Morgunblaðið - 10.12.2015, Blaðsíða 6

Morgunblaðið - 10.12.2015, Blaðsíða 6
6 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 10. DESEMBER 2015 ing á því sem okkur grunaði,“ segir Þórir Hrafnsson upplýsingafulltrúi atvinnuvega- og nýsköpunarráðu- neytisins einn þeirra sem unnu skýrsluna. Hann segir mikilvægt að taka tillit til þess að við gerð hennar var miðað við kyn þess sem var í for- svari fyrir umsóknina um styrkinn og því sé ekki víst að kynjahlutföllin séu jafnskökk og skýrslan sýni. Nú hefur umsóknarferlinu verið breytt þannig að kyn allra sem koma að umsókninni kemur fram. „Á meðan unnið var að skýrslunni var mikil umræða hjá fulltrúum sjóðanna um hvort eitthvað í gangverki sjóðanna gerði það að verkum að hallar á annað kynið,“ seg- ir Þórir. Að sögn Þóris sækja fleiri karlar en konur um þessa styrki og þeir sækja líka um hærri upphæðir. „Það er ein skýringin, en við verðum að spyrja okkur hvers vegna svo sé. Við viljum skilja þetta betur.“ til styrkveitinga runnu til verkefna sem karlar voru í forsvari fyrir og konur fengu þar lægri styrki en karl- ar, þrátt fyrir að hafa sótt um hærri styrki að meðaltali. Konur í hópi um- sækjenda um styrk frá Tækniþróun- arsjóði voru talsvert færri en karlar en úthlutunarhlutfall þeirra var hærra. Þar var meðalupphæð styrkja til karla og kvenna nánast sú sama. Þegar tölurnar fyrir alla sjóðina eru teknar saman kemur í ljós að heildar- upphæð styrkja og lána til verkefna sem karlar eru í forsvari fyrir er 4,3 sinnum hærri en það sem fer til verk- efna kvenna. Karlar sækja um meira fé Í skýrslunni er bent á að konur hafi almennt verri aðgang að fjármagni og meðal leiða sem bent er á til úr- bóta er að að endurskoða umsókn- arferlið fyrir styrkina. „Þessar niðurstöður eru staðfest- Viðar Guðjónsson vidar@mbl.is Vopn verða sett í fimm lögreglu- bifreiðar hjá lögreglunni á höfuð- borgarsvæðinu í næstu viku að sögn Sigríðar Bjarkar Guðjóns- dóttur, lögreglustjóra hjá emb- ætti lögreglustjórans á höfuð- borgarsvæðinu. Þjálfun lögreglu- manna á meðferð og umgengni um skotvopnin lýkur í dag. Emb- ættið er með 60 ökutæki í notkun, þar af 50 merkt og skráð til neyð- araksturs. Þar af eru fimm bílar búnir geymslum undir vopn. Umræða á villigötum Sigríður telur umræðu um vopnaburð lögreglunnar á höfuð- borgarsvæðinu vera sumpart á villigötum. „Þetta snýst ekki um nýja verkferla, þetta eru ekki ný vopn. Þetta eru sömu vopnin sem hafa verið geymd inni á stöð en verða nú annað hvort geymd inni á stöð eða í bílunum. Eina breyt- ingin er sú að okkar fólk er nú betur þjálfað og við eigum mögu- leika á því að vera fyrr á staðinn með nauðsynlegan búnað og þurf- um ekki að snúa við eða stytta viðbragðstíma með því að þurfa fyrst að stoppa við á stöðinni,“ segir hún. Sigríður bendir á að staðar- lögregla sé ábyrg fyrir vettvangi þar til sérsveit mætir á staðinn og því því geti skotið skökku við ef lögreglumenn eiga ekki tækifæri til þess að bera vopn ef slíkar að- stæður skapast. „Þú getur ekki alltaf séð fyrir hvernig vettvang- urinn er. Þú