík um síðustu helgi. Frá kl. 16 á laugardeginum til 04 aðfara- nótt sunnudagsins fékk Iög- reglan sextán útköll, flest sökum ölvunar. Urðu að jafnaði að bíða eitt til tvö út- köll, þar sem lögreglan náði ekki að anna álaginu. Um helgina var einnig brotist inn í sundlaugina j Grindavík og þar unnar töluverðar skemmdir á eig- um. Þá urðu tveir minnihátt- ar árekstrar í síðustu viku. Grindavík: Ulvunar- akstursbrot- um fjölgar Ölvunarakstursbrotum hefur fjölgað til mikilla muna í lögsagnarumdæmi lögreglunnar í Grindavík. Það sem af er þessu ári hefur Grindavíkurlögreglan tekið ellefu ökumenn fyrir meinta ölvun við akstur, en á sama tíma i fyrra voru sex öku- menn teknir. Það sem vekur einna mesta athygli er að í apríl hafa verið teknir fimm ökumenn fyrir meinta ölvun við akstur.

x

Víkurfréttir

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Víkurfréttir
https://timarit.is/publication/1102

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.