Víkurfréttir


Víkurfréttir - 27.04.1989, Blaðsíða 15

Víkurfréttir - 27.04.1989, Blaðsíða 15
vmsmth ' ■■. ****"■? ' *«**■& "gf*1 118 -r**' •‘V'é**- . ” ^ ' íifliT* lÆl'm TÉ ' d** Hér cr að vísu verið að brenna sinu undir eftirliti, en það dugar þó oft ekki. Því er með öllu bannað að brenna sinu. Ljósm.i cpj. Sinubmnavertíðin að hefjast Nú er sá árstími að hefjast þegar slökkviliðin þurfa að þeytast um allar jarðir vegna sinubruna, en bannað er að brenna sinu frá 1. maí og auk þess sem hætta getur stafað af sinubrunum þó á öðrum tímum sé. Fyrsta tilkynningin á þessu vori sem Brunavarnir Suðurnesja fengu vegna slíks kom á sunnudag. Þar var þó engin hætta á ferðum, þar sem jarðeigandi í Leiru var sjálfur að brenna sinuna undir eftirliti. Slökkviliðin á Suðurnesj- um hafa síðan um helgi fengið þó nokkur útköll vegna sinubruna. Vímuvarnar- dagur Lions Laugardaginn 6. maí 1989 er Vímuvarnadagur Lions á öll- um Norðurlöndum. Af þvítil- efni verður fundur í Félagsbiói þann dag. Vímulaus æska, foreldra- samtök, hafa farið þess á leit við Lionsklúbba um land allt að þeir efni til fundar þar sem vakin er athygli á skaðsemi vímuefna, sem stöðugt hel- taka fleiri ungmenni hér á landi og um heim allan. Það hefur verið verkefni Lions undanfarin 4 ár að styrkja kennsluefni Lions Quest eða ,,að ná tökum á til- verunni“ og hefur því verið mjög vel tekið úti í þjóðfélag- inu og ekki hvað síst hjá for- eldrum. Neysla fíkniefna og ofneysla áfengis eru eitt erfiðasta vandamálið sem mannkynið stendur frammi fyrir nú á dög- um. Nauðsynlegt er því fyrir alla foreldra að fræðast um skað- semi vímuefna til þess að geta rætt opinskátt við barnið um þá þætti. Það er hlutverk okkar for- eldranna að láta framtíð barna okkar okkur varða og ala þau upp sem heilbrigða og ábyrga einstaklinga. Þannig eru þeir tilbúnir til að leggja meira af mörkum til samfélagsins en þeir þiggja frá því. Fundurinn 6. maí nk. hefst kl. 14:00 og er gert ráð fyrir að hann standi í eina og hálfa klukkustund. Fundarstjóri mun verða Kon- ráð Lúðviksson læknir. Frummælandi á fundinum verður Jón Guðbergsson frá Vímulausri æsku. Einnig munu taka til máls foreldrar og ungmenni svo og Arthúr Farestveit, formaður vímu- varnanefndar Lions á íslandi. Tónlistaratriði verða frá Tónlistarskólum Keflavíkur, Njarðvíkur og Gerðahrepps. Fundir þessir um land allt hafa verið mjög vel sóttir og er það von okkar að sem flestir foreldrar og unglingar mæti á fundinn. Foreldrar spyrja oft sjálfa sig hvað þeir geti gert til að koma í veg fyrir vímuefna- notkun barna sinna. Til að svara þessu og fleiru munu sitja fyrir svörum meðal ann- arra Arnar Jensson, yfirmaður fíkniefnadeildar lögreglunnar í Reykjavík. Lionsklúbbur Keflavíkur og Njarðvíkur. Lionessuklúbbur Keflavíkur og Njarðvíkur. Lionsklúbburinn Óðinn. Lionsklúbburinn Garður. Leoklúbburinn Siggi. Vimulaus æska forddrasamtök. Fimmtudagur 27. apri'l 1989 15 Óskum launþegum til hamingju með dag verkalýðsins. Takið þcítt í skemmtunum Iðnsveinafélag Suðumesja Óskum starfsmönnum okkar og samtökum þeirra til hamingju með dag verkalýðsins. Keflavíkurverktakar hf. Oskum félögum okkar og öðrum launþegum til hamingju með dag verka- lýðsins. Starfsmannafélag Suðurnesjabyggða

x

Víkurfréttir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Víkurfréttir
https://timarit.is/publication/1102

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.