Morgunblaðið - 10.12.2015, Blaðsíða 23
MINNINGAR 23
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 10. DESEMBER 2015
✝ Vilhelm Guð-mundsson
fæddist í Garð-
húsum í Garði 15.
júlí 1937. Hann lést
á Landspítalanum
30. nóvember 2015.
Foreldrar hans
voru Jenný Kamilla
Júlíusdóttir, f.
1906, d. 1976, og
Guðmundur Frið-
björn Eiríksson, f.
1903, d. 1971.
Vilhelm var yngstur sex
systkina. Hin eru: Eiríkur, f.
1927, d. 2007, Guðrún, f. 1930,
Júlíus Helgi, f. 1932, d. 2005,
Agnes Ásta, f. 1933, d. 1982, og
Knútur, f. 1935.
Vilhelm kvæntist, þann 14.
apríl 1963, Björgu Björnsdóttur
frá Gerðum í Garði, f. 28. júní
1938. Hún er dóttir hjónanna
Auðar Tryggvadóttur, f. 1905,
d. 1995, og Björns Finnboga-
ember 1972. Sonur hans er Kári
Vilberg, f. 2004.
Vilhelm hóf sjómennsku árið
1953, þá 16 ára að aldri, og
starfaði á Guðmundi Þórð-
arsyni, Víði II, Sigurpáli og
Hólmsteini. Samhliða
sjómennskunni stundaði hann
nám við Stýrimannaskólann og
lauk þaðan stýrimannaprófi.
Einnig tók hann vélstjórapróf.
Árið 1965 hóf hann störf við bif-
vélavirkjun hjá Íslenskum aðal-
verktökum. Hann lauk prófi
sem bifvélavirki frá Iðnskól-
anum í Keflavík árið 1971.
Hann stofnsetti saltfiskverkun
árið 1973, ásamt bræðrum sín-
um, Eiríki og Júlíusi Helga.
Saman ráku þeir útgerðarfyr-
irtækið Hólmstein hf. til ársins
2006.
Vilhelm var meðlimur í Kiw-
anisklúbbnum Hofi og Björg-
unarsveitinni Ægi. Hann sat í
stjórn Knattspyrnufélagsins
Víðis og sinnti ýmsum störfum
fyrir félagið um árabil.
Vilhelm bjó alla tíð í Garði.
Útför Vilhelms fer fram frá
Útskálakirkju í dag, 10. desem-
ber 2015, og hefst athöfnin
klukkan 14.
sonar, f. 1903, d.
1989.
Börn Vilhelms
og Bjargar eru:
1) Auður, f. 31.
maí 1960, gift Ás-
birni Jónssyni.
Dætur þeirra eru
Björg, f. 1985, gift
Niels H. Bennike
og eiga þau soninn
Ásbjörn, f. 2013,
Birna, f. 1990 og
Bergrún, f. 1994.
2) Björn, f. 19. ágúst 1964,
kvæntur Laufeyju Erlends-
dóttur. Börn þeirra eru Vilhelm
Bergmann, f. 1997, Aðalheiður
Lind, f. 1999, Björn Aron, f.
2001, og Atli Viktor, f. 2003.
3) Hildur, f. 15. febrúar 1967,
sambýlismaður hennar er Franz
Eiríksson. Börn þeirra eru Auð-
ur, f. 1997, og Alexander, f.
2001.
4) Atli Vilberg, f. 5. sept-
Á fallegum sumardegi fædd-
ist pabbi okkar í Garðhúsum í
Garði. Hann sagði oft í gríni að
hans fyrsta minning væri ein-
mitt frá þessum degi þegar
hann var borinn út að stofu-
glugga í Garðhúsum og sá
systkini sín öll með pabba sínum
í heyskap. Veðrið var sérstak-
lega gott þennan dag, norðan-
gola og sól skein í heiði. Segja
má að þannig hafi líf pabba okk-
ar verið, bjart og fagurt.