þarft að senda fólk á staðinn sem hefur þá ekki tæki- færi til þess að grípa inn í ef að- stæður koma upp,“ segir hún. Sigríður bendir á að vopn hafi verið tiltæk hjá þeim embættum sem hún hefur starfaði fyrir á Ísa- firði og á Suðurnesjum. Í því sam- hengi má benda á að vopn eru þegar tiltæk í lögreglubifreiðum á Suðurnesjum. Kóði breytist eftir notkun Ef þær aðstæður koma upp að lögreglumaður á bíl telur sig þurfa að grípa til vopna, þarf hann að fá leyfi til þess hjá yfir- manni. Verður honum veittur kóði sem gengur að læstum kassa í bílunum ef samþykki fæst. Kóð- inn breytist síðan eftir eina notk- un. Bílar vopnum búnir í næstu viku  Vopn í fimm bílum  Þjálfun lýkur í dag  Segir umræðu á villigötum Morgunblaðið/Þórður Lögreglubíll Vopn verða í fimm lög- reglubílum á höfuðborgarsvæðinu. „Ég hef fulla trú á því að Alþingi muni taka þetta mál til skoðunar. Þingið getur reyndar ekki verið þekkt fyrir annað eftir ábendingu Samkeppniseftirlitsins um málið,“ segir Sigríður Á. Andersen, alþing- ismaður Sjálfstæðisflokksins. Við umræður um störf þingsins á mánu- daginn beindi hún þeim tilmælum til Einars K. Guðfinnssonar þingfor- seta að frumvarp hennar og þriggja annarra þingmanna um breytingar á lögum um endurnýjanlegt elds- neyti yrði tekið á dagskrá eftir ára- mótin. Það kom upphaflega fram á síðasta þingi en dagaði þá uppi. Samkvæmt frum- varpinu yrði ekki lengur laga- skylda að blanda lífeldsneyti í bensín og dísilol- íu. Með lögum, sem samþykkt voru á Alþingi fyrir tveimur árum, voru allir söluaðilar eldsneytis hér á landi skyldaðir til að blanda lífeldsneyti í bensín og dísilolíu. Lífeldsneyti er etanól og lífolía, búið til úr hveiti, maís og öðr- um matvælum. Um var að ræða eina af fjölmörgum tilskipunum frá Evr- ópusambandinu á grundvelli samn- ingsins um Evrópska efnahags- svæðið. Yfirlýst markmið laganna er að auka hlut endurnýjanlegra orkugjafa í samgöngum á landi og draga úr losun gróðurhúsaloftteg- unda með hagkvæmum og skilvirk- um hætti. Sigríður segir að alveg sé óljóst um umhverfislegan ávinning af þessari íblöndun, en fyrir liggi að löggjöfin hafi kostað heimilin í landinu milljarða frá því að þau voru samþykkt. Hún segir að ekki hafi verið þörf á að innleiða tilskip- unina 2013, Liechtenstein hafi til dæmis fengið undanþágu frá því og Íslendingar hefðu einnig getað fengið undanþágu ef þeir hefðu sóst eftir því. Að ráði embættis- manna hafi hins vegar verið gengið lengra við innleiðinguna en þörf hafi verið á og staðið að málinu með öðrum hætti en annars staðar, til dæmis hafi ekkert tillit verið tekið til rafbíla. Sigríður vill að innleiðingunni verði frestað til ársins 2020. Tíminn verði notaður til að sækja um var- anlega undanþágu. Hún segir að í nýbirtri skýrslu Samkeppniseftir- litsins um íslenska eldsneytismark- aðinn komi fram að krafan um íblöndun eldsneytis geti takmarkað samkeppni eða virkað sem að- gangshindrun fyrir nýja aðila. Gengið var lengra en þörf var á  Sigríður Á. Andersen alþingismaður vill að hætt verði að blanda lífeldsneyti í