Víkurfréttir


Víkurfréttir - 27.04.1989, Page 7

Víkurfréttir - 27.04.1989, Page 7
\>iKun juUit Hótelin á Suðornesjum: Nýting all góð í sumar Nokkuð jafnar og góðar bókanir eru á hótelin hér syðra ef mið er tekið af könnun er blaðið gerði á hótelunum fjór- um hér á Suðurnesjum. Full- bókað er á öll hótelin, að Flug Hóteli undanskildu, en þar er vei bókað. Var að heyra á hót- elstjórunum að þeir væru bjartsýnir á nýhafið sumar. Á Hótel Keflavík, sem einn- ig rekur Hótel Kristína í Njarðvík, er allt fullbókað fram í endaðan júlí og margir á biðlista. Að sögn Steinþórs Jónssonar, hótelstjóra, þá er hér um að ræða jafnari og betri bókanir heldur en i fyrra. Mjög breytilegt er hvaðan gestirnir koma og úr hvaða starfsstéttum. Nokkuð er um það að flugáhafnir gisti hótelið og liggja frammi margar bók- anir þess eðlis. Að lokum sagði Steinþór að minna væri um Is- lendinga en t.d. í fyrra. Á Gistihúsinu við Bláa lóniði fengust þær upplýsingar að allt væri yfirfullt og yrði það langt fram á sumar. Flestir þeirra er gista á Gistihúsinu við Bláa lónið eru af erlendu bergi brotnir og dveljast í lengri tíma, allt að 20-30 daga. Eig- andi Gistihússins, Þórður Stefánsson, sagði að ásókn væri mikil í lítið sumarhús er stæði við Gistihúsið og væri það mikið notað af fjölskyldu- fólki. Steinþór Júlíusson á Flug Hóteli sagði að aðsókn á hótel- ið hefði verið þolanleg það sem af væri þessu ári,.en Flug Hót- el er jafnframt yngsta og stærsta hótelið hér á Suður- nesjum og þar er unnið mark- visst að kynningu á hótelinu fyrir utan svæðið. Þrátt fyrir að hótelið sé ungt, þá er vel bók- að fyrir sumarið og sagðist Steinþór Júlíusson verp bjart- sýnn á það sem framundan er. Fimmtudagur 27. apríl 1989 7 Mikill fjöldi safnaðist í skrúðgönguna. Ljósm.: hbb. Sumardagurinn fyrsti: Góð þátttaka almennings Góð þátttaka var í hátíð- arhöldum sumardagsins fyrsta hér á Suðurnesjum. Keflvíkingar og aðrir Suður- nesjamenn fjölmenntu í skrúðgöngu frá skátaheimil- inu í hátíðarguðsþjónustu. Eftir að guðsþjónustu var lokið fjölmenntu krakkar á túnið við hlið sýslumanns- og bæjarfógetaskrifstofanna og glímdu þar við þrautir er Heiðarbúar höfðu komið þar upp. Seinnipart sumardags- ins fyrsta var síðan haldið bingó í skátaheimilinu. í byggðarlögunum utan Keflavíkur fór einnig allt vel fram og góð þátttaka var í víðavangshlaupum og öðr- um hátíðarhöldum sem upp á var boðið. Ertu að gera fokhelt? Ef svo er, þá eigum við allt sem þarf. Tökum dæmi: ■ Við eigum allt í uppsláttinn gluggaefni • Grindarefni og sperrur þakpappa • þakjárn og einangrun, utanhússklæðningu og fleira. ■ Að sjálfsögðu eigum við öll verkfæri og vinnugalla. Allt frá fyrsta nagla til hins síðasta. Járn& Skip V/VÍKURBRAUT - 230 KEFLAVÍK - SfMI 15405 GRAFlSK HÖNNUN auglýsingaþjónusta f

x

Víkurfréttir

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Víkurfréttir
https://timarit.is/publication/1102

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.