Pabbi var sérstaklega lífs-
glaður, alltaf léttur og kátur og
vildi draga það jákvæða fram í
öllu. Hann var kraftmikill og
duglegur og sat sjaldan auðum
höndum. Hann hafði ávallt nóg
fyrir stafni, átti ótal áhugamál
og alltaf var eitthvað skemmti-
legt og áhugavert að gerast hjá
honum. Hann var einstaklega
handlaginn og gat gert ótrúlega
hluti. Hann smíðaði t.d. sum-
arbústað fjölskyldunnar, gerði
upp gamlan traktor, smíðaði lík-
ön af gömlum húsum, safnaði og
gerði upp gamla hluti. Í bíl-
skúrnum sínum hefur pabbi
komið upp góðu safni gamalla
muna og ljósmynda.
Pabbi var víðlesinn, fróður og
sérstaklega minnugur. Við hann
gátum við rætt allt milli himins
og jarðar. Hann var einstaklega
góður sögumaður og naut þess
að segja okkur sögur frá gamalli
tíð. Hann var mikill áhugamað-
ur um bókmenntir og íslenska
tungu, hafði yndi af tónlist og
lék bæði á harmonikku og orgel.
Pabbi ferðaðist víða, bæði
innanlands og utan og hafði sér-
stakan áhuga á að heimsækja
söguslóðir. Hann var mikill
náttúruunnandi og bar virðingu
fyrir öllu lífi. Hann hafði unun
af garðrækt, garðurinn við
æskuheimili okkar ber þess
glöggt vitni sem og umhverfi
sumarbústaðarins. Einnig rækt-
aði hann ásamt móður okkar
grænmeti, bjó til sultur og
berjasaft.
Pabbi var mikill fjölskyldu-
maður, fylgdist vel með barna-
börnum sínum og var stoltur af
þeim. Pabbi var ávallt til staðar
fyrir okkur, var áhugasamur um
allt sem við tókum okkur fyrir
hendur. Alltaf var hann tilbúinn
til að rétta hjálparhönd og gefa
okkur góð ráð. Hann og móðir
okkar voru mjög samrýmd og
samstiga í einu og öllu.
Garðurinn var pabba afar
kær, þar fæddist hann og bjó
alla tíð. Hann hafði áhuga á
sögu Garðsins og minjum og
vann að því ásamt vini sínum að
merkja tóftir, gamla brunna og
fleiri gömul kennileiti.
Pabbi okkar veiktist í mars
síðastliðnum. Í veikindum sínum
kvartaði hann aldrei og sýndi
ótrúlegt æðruleysi til hinsta
dags. Við færum starfsfólki á
deild 11G á Landspítalanum
innilegar þakkir fyrir alúð og
góða umönnun.
Á þessum tímamótum
streyma minningarnar fram og
vekja söknuð en jafnframt mikið
þakklæti fyrir að hafa átt ein-
stakan föður sem við erum afar
stolt af. Föður sem var okkur
góð fyrirmynd og gaf okkur
ríkulegt veganesti út í lífið.
Auður, Björn, Hildur
og Atli Vilberg.
Villi var tengdafaðir minn og
vinur minn. Mér finnst eins og
ungur maður hafi fallið frá,
langt fyrir aldur fram.
Hann var svo ungur í anda og
hafði stundum á orði að honum
fyndist hann vera áratugum
yngri. Í hans augum var lífið
leikur enda lifði hann lífi sínu
þannig og hélt alltaf áfram að
leika sér og sinna áhugamálum
sínum.
Áhugamálin hans voru ótelj-
andi. Hann hefur einnig sinnt af
einstakri alúð óteljandi áhuga-
málum barna sinna. Alltaf var
hann tilbúinn að taka þátt,
hjálpa, spekúlera og leggja sitt
af mörkum til að allir í kring um
hann gætu látið drauma sína
rætast.