bensín og dísilolíu  Krafan um íblöndun getur takmarkað samkeppni að mati Samkeppniseftirlitsins í nýrri skýrslu Sigríður Á. Andersen Byggðastofnun er ein þeirra sjö stofnana og sjóða sem getið er í skýrslunni. Á tímabilinu sem hún nær til fengu konur 4% af heildarupphæð lánveitinga stofnunarinnar og karlar fengu að meðaltali um 58% hærri lán en konur. Nú býður Byggðastofnun sérstakan lánaflokk fyrir fyrir- tækjarekstur kvenna, um er að ræða tímabundið úrræði sem byggist á heimild í jafnréttislögum. Talsverð ásókn hefur verið í lánin og nú hafa 15 verkefni fengið samtals 80 milljónir að láni af þeim 200 sem eru til ráðstöfunar. Flest verkefnanna tengjast ferðaþjónustu og Austurland er sá landshluti þar sem flest lán hafa verið samþykkt. Elín Gróa Karlsdóttir, forstöðumaður fyrirtækjasviðs stofnunarinnar, segir að tilgangurinn sé m.a. að rétta af kynjahalla í almennum lánveitingum. „Þetta er ein af þeim leiðum sem við sjáum til að efla atvinnulífið á lands- byggðinni. Það eru færri konur en karlar í sumum landshlutum og skortur á atvinnutækifærum er talinn ein ástæða þess,“ segir hún. Sérstök lán fyrir konur BYGGÐASTOFNUN VILL RÉTTA KYNJAHALLANN Elín Gróa Karlsdóttir SVIÐSLJÓS Anna Lilja Þórisdóttir annalilja@mbl.is Karlar voru 81% þeirra sem fengu styrki og lán til nýsköpunar úr sjóð- um atvinnuvega- og nýsköpunar- ráðuneytisins árin 2009-́13 og verk- efni sem karlar voru í forsvari fyr- ir fengu rúmlega fjórum sinnum hærri upphæð en verkefni kvenna. Svokallað árang- urshlutfall, þ.e. hversu hátt hlut- fall umsókna fær jákvætt svar, var jafnt hjá körlum og konum. Þetta er meðal þess sem fram kemur í nýrri skýrslu atvinnu- vega- og nýsköpunarráðuneytisins. Styrkirnir sem um ræðir eru til þess ætlaðir að styðja við nýsköpun og þróun og þeir eru veittir úr sjö sjóðum eða verkefnum. Karlar fá 9 af hverjum 10 kr Í skýrslunni er gerð grein fyrir út- hlutunum hvers og eins sjóðs. Þar kemur m.a. fram að karlar voru um 70% umsækjenda um styrki AVS, sem er rannsóknarsjóður í sjávar- útvegi til að auka virði sjávarfangs, þeir fengu 77% styrkja og fengu hærri styrki en konur. Annað dæmi eru styrkir Átaks til nýsköpunar, sem er á vegum Nýsköpunarmiðstöðvar Íslands. Þar sóttu álíka margar kon- ur og karlar um, en karlar fengu 48% hærri styrki en konur. Árið 2012 námu styrkveitingar Framkvæmdasjóðs ferðamannastaða til karla 44 milljónum en konur fengu 22 milljónir. Níu af hverjun tíu krón- um sem Orkusjóður hafði yfir að ráða Skipting styrkja úr sjóðum atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytis 2009 - 2013 AVS rannsóknarsjóður í sjávarútvegi Byggðastofnun Framleiðnisjóður landbúnaðarins Tækniþróunarsjóður Átak til atvinnusköpunar Framkvæmdasjóður ferðamannastaða Orkusjóður Karlar Konur 67% 23% 41,3% 39,7% 19% 28% 69% 31,7% 64% 54,4% 15,1% 30,5% 90% 74% 26% 3% Bæði Kyn Bæði kyn Bæði Kyn 4,3% Lögbýli 10% Sjóðir fyrir alla, eða bara fyrir kalla?  Karlar fá hærri upphæðir og fleiri styrki frá ráðuneyti Þórir Hrafnsson

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.