Víkurfréttir


Víkurfréttir - 27.04.1989, Qupperneq 16

Víkurfréttir - 27.04.1989, Qupperneq 16
16 Fimmtudagur 27. apríl 1989 Fundir - Námskeið Sjóefnavinnslan hf. Aðalfundur Sjóefnavinnslunnar hf. verður haldinn föstudaginn 28. apríl nk. kl. 17.00 í Festi, Grindavík. Dagskrá: Venjuleg aðalfundarstörf skv. samþykkt- um félagsins. Reikningar fyrirtækisins liggja frammi á af- greiðslu Hitaveitu Suðurnesja vikufyrirað- alfund. Frá ferðanefnd Sjö daga ferð um Vestfjarðakjálkann verð- ur farin 24. júní. Sætapantanir á afgreiðslu S.B.K., sími 11590. Verkalýðs- og sjómannafélag Keflavíkur og nágrennis Námskeið Sjálfsþekking - Sjálfsöryggi Vitað er að andleg líðan og sjálfsöryggi er mikilvægt fyrir einstaklinginn í starfi og einkalífi. Tilgangur námskeiðsins er að leið- beina einstaklingum að meta stöðu sína og kenna árangursríkar aðferðir í samskipt- um. Á námskeiðinu kynnast þátttakendur: • Hvaða persónulegan stíl þeir hafa í samskiptum. • Hvernig sérstæð reynsla einstaklingsins mótar hann • Hverjir eru helstu áhrifaþættir í samskiptum • Hvernig má greina og skilja fjölskyldutengsl • Hvernig ráða má við gagnrýni • Hvernig finna má lausnir í árekstrum • Hvernig læra má samskipti sem auka sjálfsöryggi Leiðbeinendur eru sálfræðingarnir Álfheiður Steinþórsdóttir og Guðfinna Eydal Námskeiðið verður haldið á Víkinni fjögur kvöld, dagana 17. og 18. maí og 22. og 23. maí nk., ef næg þátttaka fæst. Innritun og nánari upplýsingar í síma 15777 frá kl. 9-16 alla virka daga til 9. maí nk. Notið þetta einstaka tækifæri. Stjórnin \>imr< jutUi Dalvíkurbátarnir Haraldur EA 62 og Hafsteinn EA 262 við bryggju í Keflavík um síðustu helgi. Ljósm.: epj. Fundir - Mannfagnaðir Stangaveiðifélag Keflavíkur OPIÐ HÚS verður haldið í Iðnsveinafélagshúsinu föstudaginn 28. apríl kl. 20:30. Gestur fundarins verður Rafn Hafnfjörð. Mætið vel og stundvíslega. Nefndin Sálarrann- sóknarfélag Suð- urnesja auglýsir 20 ára afmælisfundur félagsins verður hald- inn fimmtudaginn 4. maí kl. 20:30 í húsi fél- agsins að Túngötu 22, Keflavík. Gestir fundarins verða séra Sigurður Haukur Guðjónsson og skyggnilýsingamiðillinn Þórhallur Guðmundsson. Félagsfólk fjölmennið. Stjórnin 1. maí fundur Alþýðubanda- lagsins í Keflavík/Njarðvík verður haldinn í Iðnsveinafélagshúsinu Tjarnargötu 7 kl. 20.30. Dagskrá: 1. Ólafur G. Kristjánsson: „Lýðræðisleg réttindi verkafólks á alþjóðagrund- velli.“ Kynning á Pathfinder bókaforlaginu. 2. Hörður Bergmann: „Jafnaðarstefna og kjarabarátta. Hvað þarf að endtir- meta?“ Fundarstjóri: Jóhann Geirdal. Kaffiveit- ingar. Allir velkomnir. Stjórnin A uglýsingasímar Víkurfrétta eru 14717 og 15717. Aflinn fluttur norður í land Undanfarnar vikur hefur nokkuð borið á því að skreið- arverkendur við Eyjafjörð kaupi sjávarafla af fiskverk- unarstöðvunum á Suður- nesjum og aki honum til vinnslu norður yfir heiðar. Um síðustu helgi komu til Keflavíkur Dalvíkurbátarn- ir HaraldurEAogHafsteinn EA og lönduðu aflanum hér. Var honum síðan ekið ís- uðum í kör norður til Dal- víkur til vinnslu. Var annar bátanna með 5 tonn en hinn 6,3 tonn. Eru fiskflutningar sem þessir nokkuð fátíðir héðan af Suðurnesjum a.m.k. Sandgerðishöfn: Reykur í Víði KE Þegar skipverjar á Víði KE mættu um borð í bátinn á föstudag, urðu þeir varir við mikinn reyk frá eldavél í bátnum. Varbrugðistsnöggt við og slökkvitæki fengin úr nærliggjandi bátum, þar sem tæki um borð virkaði ekki. Var sprautað á eldavélina þar til allur reykur hvarf. Ekki mun hafa logað mikill eldur í vélinni og skemmdir urðu ekki miklar sökum reyks. Blúsbrot á Glóðinni í kvöld Hljómsveitin Blúsbrot spilar á Glóðinni í kvöld. fimmtudagskvöld, frá kl. 22:30 til 01:00. Hljómsveit- ina skipa þeir félagar Vignir Dagason, fæddur og uppal- inn Keflvíkingur, LeoTorfa- son, Olafur Stolzenwald, Svavar Sigurðsson og Gunn- ar Arnason. Þeir félagar spila aðallega jass og blús.

x

Víkurfréttir

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Víkurfréttir
https://timarit.is/publication/1102

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.