Mér fannst einstök glettni
einkenna Villa og vildi hann
helst bara tala um eitthvað já-
kvætt og skemmtilegt. Hann
hafði gaman af því að segja sög-
ur og brandara og ávallt var
stutt í húmorinn. Hann hafði
orð á því að hann hefði aldrei
þurft að hafa áhyggjur af neinu.
Þetta lýsir hugarfari hans vel og
viðhorfi til lífsins.
Við náðum vel saman og
sáum oft hlutina í svipuðu ljósi.
Augnaráð okkar mættist stund-
um á þann veg að örlítið bros
gaf til kynna að við höfðum
hugsað eitthvað svipað og skild-
um hvort annað.
Ég er þakklát fyrir þau ár
sem ég hef þekkt Villa því hann
var einstakur maður sem hafði
jákvæð áhrif á umhverfi sitt
með glettni og gleði. Ég er einn-
ig þakklát fyrir að börnin mín
áttu hann sem afa og fengu að
eiga með honum góðar stundir
og muna hann sem góða fyr-
irmynd.
Ég óska þess að allir þeir
sem þekktu Villa og sakna hans,
finni styrk, ljós og kærleika í
góðum minningum um góðan
mann.
Laufey Erlendsdóttir.
Afi Villi var okkur systrunum
mjög kær. Það er okkur ómet-
anlegt að hafa alist upp í návist
hans. Afi var einstakur. Hann
var jákvæður, lífsglaður,
skemmtilegur og fyndinn. Þegar
við vorum litlar þá spurði hann
okkur oft: „Hver er bestur,“ og
aldrei var svarið neitt annað en:
„Afi Villi,“ og þá dansaði hann
gleðidans.
Heimili ömmu og afa hefur
alltaf verið okkur opið og höfum
við átt margar góðar stundir
þar með þeim. Við borðstofu-
borðið lærðum við að spila ól-
sen-ólsen, leggja kapal og þar
spjölluðum við um margbreyti-
leg og skemmtileg umræðuefni.
Afi var víðlesinn, gáfaður og
sérstaklega minnugur. Það var
gaman að velta fyrir sér ýmsum
spennandi viðfangsefnum með
honum og hlusta á sögur frá
gamla tímanum.
Afi skipulagði oft samveru-
stundir fyrir stórfjölskylduna.
Þar má nefna ógleymanlegu bíl-
skúrspartíin þar sem fjölskyld-
an spilaði bingó, borðaði pitsur
og sælgæti og við barnabörnin
sáum um skemmtiatriði.
Afi var mjög góður í krokketi.
Hann skipulagði mörg krokket-
mót og endaði oftast sem krok-
ketmeistari fjölskyldunnar.
Afi var stoltur Íslendingur og
þótti íslensku sumrin best. Þó
komu þau amma oft í heimsókn
til Kaupmannahafnar. Í hverri
ferð naut afi þess að borða góð-
an mat, hlusta á götutónlist í
miðbænum og fara á antikmark-
aði. Afi hafði það að áhugamáli
að safna gömlum munum sem
hann stillti svo upp í bílskúrnum
sínum. Bílskúrinn hans afa er
einstakur og alveg í hans anda.
Afi naut þess að dunda sér þar
við mismunandi handverk enda
var hann afar handlaginn. Afi
átti mörg önnur áhugamál og
var duglegur að sinna þeim.
Afi Villi var alltaf tilbúinn að
gera allt fyrir okkur. Hann
hafði áhuga á öllum viðfangs-
efnum okkar, námi, starfi og
áhugamálum. Afi er okkar fyr-
irmynd. Lífsgleði hans og já-
kvæðni eru góðir eiginleikar
sem við tileinkum okkur.
Efst í huga okkar er þakklæti
fyrir að hafa átt svona góðan,
yndislegan og skemmtilegan
afa. Við erum stoltar af því að
vera barnabörn hans. Við sökn-
um hans meira en orð fá lýst.
Afi var svo sannarlega best-
ur.
