Víkurfréttir


Víkurfréttir - 18.05.1989, Page 13

Víkurfréttir - 18.05.1989, Page 13
\iiKun jUOU Fimmtudagur 18. maí 1989 13 Sorpeyðingarstöðin: Rifíst um brotajárnið Nú stendur fyrir dyrum útboð á akstri brotajárns- hauganna sem eru á lóð Sorpeyðigarstöðvar Suður- nesja við Hafnaveg. Miðast útboðið við akstur annað hvort á lóð íslenska stálfél- agsins eða til Sindrastáls, en báðir þessir aðilar sækja það stíft að fá niálminn. Að sögn Jóns Norðfjörðs úr framkvæmdastjórn SS standa yfir þreifingar vegna hugsanlegs kostnaðar við akstur á brotajárninu en miðað er við að hann taki um fjóra mánuði. Sorpeyðingarstöð Suðurnesja við Hafnaveg. Ef myndin prentast vel má sjá ruslahauga hægra megin við stööina, en þeireru nánast að kalfxra stöðina og er járnarusl uppistaðan. <•/>/. Halldór Leví varalands- forseti JC Halldór Leví Björnsson, JC Suðurnes, var um síðustu helgi kosinn einn af þremur varalandsforsetum JC hreyf- ingarinnar á íslandi. Gerðist þetta á þingi samtakanna sem fram fór á Akrtrevri. Er þetta í fyrsta sinn í ára- tug sem þetta virkt embætti hjá JC hreyfingunni kemur í hlut Spðurnesjamanns, eða síðan' Árni Ragnar Árnason var landsforseti JC ísland. Yfirmanns- skipti hjá Varnarliðinu Yfirmannaskipti fóru fram hjá varnarliðinu nú á þriðjudag við hátíðlega at- höfn á Keflavíkurflugvelli. Var það Thomas F. Hall, flotaforingi, sem leysti Eric A.' McVadon, flotaforingja, af hólmi eftir tveggja og hálfs árs starf. Landgræðsluátak á Suðurnesjum: Skólafólk sáir og gróðursetur Annað árið í röð hafa skól- arnir hér á Suðurnesjum tekið sig saman um landgræðslu- átak í maímánuði, sem Rallað er Vordagar Vigdísar til heið- urs forseta Islands. Land- græðsluátak skólafólks sl. vor tókst einkar vel í alla staði. Að sögn Ásgeirs Beinteins- sonar, yfirkennara grunnskól- ans í Sandgerði, þá hefur reynslan sýnt að heppilegustu verkefnin hér á Suðurnesjum, fyrst í stað, eru sáning á áburði og grasfræi, gróðursetning lúpínuhausa og að hlúð sé að skógarlundum sem komnir eru af stað á svæðinu. Landgræðsluátak þetta hef- ur tvíþættan tilgang. í fyrsta lagi að klæða landið og í öðru lagi að koma inn skilningi og áhuga fyrir landgræðslu og gróðurvernd meðal unglinga á svæðinu. Gerðaskóli mun vera með handsáningu á áburði oggras- fræi og gróðursetningu lúpínu- hausa, Holtaskóli verður með gróðursetningu á lúpínuhaus- um. Myllubakkaskóli í Kefla- vík og grunnskólarnir í Sand- gerði og Vogum munu sá gras- fræi og áburði. Þá mun vinnu- skólinn í Grindavík sjá um dreifingu á grasfræi og áburði og vinna að grisjun á Selskógi. Að hausti munu nemendur 8. bekkjar grunnskólans í Grindavík safna lúpínu og birkifræi, ásamt víðisgræðling- um umhverfis Grindavík. SKÓSUÐ, félag skóla- stjórnenda á Suðurnesjum sótti um styrk til Keflavíkur- bæjar til kaupa á lúpínuplönt- um og hefur bæjarráð Kefla- víkur samþykkt styrk til kaupa á 2-3000 plöntum. Sumarerobikk byrjar 22. maí - HRAÐIR, HRESSIR TÍMAR 3svar í viku í íþróttahúsinu í Njarðvík. Hringið strax í síma 16133 eða 14098. Hittumst hress - Anna Lea og Brói Grindvíkingar athugið Oskum eftir að taka á leigu einbýlishús í Grindavík í skiptum fyrir leigu á einbýlis- húsi í Keflavík. Góðri umgengni heitið. Nánari upplýsingar veitir Þorsteinn í síma 12804 og 68255. Suðurnesjamenn, athugið! Framvegis verður afgreiðsla blaðsins opin sem hér segir: Mánudaga-fimmtudaga frá kl. 9-17 Föstudaga frá kl. 9-15 Ef þið þurfið að hafa samband við afgreiðsl- una á öðrum tímum, er bent á heimasíma ritstjóranna. mun Útiker. Áburður fyrir garða og inniplöntur. Garðverk- færi í úrvali. Veitingar um helgar. OPIÐ frá 10-22 i yjy alla daga, Þurrskreytingar og lifandi skreytingar. um helgar og á kvöldin. Ný sending af gjafa- vörum. Garðhúsgögn úr tré. Ávextir VÍKUR BLÓM Þeir sem kaupa garð- verkfærin hjá okkur fá í og grænmeti. ' GRÓÐURHÚSIÐ í Njarðvík Simi16188 bónus vinnu- vettlinga. Pottablóm. Afskorin blóm. Sjálfvökvun- arker. Pottamold. Vikur. Hjá okkur fáið þið einnig ýmsa smavoru

x

Víkurfréttir

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Víkurfréttir
https://timarit.is/publication/1102

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.