Björg, Birna og Bergrún.
Okkur langar til að minnast
með fáeinum orðum afa Villa
sem var okkur svo kær. Afi var
fyndinn, jákvæður og skemmti-
legur og gat alltaf fengið okkur
til að brosa.
Hann hafði alltaf tíma fyrir
okkur og við gátum leitað til afa
með hvað sem var. Afi hafði
áhuga á öllu sem við gerðum og
var svo stór partur af okkar lífi.
Honum fannst gaman að hlusta
á okkur spila á hljóðfæri og var
fastur gestur á tónleikum þar
sem við komum fram. Hann var
alltaf til staðar fyrir okkur.
Stundum kom það fyrir að afi
skutlaði okkur í skólann eða á
æfingu og þegar að við þökk-
uðum afa fyrir farið svaraði afi
allaf; takk fyrir að fá að keyra
ykkur.
Bílskúrspartíin hans afa voru
ótrúlega skemmtileg, þá voru
barnabörnin með tónlistaratriði,
stundum var spilað bingó og
alltaf voru keyptar pítsur.
Afi var mjög stoltur af barna-
börnunum sínum og oft prentaði
hann út ljósmyndir af okkur frá
hinum ýmsu viðburðum og gaf
okkur.
Við kveðjum afa með miklum
söknuði. Við erum þakklát fyrir
allar dýrmætu stundirnar sem
við áttum með afa, hann var
bestur.
Auður og Alexander.
Afi Villi var yndislegur maður
og við munum sakna hans mik-
ið. Það fylgdi honum alltaf gleði
og hamingja og okkur leið alltaf
vel þegar við vorum nálægt hon-
um. Með honum var hlegið mik-
ið og hann gerði dagana bjartari
hjá okkur í fjölskyldunni.
Afi var alltaf tilbúinn til að
taka þátt í lífi þeirra sem hon-
um þótti vænt um og fylgjast
með áhugamálum og því sem við
í fjölskyldunni vorum að gera.
Hann var einnig mjög hjálpsam-
ur og ef einhvern vantaði hjálp
var hann yfirleitt fyrstur af
stað.
Það var alltaf eitthvað spenn-
andi að gerast hjá honum og
hann átti mörg áhugamál. Það
var svakalega gaman að geta
tekið þátt í því sem hann gerði
og hafði áhuga á eins og að fara
með fjölskyldunni upp í sum-
arbústað og aðhafast eitthvað
þar eða fara um kvöld að skoða
stjörnurnar með honum í
stjörnukíkinum hans.
Við munum minnast afa sem
fyndna og lífsglaða mannsins
sem hann var. Þó að það sé erf-
itt að kveðja getum við þó
glaðst yfir þeim tíma sem við
áttum með honum og öllum
góðu minningunum.
Vilhelm Bergmann,
Aðalheiður Lind, Björn
Aron og Atli Viktor.
Vilhelm
Guðmundsson
Þá hefur hann
Hjálmar okkar
kvatt og lagt upp í
þá ferð sem okkur
er öllum ætlað að fara. Hann hef-
ur eflaust verið tilbúinn að hlýða
kallinu og leggja af stað yfir móð-
una miklu til hennar Möggu sinn-
ar.
Hjálmar var í mörg ár félagi í
Árnesingakórnum í Reykjavík og
heiðursfélagi til margra ára.
Hann var góður bassi, mjög tón-
viss og nýjum félögum mikill
stuðningur. Alltaf var hann líka
reiðubúinn þegar okkur vantaði
skemmtikraft á árshátíðir og aðr-
ar skemmtanir. Hann lék og söng
gamanvísur eftir sjálfan sig og
aðra af mikilli list. Oft undruð-
Hjálmar Benedikt
Gíslason
✝ Hjálmar Bene-dikt Gíslason
fæddist 22. desem-
ber 1918. Hann lést
30. nóvember 2015.
Útför Hjálmars fór
fram 7. desember
2015.
umst við hvílík firn
af vísum og kvæða-
bálkum hann kunni
og gat flutt utan-
bókar fram á tíræð-
isaldur.
Hjálmar og
Magga fóru með
kórnum margar
ógleymanlegar ferð-
ir og var ekki hægt
að hugsa sér betri
ferðafélaga. Frá
þeim geislaði lífsgleðin og kyn-
slóðabilið var víðsfjarri.
Við kveðjum kæran vin og fé-
laga með erindi úr ljóði sem hann
þýddi úr sænsku fyrir kórinn.
Gefðu mér hug að hefja mitt flug
er hundruð farfugla knárra,
þar svífa á braut frá sérhverri þraut
og stefna til fjallanna blárra.
(Olle Adolphson)
Fyrir hönd Árnesingakórsins í
Reykjavík,
Herdís P. Pálsdóttir,
Ingibjörg Valdimarsdóttir,
Þorgerður Guðfinnsdóttir.
Ástkær eiginmaður, faðir, tengdafaðir, afi
og langafi,
SIGURÐUR ÍVAR SIGURÐSSON,
vélfræðingur,
Skipalóni 12,
lést á Sólvangi 22. nóvember. Útförin
fer fram frá Hafnarfjarðarkirkju föstudaginn 11. desember
klukkan 13.
.
Guðrún Emilsdóttir,
Guðfinna Guðmundsdóttir, Björn Bárðarson,
Emil Lárus Sigurðsson, Ellý Erlingsdóttir,
Kristján Sigurðsson, Berta Faber,
barnabörn og langafabarn.
Ástkær faðir okkar,
ÞORSTEINN INGÓLFSSON
bifreiðastjóri,
verður jarðsunginn frá Bústaðakirkju
föstudaginn 11. desember klukkan 15.
Þeim sem vilja minnast hans er bent á að
styrkja SÍBS.
Fyrir hönd aðstandenda,
.
Halla Dröfn,
Ásta Ingibjörg
og Sigurður Óli Þorsteinsbörn.
Ástkær eiginmaður minn, faðir, tengdafaðir,
afi og langafi,
LOGI SÆVAR JÓHANNSSON,
Suðurgötu 38, Akranesi,
lést á Landspítalanum við Hringbraut
2. desember.
Útför hans fer fram frá Akraneskirkju
mánudaginn 14. desember klukkan 13.
.
Jóhanna M. Vestmann,
Gísli Gíslason, Guðný R. Þorfinnsdóttir,
Einar Gíslason,
Jóhann Gíslason,
Sólrún K. Kristinsdóttir, Aðalbjörn Kristinsson,
Laufey Logadóttir
og afabörn.
Útför ástkærs eiginmanns míns, föður
okkar, tengdaföður, afa og langafa,
BJÖRNS MAGNÚSSONAR
vélfræðings,
fer fram frá Digraneskirkju mánudaginn 14.
desember klukkan 13.
.
Astrid Sigrún Kaaber,
Magnús B. Björnsson, Guðrún D. Guðmannsdóttir,
Ragnar H. Björnsson, Mona Janz Björnsson,
Sigrún B. Björnsdóttir,
barnabörn og barnabarnabörn.
Ástkær eiginmaður minn, faðir, tengdafaðir
og afi,
GUÐMUNDUR ÞORVAR JÓNASSON
kaupmaður og matreiðslumaður,
Samtúni 4, Reykjavík,
lést á hjartadeild Landspítalans
sunnudaginn 6. desember. Útför hans fer fram frá Háteigskirkju
þriðjudaginn 15. desember klukkan 13.
.
Sigrún Sigvaldadóttir,
Margrét Rún Guðmundsdóttir,
Anton Þ. Guðmundsson, Ester Sigurbergsdóttir,
Þorvar Bjarmi Harðarson, Bjarki Oddsteinsson,
Eyþór Antonsson, Sara Rún Antonsdóttir.